Impregilo fær ekki sérmeðferð 7. janúar 2005 00:01 Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo, segir að laun erlendra starfsmanna hafi verið greidd samkvæmt samkomulagi við ASÍ frá 10. október 2003. Samkvæmt því skyldu erlendir starfsmenn sem vinna undir virkjunarsamningnum fá íslenskan launaseðil þar sem fram koma vinnutímar og tímakaup. Frá brúttólaunum væri dregin fjárhæð sem svarar til lífeyrissjóðs, skatta og greiðslu til stéttarfélags. Launaupphæðin sem eftir standi sé lágmarksgreiðsla og fari inn á reikning starfsmanns, hvar í heiminum sem það er. Ef erlenda launauppgjörið gefi lægri niðurstöðu en það íslenska fái starfsmaðurinn uppbót svo að hann fái að minnsta kosti sömu upphæð og íslenskir samstarfsmenn. Gefi erlendi samningurinn betri niðurstöðu þá njóti hann góðs af því. Ómar telur fjarstæðu að Impregilo hafi stjórnvöld í vasanum og komist upp með ýmislegt sem aðrir fái ekki. Fyrirtækið vinni ágætlega með íslenskum stjórnvöldum og fái að kenna á því ef eitthvað sé að. Alrangt sé að fyrirtækinu hafi verið hótað dagsektum fyrir það sem aflaga hafi verið farið og þeim ekki beitt. "Að vissu leyti má segja að í upphafi framkvæmdanna hafi yfirvöld sýnt fyrirtækinu skilning vegna þess hve skammur undirbúningstíminn var en fyrirtækið fær enga sérmeðferð," segir Ómar. Um 1.000 starfsmenn vinna hjá Impregilo á Kárahnjúkum. Ómar segir að um 600 þeirra séu frá löndum innan Evrópu. "Þegar Impregilo bauð í þessa framkvæmd taldi fyrirtækið sig geta gert það á þeim kostnaði sem í tilboðinu stóð vegna þess að það ætlaði að bjóða laun samkvæmt virkjanasamningi. Það stendur ekki til og stóð ekki til að yfirbjóða fólk. Það er ekki þar með sagt að enginn sé yfirborgaður. Það er vissulega samkeppni og margir iðnaðarmenn eru yfirborgaðir og fólk í stjórnunarstörfum og fleiri störfum eru á hærri launum en virkjanasamningurinn kveður á um. Hvað varðar Kínverska starfsmenn og starfsmenn utan Evrópska efnahagssvæðisins þá hefur fyrirtækið verið í stóru verkefni í Kína. Þar er meirihluti starfsfólksins Kínverjar. Þeir hafa reynst fyrirtækinu ákaflega vel og unnið við svipuð skilyrði. Fyrirtækið treystir þeim og þætti því æskilegt að geta nýtt þessa starfskrafta á Íslandi líka." Kína er kommúnistaríki og kínverska þjóðin ein sú kúgaðasta í heimi. Ómar segir að Impregilo sækist eftir því að fá Kínverja til starfa því að fyrirtækið þekki þá og treysti þeim, þeir séu harðduglegir og framleiðnin mikil. Fáránlegt sé að halda að áhugi Impregilo á þeim sé vegna þess að þeir segi hugsanlega síður skoðun sína og láti bjóða sér meira en Íslendingar. "Þú lætur að því liggja að Impregilo sæki í starfsmenn sem eru fullir þrælsótta. Kína á yfir 6.000 ára sögu sem er langt í frá öll lituð af kúgun núverandi valdboða. Kínverjar hafa ekki alltaf verið kúgaðir þó að þeir hafi kannski verið það síðustu 70 ár." Verktakar telja ljóst í upprunalegu tilboði að Impregilo hafi ekki gert ráð fyrir að borga nema þriðjung af íslenskum launum. Ómar segir ekki mikið að marka þessa gagnrýni því hún komi frá Jóhanni Bergþórssyni sem hafi gert tilboð í verkið með öðru fyrirtæki. Hann hljóti að vera litaður af því. Ómar segir að gerð hafi verið bragarbót á umfjöllun Impregilo á umsóknum. Hæfum umsækjendum sé öllum svarað, hinir mæti afgangi. Betur hefði verið að verki staðið ef öllum hefði verið svarað bréfleiðis. Hvað varðar gagnrýni á það að erlendir starfsmenn séu fluttir beint að Kárahnjúkum án þess að fara fyrst í heilbrigðisskoðun þá segist Ómar ekki þekkja verklagsreglurnar en heilsugæslan á Kárahnjúkum sé opin allan sólarhringinn og hún sé rekin í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Austurlands. Búist er við að fljótlega liggi fyrir ákvörðun Vinnumálastofnunar um undanþágu fyrir 44 Kínverja, níu Pakistana og einn Kólumbíumann. Ómar segir að takist fyrirtækinu ekki að fjölga starfsmönnum og ná upp framleiðni á svæðinu þá geti vinna við gerð Kárahnjúkavirkjunar dregist "en að kalla þetta hótun er algjörlega fráleitt," segir hann. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo, segir að laun erlendra starfsmanna hafi verið greidd samkvæmt samkomulagi við ASÍ frá 10. október 2003. Samkvæmt því skyldu erlendir starfsmenn sem vinna undir virkjunarsamningnum fá íslenskan launaseðil þar sem fram koma vinnutímar og tímakaup. Frá brúttólaunum væri dregin fjárhæð sem svarar til lífeyrissjóðs, skatta og greiðslu til stéttarfélags. Launaupphæðin sem eftir standi sé lágmarksgreiðsla og fari inn á reikning starfsmanns, hvar í heiminum sem það er. Ef erlenda launauppgjörið gefi lægri niðurstöðu en það íslenska fái starfsmaðurinn uppbót svo að hann fái að minnsta kosti sömu upphæð og íslenskir samstarfsmenn. Gefi erlendi samningurinn betri niðurstöðu þá njóti hann góðs af því. Ómar telur fjarstæðu að Impregilo hafi stjórnvöld í vasanum og komist upp með ýmislegt sem aðrir fái ekki. Fyrirtækið vinni ágætlega með íslenskum stjórnvöldum og fái að kenna á því ef eitthvað sé að. Alrangt sé að fyrirtækinu hafi verið hótað dagsektum fyrir það sem aflaga hafi verið farið og þeim ekki beitt. "Að vissu leyti má segja að í upphafi framkvæmdanna hafi yfirvöld sýnt fyrirtækinu skilning vegna þess hve skammur undirbúningstíminn var en fyrirtækið fær enga sérmeðferð," segir Ómar. Um 1.000 starfsmenn vinna hjá Impregilo á Kárahnjúkum. Ómar segir að um 600 þeirra séu frá löndum innan Evrópu. "Þegar Impregilo bauð í þessa framkvæmd taldi fyrirtækið sig geta gert það á þeim kostnaði sem í tilboðinu stóð vegna þess að það ætlaði að bjóða laun samkvæmt virkjanasamningi. Það stendur ekki til og stóð ekki til að yfirbjóða fólk. Það er ekki þar með sagt að enginn sé yfirborgaður. Það er vissulega samkeppni og margir iðnaðarmenn eru yfirborgaðir og fólk í stjórnunarstörfum og fleiri störfum eru á hærri launum en virkjanasamningurinn kveður á um. Hvað varðar Kínverska starfsmenn og starfsmenn utan Evrópska efnahagssvæðisins þá hefur fyrirtækið verið í stóru verkefni í Kína. Þar er meirihluti starfsfólksins Kínverjar. Þeir hafa reynst fyrirtækinu ákaflega vel og unnið við svipuð skilyrði. Fyrirtækið treystir þeim og þætti því æskilegt að geta nýtt þessa starfskrafta á Íslandi líka." Kína er kommúnistaríki og kínverska þjóðin ein sú kúgaðasta í heimi. Ómar segir að Impregilo sækist eftir því að fá Kínverja til starfa því að fyrirtækið þekki þá og treysti þeim, þeir séu harðduglegir og framleiðnin mikil. Fáránlegt sé að halda að áhugi Impregilo á þeim sé vegna þess að þeir segi hugsanlega síður skoðun sína og láti bjóða sér meira en Íslendingar. "Þú lætur að því liggja að Impregilo sæki í starfsmenn sem eru fullir þrælsótta. Kína á yfir 6.000 ára sögu sem er langt í frá öll lituð af kúgun núverandi valdboða. Kínverjar hafa ekki alltaf verið kúgaðir þó að þeir hafi kannski verið það síðustu 70 ár." Verktakar telja ljóst í upprunalegu tilboði að Impregilo hafi ekki gert ráð fyrir að borga nema þriðjung af íslenskum launum. Ómar segir ekki mikið að marka þessa gagnrýni því hún komi frá Jóhanni Bergþórssyni sem hafi gert tilboð í verkið með öðru fyrirtæki. Hann hljóti að vera litaður af því. Ómar segir að gerð hafi verið bragarbót á umfjöllun Impregilo á umsóknum. Hæfum umsækjendum sé öllum svarað, hinir mæti afgangi. Betur hefði verið að verki staðið ef öllum hefði verið svarað bréfleiðis. Hvað varðar gagnrýni á það að erlendir starfsmenn séu fluttir beint að Kárahnjúkum án þess að fara fyrst í heilbrigðisskoðun þá segist Ómar ekki þekkja verklagsreglurnar en heilsugæslan á Kárahnjúkum sé opin allan sólarhringinn og hún sé rekin í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Austurlands. Búist er við að fljótlega liggi fyrir ákvörðun Vinnumálastofnunar um undanþágu fyrir 44 Kínverja, níu Pakistana og einn Kólumbíumann. Ómar segir að takist fyrirtækinu ekki að fjölga starfsmönnum og ná upp framleiðni á svæðinu þá geti vinna við gerð Kárahnjúkavirkjunar dregist "en að kalla þetta hótun er algjörlega fráleitt," segir hann.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira