Innlent

Missti fingur í flugeldaslysi

Karlmaður missti fingur þegar flugeldur sprakk á þrettándabrennunni við Ásvelli í Hafnarfirði í gærkvöld. Eftir því sem fram kemur í Víkurfréttum er ekki vitað um hvers konar skoteld var að ræða. Þar segir að maðurinn sé á miðjum aldri og hafi verið á brennunni ásamt fjölskyldu sinni, misst fingur og orðið fyrir augnmeiðslum. Hann var fluttur á sjúkrahús og er þar enn eftir því sem kemur fram í frétt á vef Víkurfrétta. Lögregla rannsakar málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×