Innlent

Vara við fuglaflensu

Fólk sem ferðast til Asíu er beðið um að vera á varðbergi gagnvart fuglaflensu. "Aðvörun okkar hefur verið að menn eigi að forðast að vera í námunda við fiðurfé og þvo sér vel um hendurnar," segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur er fólki til dæmis bent á að vera ekki á mörkuðum þar sem fuglum er slátrað og þeir seldir. Í lagi sé að borða fuglakjöt sé það vel soðið. Ekki sé ástæða til að hætta við ferðir vegna fuglaveiki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×