Innlent

Um 40% háskólanema á lánum hjá LÍN

Tæplega fjórir af hverjum tíu stúdentum Háskóla Íslands nýttu námslán Lánasjóðs íslenskra námsmanna síðustu tvo vetur. Þeim fjölgar um nær sjö prósentustig frá árunum tveimur þar á undan samkvæmt tölum sjóðsins. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri stúdentaráðs, segir ráðið hafa gert könnun á framfærslukostnaði háskólanema á síðasta ári. Niðurstaðan þar hafi sýnt að um 30 prósent þeirra njóti lána. Hún segir flesta vinna með náminu eða nær 70 prósent. Nemendur í lengra námi, svo sem læknanámi, lögfræði og hjúkrunarfræði séu flestir lántakenda. Hópur nemenda nái að nýta sumartekjurnar út veturinn. Steingrímur Ari Arason, framkvæmdastjóri LÍN, segir að samkvæmt útreikningum sjóðsins sé nær helmingur ráðstöfunarfé þeirra sem séu á lánum sjálfsafla fé. "Gert er ráð fyrir að barnlaus námsmaður í leiguhúsnæði sé að eyða tæplega fjórtán hundruð þúsundum á skólaárinu. Þar af eru tekjurnar 860 þúsund og lánið þar af leiðandi 670 þúsund," segir Steingrímur. Álíka margir séu fyrir ofan ráðstöfunartekjuviðmiðið og fyrir neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×