Innlent

Rætt um sameiningu sveitarfélaga

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði og sveitarstjórinn í Vatnsleysustrandarhreppi áttu í dag fund með nefnd um sameiningu sveitarfélaga í kjölfar könnunar sem gerð var fyrir jól. Hún leiddi í ljós að meirihluti íbúa Vatnsleysustrandarhrepps vildi sameinast Hafnarfirði. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. Haft er eftir Lúðvík Geirssyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði, að hugsanlegt sé að kosið verði um sameiningu þessara sveitarfélaga strax næsta haust. Sameiningarnefndin muni fara yfir málin í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin. Þó þykir ljóst að Vatnsleysuströnd verður tekin út úr tillögu nefndarinnar um að sveitarfélög á Suðurnesjum verði sameinuð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×