Innlent

Hættuástandi aflýst í Bolungarvík

Almannavarnanefnd Bolungarvíkur hefur aflétt hættuástandi vegna snjóflóðahættu í bænum að fullu. Því geta um tuttugu íbúar í húsum við Dísarland og Traðarland efst í bænum snúið heim en þeir hafa verið fjarri heimilum sínum síðan á sunnudagskvöld. Íbúum sem búa neðar í bænum hafði verið leyft að fara heim í gær en ekki þótti ráðlegt að hleypa þeim sem búa í sjö efstu húsunum heim vegna snjóflóðahættu. Éljagangur var í Bolungarvík í nótt en úrkoma þó ekki mikil og skömmu eftir hádegi var þeim síðustu sem þurftu að yfirgefa húsin sín leyft að snúa heim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×