Innlent

Veðurspá dró úr flugeldasölu

Friðfinnur sagði að ekki lægju fyrir sölutölur enn sem komið væri, en tilfinningin segði mönnum að áframhaldandi söluaukning hefði orðið á landsbyggðinni á milli ára. "Það var spáð slæmu veðri í vikunni fyrir áramótin og það hafði alveg greinilega einhver áhrif," sagði Friðfinnur. "Ég held að veðurspáin hafi fyrst og fremst haft sín áhrif á söluna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta leit ekki vel út á tímabili, en svo varð áramótaveðrið með því fallegra sem ég hef orðið vitni að." Samkvæmt reglugerð má selja flugelda frá 28. desember til og með 6. janúar. Utan þess tíma má einungis selja flugelda til þeirra sem hafa sérstakt leyfi. Friðfinnur sagði að það væru einkum fyrirtæki sem sæktu um slík leyfi, en lítið væri um að einstaklingar gerðu það. Landsbjörg seldi einnig kyndla sem notaðir væru í blysgöngur og það væri svolítið sala í þeim yfir dimmari mánuðina. Aðspurður sagði Friðfinnur, að fólk gæti geymt flugelda á milli ára, ef þeir væru hafðir á góðum og öruggum stað. Samkvæmt reglugerð væri endingartími þeirra þrjú ár.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×