Synjað um ferðaþjónustu fatlaðra 7. janúar 2005 00:01 Þremur fötluðum ellilífeyrisiþegum hefur verið synjað um ferðaþjónustu fatlaðra í þessari viku á þeim forsendum að þeir séu of gamlir. Í synjuninni er stuðst við nýjar reglur sem enn hafa ekki verið samþykktar. Mistök sem verða leiðrétt, segir formaður félagsmálaráðs. Á Grensásdeild Landspítala koma árlega fjölmargir hreyfihamlaðir ellilífeyrisþegar sem þurfa aðstoð við að komast til og frá heimili sínu. Þetta fólk hefur hingað til notið ferðaþjónustu fatlaðra en á því virðist vera að verða breyting. Einn þeirra þriggja sem synjað hefur verið um þjónustuna er Guðrún Jónsdóttir. Hún missti fótinn í september síðastliðnum. Guðrún hefur legið á sjúkrahúsi um nokkurra mánaða skeið. Hún getur nú verið heima á kvöldin og um helgar en kemur í þjálfun og endurhæfingu á Grensás á morgnana. Til að komast þangað þarf hún á ferðaþjónustu fatlaðra að halda en hún fékk synjun í fyrradag. Guðrún segir að hún hafi fengið þau svör að fólk eldra en 67 ára yrði ekki keyrt. Guðrún segir eiginmann sinn hlaupa undir bagga. Hann þurfi að vísu að mæta í vinnu á morgnana en önnur leið er ekki fær. Og þó Guðrún beri sig vel þá er hún ekki ánægð. Hún segir þetta fáránlegt og sér ekki tilganginn með þessu. Henni finnist frábært að sjá gamalt fólk reyna að komast í æfingar og leggja mikið á sig til þess að geta bjargað sér heima. Það geti ekki gert það ef það fái ekki æfingar. Starfsfólk Grensás segir að trúnaðarlæknir Reykjavíkurborgar hafi synjað þessu fullorðna fólki um akstur í skjóli nýrra reglna um akstur fatlaðra. Björk Vilhlemsdóttir, formaður félagsmálaráðs, segir að borgarráð hafi ekki enn samþykkt nýju reglurnar og því sé ekki hægt að vinna samkvæmt þeim. Henni sýnist þetta mistök. Í þessu tilviki ætti Guðrún að fá ferðaþjónustu. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Þremur fötluðum ellilífeyrisiþegum hefur verið synjað um ferðaþjónustu fatlaðra í þessari viku á þeim forsendum að þeir séu of gamlir. Í synjuninni er stuðst við nýjar reglur sem enn hafa ekki verið samþykktar. Mistök sem verða leiðrétt, segir formaður félagsmálaráðs. Á Grensásdeild Landspítala koma árlega fjölmargir hreyfihamlaðir ellilífeyrisþegar sem þurfa aðstoð við að komast til og frá heimili sínu. Þetta fólk hefur hingað til notið ferðaþjónustu fatlaðra en á því virðist vera að verða breyting. Einn þeirra þriggja sem synjað hefur verið um þjónustuna er Guðrún Jónsdóttir. Hún missti fótinn í september síðastliðnum. Guðrún hefur legið á sjúkrahúsi um nokkurra mánaða skeið. Hún getur nú verið heima á kvöldin og um helgar en kemur í þjálfun og endurhæfingu á Grensás á morgnana. Til að komast þangað þarf hún á ferðaþjónustu fatlaðra að halda en hún fékk synjun í fyrradag. Guðrún segir að hún hafi fengið þau svör að fólk eldra en 67 ára yrði ekki keyrt. Guðrún segir eiginmann sinn hlaupa undir bagga. Hann þurfi að vísu að mæta í vinnu á morgnana en önnur leið er ekki fær. Og þó Guðrún beri sig vel þá er hún ekki ánægð. Hún segir þetta fáránlegt og sér ekki tilganginn með þessu. Henni finnist frábært að sjá gamalt fólk reyna að komast í æfingar og leggja mikið á sig til þess að geta bjargað sér heima. Það geti ekki gert það ef það fái ekki æfingar. Starfsfólk Grensás segir að trúnaðarlæknir Reykjavíkurborgar hafi synjað þessu fullorðna fólki um akstur í skjóli nýrra reglna um akstur fatlaðra. Björk Vilhlemsdóttir, formaður félagsmálaráðs, segir að borgarráð hafi ekki enn samþykkt nýju reglurnar og því sé ekki hægt að vinna samkvæmt þeim. Henni sýnist þetta mistök. Í þessu tilviki ætti Guðrún að fá ferðaþjónustu.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira