Skínandi skíðatímabil framundan 7. janúar 2005 00:01 Kalt hefur verið í veðri undanfarnar vikur og ofankoma talsverð. Á meðan ökumenn bölva færðinni í sand og ösku brosa skíðamenn í kampinn yfir öllum snjónum sem kyngir niður í fjöllin. Þeir hafa aldeilis ástæðu til að kætast þessa dagana því nú er búið að opna flest skíðasvæði og er færi víðast gott. "Við höldum að það hafi ekki verið jafn mikill snjór síðan 2000," segir Logi Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri skíðasvæða Reykjavíkur, en síðustu ár hafa verið mögur og afkoman því slök. Að sögn Loga hafa starfsmenn í nógu að snúast þessa dagana við að troða snjó og setja upp lyfturnar. "Sumir furða sig á því af hverju alltaf er verið að gera þetta þegar loksins opnar en frá síðasta opnunardegi hefur einfaldlega verið sturtuvitlaust veður, eins og við köllum það." 2. janúar voru ríflega tvö þúsund manns í Bláfjöllum og er það góð byrjun. Í Skálafelli er búið að skipta um stóla í lyftunni og verið er að reisa nýja og fullkomna stólalyftu í Bláfjöllum sem mun geta flutt 2.400 manns á klukkustund upp á fjallstoppinn á örskotsstundu. Uppsetningin hefur reyndar aðeins dregist en Logi hefur litlar áhyggjur af því. "Ég vil frekar vera í þeirri stöðu að það frestist um einhverjar vikur á meðan svæðið er opið heldur en að lyftan sé tilbúin og enginn snjór." Skíðin rifin út "Þetta lítur bara vel út núna. Fullt af snjó og allt opið. Kannski er bara komið að því," segir Helgi Benediktsson, hjá útivistarversluninni Útilífi, ánægður með skíðasöluna að undanförnu. "Síðustu ár hafa verið hörmung," bætir hann við en vegna mildrar veðráttu keyptu landsmenn til skamms tíma fá skíði og snjóbretti. Helgi segir að vel hafi selst af skíðaútbúnaði fyrir jólin enda hefur veturinn verið nokkur harður. "Brettin eru að fara meira til krakkanna en eldra fólkið og þeir sem fara til útlanda eru náttúrlega meira á skíðunum. Það breytist ekkert sama hvernig tíðin er hér heima," segir Helgi. Að sjálfsögðu er Helgi þegar búinn að renna sér nokkrar salíbunur. "Ég er búinn að fara aðeins með krakkana, upp í Skálafell og Bláfjöll. Færið var mjög fínt, það þarf bara að gera klárar fleiri lyftur og opna þetta allt saman." Með skíðin í annarri hendi og gítarinn í hinni Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður er annálaður skíðaáhugamaður. "Ég fer á skíði hérna heima þegar tíðin er góð, en hún hefur verið léleg undanfarin ár. Mér líst nú samt betur á þetta núna heldur en oft áður," segir Eyfi hress í bragði. Hann rennir sér að mestu í Bláfjöllum og Skálafelli en fer lítið út á land til þess arna. "Ekki nema að ég sé að spila fyrir norðan, þá kippi ég skíðunum með." Eyjólfur var ekki hár í loftinu þegar hann steig fyrst á skíði en hann hefur alltaf jafn gaman að þessu. Eitthvað hefur Eyfi spennt á sig snjóbretti og finnst það fínt. "Ég tek samt skíðin fram yfir enda orðinn stálpaður unglingur." Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Kalt hefur verið í veðri undanfarnar vikur og ofankoma talsverð. Á meðan ökumenn bölva færðinni í sand og ösku brosa skíðamenn í kampinn yfir öllum snjónum sem kyngir niður í fjöllin. Þeir hafa aldeilis ástæðu til að kætast þessa dagana því nú er búið að opna flest skíðasvæði og er færi víðast gott. "Við höldum að það hafi ekki verið jafn mikill snjór síðan 2000," segir Logi Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri skíðasvæða Reykjavíkur, en síðustu ár hafa verið mögur og afkoman því slök. Að sögn Loga hafa starfsmenn í nógu að snúast þessa dagana við að troða snjó og setja upp lyfturnar. "Sumir furða sig á því af hverju alltaf er verið að gera þetta þegar loksins opnar en frá síðasta opnunardegi hefur einfaldlega verið sturtuvitlaust veður, eins og við köllum það." 2. janúar voru ríflega tvö þúsund manns í Bláfjöllum og er það góð byrjun. Í Skálafelli er búið að skipta um stóla í lyftunni og verið er að reisa nýja og fullkomna stólalyftu í Bláfjöllum sem mun geta flutt 2.400 manns á klukkustund upp á fjallstoppinn á örskotsstundu. Uppsetningin hefur reyndar aðeins dregist en Logi hefur litlar áhyggjur af því. "Ég vil frekar vera í þeirri stöðu að það frestist um einhverjar vikur á meðan svæðið er opið heldur en að lyftan sé tilbúin og enginn snjór." Skíðin rifin út "Þetta lítur bara vel út núna. Fullt af snjó og allt opið. Kannski er bara komið að því," segir Helgi Benediktsson, hjá útivistarversluninni Útilífi, ánægður með skíðasöluna að undanförnu. "Síðustu ár hafa verið hörmung," bætir hann við en vegna mildrar veðráttu keyptu landsmenn til skamms tíma fá skíði og snjóbretti. Helgi segir að vel hafi selst af skíðaútbúnaði fyrir jólin enda hefur veturinn verið nokkur harður. "Brettin eru að fara meira til krakkanna en eldra fólkið og þeir sem fara til útlanda eru náttúrlega meira á skíðunum. Það breytist ekkert sama hvernig tíðin er hér heima," segir Helgi. Að sjálfsögðu er Helgi þegar búinn að renna sér nokkrar salíbunur. "Ég er búinn að fara aðeins með krakkana, upp í Skálafell og Bláfjöll. Færið var mjög fínt, það þarf bara að gera klárar fleiri lyftur og opna þetta allt saman." Með skíðin í annarri hendi og gítarinn í hinni Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður er annálaður skíðaáhugamaður. "Ég fer á skíði hérna heima þegar tíðin er góð, en hún hefur verið léleg undanfarin ár. Mér líst nú samt betur á þetta núna heldur en oft áður," segir Eyfi hress í bragði. Hann rennir sér að mestu í Bláfjöllum og Skálafelli en fer lítið út á land til þess arna. "Ekki nema að ég sé að spila fyrir norðan, þá kippi ég skíðunum með." Eyjólfur var ekki hár í loftinu þegar hann steig fyrst á skíði en hann hefur alltaf jafn gaman að þessu. Eitthvað hefur Eyfi spennt á sig snjóbretti og finnst það fínt. "Ég tek samt skíðin fram yfir enda orðinn stálpaður unglingur."
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira