Innlent

Óvíst með Portúgalana

Óvíst er hvort hópi Portúgala, sem Impregilo hefur fengið til vinnu við Kárahnjúkavirkjun, verði skipt út fyrir kínverska starfsmenn. Impregilo hefur nú bætt fjörutíu portúgölskum mönnum í starfslið sitt vegna þeirra tafa sem orðið hafa á komu Kínverjanna. Portúgalarnir komu til landsins í gær ásamt 150 löndum sínum sem sneru til baka úr jólaleyfi. Ómar R. Valdimarsson, upplýsingafulltrúi Impregilo, segir mennina ráðna í gegnum erlenda starfsmannaleigu og honum sé því ekki kunnugt um hvernig samningar voru gerðir við þá eða hvort þeir ljúki störfum þegar og ef kínversku verkamennirnir koma. Það sé þó ekki gefið að þeim verði sagt upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×