Fleiri fréttir Fríhöfnin tekur við rekstri Fríhöfnin ehf., nýstofnað dótturfélag Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., tekur við verslunarrekstri Flugstöðvarinnar núna um áramótin. Fríhafnarverslunin verður þar með aðskilin rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, bæði stjórnunar- og rekstrarlega. Fasteignarekstur flugstöðvarinnar, ásamt stoðsviðum, heyrir áfram undir Flustöðina. 30.12.2004 00:01 Ljósleiðaranet á Seltjarnarnesi Seltjarnarnesbær og Orkuveita Reykjavíkur undirrituðu í dag samning um uppbyggingu ljósleiðaranets á Seltjarnarnesi. Í samningnum er gert ráð fyrir að a.m.k. 85% húsa á Seltjarnarnesi verði tengd ljósleiðarakerfi Orkuveitunnar í lok næsta árs og öll hús í bæjarfélaginu verði tengd um mitt ár 2006. 30.12.2004 00:01 Þjóðarsorg í Skandinavíu Gríðarleg óánægja er með framgöngu sænskra og norskra stjórnvalda eftir hamfarirnar í löndunum við Indlandshaf um jólin. Búið er að lýsa yfir þjóðarsorg í Noregi og Svíþjóð á nýársdag. Sænsk fyrirtæki senda stuðning í stórum stíl á hamfarasvæðið. </font /></b /> 30.12.2004 00:01 Kínverjarnir verða 300 Forysta verkalýðshreyfingarinnar telur að Impregilo stefni að því að ráða 300 Kínverja hingað til lands á næstu vikum, ekki bara 150 eins og sótt hefur verið um leyfi fyrir. 30.12.2004 00:01 Gefa lyf fyrir tugi milljóna Actavis hefur ákveðið að gefa lyf til hamfarasvæða í Asíu í kjölfar jarðskjálfta og flóða í álfunni. Um er að ræða talsvert stóra sendingu af sýkla- og verkjalyfjum sem eru framleidd í verksmiðjum Actavis í Tyrklandi, Búlgaríu og á Möltu. Verðmæti lyfjanna er á þriðja tug milljóna króna. 30.12.2004 00:01 50 milljónir hafa safnast Íslenskur almenningur og fyrirtæki hafa brugðist framar vonum við neyðarkalli vegna hamfaranna og gefið tugmilljónir króna. Vinstri Grænir segja allt of lítið að ríkisstjórnin gefi aðeins fimm milljónir og skora á stjórnvöld að reiða fram minnst þrjú hundruð milljónir króna. 30.12.2004 00:01 Íslendingar í hættu Íslendingar sem sáu flóðbylgjuna koma æðandi yfir ströndina í Púket í Tælandi lýsa lífsreynslu sinni sem hrikalegri og telja sig heppna að vera á lífi. Edda Sigurbjarnardóttir segist hafa setið við morgunverðarborðið á hóteli sínu þegar ósköpin hafi dunið yfir. Hún segir fólk hafa komið hlaupandi frá ströndinni, en að öðru leyti hafi hún ekki séð mikið. 30.12.2004 00:01 Bankaráð klofið Bankaráð Íslandsbanka er klofið eftir að bankastjóri bankans rak aðstoðarbankastjórann í gær. Minnihluti ráðsins er ósáttur og segir það bankaráðs að taka slíkar ákvarðanir og að kalla eigi það til fundar áður en slíkir menn séu reknir, ekki eftirá. Formaður bankaráðs heldur því fram að einhugur sé í bankaráði á bak við bankastjórann. 30.12.2004 00:01 Bandaríkin næst? Óttast er að næsti risajarðskjálfti sem framkallar flóðbylgjur verði við vesturströnd Bandaríkjanna, þar sem jarðfræðilegar aðstæður eru svipaðar og við Súmötru, og mikil spenna hefur hlaðist upp í jarðskorpunni. Jarðfræðingar telja nánast engar líkur á að risaflóðbylgjur nái nokkurntíman Íslandsströndum. 30.12.2004 00:01 Samfélagsbreyting vegna skólans Stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði þýðir samfélagsbreytingu á Snæfellsnesi. Fjórir árgangar ungs fólks, sem áður leituðu út fyrir héraðið, stunda nú nám í sinni heimabyggð. 30.12.2004 00:01 Vilja 230 Kínverja Framkvæmdastjóri Vinnumálalstofnunar sagði á fundi með aðstoðarframkvæmdastjóra Alþýðusambandsins í dag að 54 Kínverjar fengju atvinnuleyfi á næstu dögum að ósk Impregilo. Félagsmálaráðherra segir að það gerist ekki fyrir áramót. Impregilo ætlar að sækja um atvinnuleyfi fyrir að minnsta kosti 230 Kínverja. 30.12.2004 00:01 Tveir fundust og tveir bættust við Íslenskt par sem ekki hafði frést af frá því að jarðskjálftinn varð í suðausturhluta Asíu hefur látið vita af sér. Parið var í Pattaya í Taílandi, fjarri hamfarasvæðinu. 30.12.2004 00:01 Íslendingarnir frá Phuket á nýári Átta manna hópur Íslendinga sem var á Patong-strönd á Phuket þegar flóðbylgjan reið yfir fer til Bangkok á nýársdag. 30.12.2004 00:01 Styrktarfé til Asíu Styrktarforeldrar SOS- barnaþorpanna við Indlandshaf hafa verið órólegir vegna hamfaranna. 30.12.2004 00:01 Á fjórða þúsund án heimilislæknis Á milli þrjú til fjögur þúsund manns eru án heimilislæknis í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnarnesi. 30.12.2004 00:01 Aukning skrifstofuhúsnæðis Heilu hverfin eru að byggjast upp í borginni af splunkunýju atvinnuhúsnæði. Samkvæmt tölum frá byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar kom kippur í nýbyggingar á verslunar- og skrifstofuhúsnæði árið 1999. 30.12.2004 00:01 Héraðsmenn fjölmennastir Fljótsdalshérað er nú fjölmennasta sveitarfélagið á Austurlandi með 3.364 íbúa. Á síðasta ári sameinuðust sveitarfélögin Fellahreppur, Norður-Hérað og Austur-Hérað í Fljótsdalshérað. 30.12.2004 00:01 Skuldir Dalvíkur aukast Samkvæmt fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar stefnir í 105 milljóna króna hallarekstur á næsta ári. 30.12.2004 00:01 Minnsti fiskafli síðan árið 1998 Afli íslenskra skipa á árinu 2004 er áætlaður 1.725 þúsund lestir samkvæmt Fiskistofu. Það er minnsti afli síðan árið 1998 þegar aflinn var 1.678 þúsund lestir. 30.12.2004 00:01 Íslensk stjórnvöld bjóða aðstoð Íslensk stjórnvöld hafa boðið sænskum og norskum stjórnvöldum aðstoð við að flytja slasaða frá hamfarasvæðinu í Asíu. Nú hafa hátt í 130 þúsund manns fundist látin á svæðinu. 30.12.2004 00:01 Fimmtíu milljónir hafa safnast Um fimmtíu milljónir króna höfðu í gærkvöldi safnast í söfnun Rauða Kross Íslands fyrir fórnarlömb náttúruhamfaranna í Asíu. 30.12.2004 00:01 Vilja göng sem fyrst Sveitarstjórn Austurbyggðar hefur óskað eftir því við samgönguráðherra að opnun Fáskrúðsfjarðarganga verði flýtt um nokkra mánuði þar sem verkið er á undan áætlun. Að sögn Steinþórs Péturssonar, sveitarstjóra Austurbyggðar, er ólíklegt að ráðherra verði við óskinni þar sem Vegagerðin telur að það muni auka kostnað við göngin. 30.12.2004 00:01 Leiðindaveðri spáð í kvöld Útlit er fyrir leiðindaveður sunnan- og vestanlands seinni partinn í dag. Þar er búist við stormi með snjókomu og éljagangi. Á Norðaustur- og Austurlandi gæti hins vegar orðið sæmilegt veður með hægari vindi og einhverjum éljum. Hitastigið verður líklega um frostmark og fer kólnandi með kvöldinu. 30.12.2004 00:01 Olía lak í höfnina á Patreksfirði Mengunarvarnargirðing var sett upp umhverfis smábátahöfnina á Patreksfirði í fyrrakvöld eftir að í ljós kom að olía hafði lekið í höfnina. Óttast er að nokkuð hundruð lítrar af olíu hafi lent í höfninni að sögn lögreglu. 30.12.2004 00:01 Knútur hættur hjá Fróða Knútur Signarsson sem tók við starfi framkvæmdastjóra Fróða í haust er hættur störfum. Hann hverfur aftur til starfa hjá Odda, sem er stærsti hluthafinn í Fróða. 30.12.2004 00:01 Flaggað í hálfa stöng í dag Ákveðið hefur verið að flaggað verði í hálfa stöng við opinberar stofnanir í dag, nýársdag, til þess að votta hinum látnu í náttúruhamförunum við Indlandshaf virðingu. 30.12.2004 00:01 Búist við snjóþyngslum Færð á Norðausturlandi og á Austfjörðum er nokkuð góð eftir að óveðrinu slotaði og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð Íslands eru allar helstu leiðir austan Akureyrar og á Austfjörðum færar. Holtavörðuheiðin var lokuð á mánudag sökum snóþyngsla en var opnuð aftur í gærmorgun. 29.12.2004 00:01 Hlýtur að vera handvömm Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, segist engar skýringar geta gefið á því hvers vegna fréttatilkynning ráðuneytisins um meintan sinnepsgassfrund íslenskra sérfræðinga í Írak í byrjun ársins var fjarlægð af heimasíðu ráðuneytisins: "Enginn í ráðuneytinu kannast við að hafa látið gera þetta. Þetta hlýtur að vera einhver handvömm." 29.12.2004 00:01 Vonskuveður á gamlársdag "Það lítur út fyrir að síðdegis á gamlársdag verði vonskuveður. Það gæti þó alveg rofað til um eða uppúr miðnætti, þó kannski síst sunnan til," segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur. Með kvöldinu snöggkólnar og um miðnætti býst Sigurður við frosti á bilinu eitt til fimm stig. 29.12.2004 00:01 Andæfa orðum starfsbróður Foreldrar eru hvattir til að fylgja tilmælum landlæknis hvað varðar bólusetningar barna, segir stjórn Sálfræðingafélags Íslands. Stjórnin tekur þar með undir gagnrýni landlæknisembættisins á sálfræðing sem í útvarpsþætti varaði foreldra við að nýta sér tilboð um bólusetningar barna sinna. 29.12.2004 00:01 Álver rafmagnslaust í klukkutíma Rafmagnslaust varð í um það bil klukkustund í álverinu og í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga í nótt þegar rafmagnstruflanir urðu víða á Suður- og Vesturlandi eftir að hvassviðri brast á í nótt, með ofankomu. Framleiðsla stöðvaðist en ekki varð þó tjón á framleiðslubúnaði í verksmiðjunum. 29.12.2004 00:01 Fólk í vandræðum vegna óveðurs Björgunarsveitarmenn úr Hveragerði og Lögreglan í Árnessýslu stóðu í ströngu í alla nótt við að hjálpa fólki, sem lent hafði í vandræðum á Hellisheiði vegna óveðurs, sem brast á upp úr klukkan eitt í nótt. Engin lenti þó í alvarlegum hrakningum og engin slasaðist. 29.12.2004 00:01 Röktu slóð þjófs Lögreglumenn á Akureyri röktu spor innbrotsþjófs hátt í tveggja kílómetra leið frá innbrotsstað og að heimili hans, þar sem hann var handtekinn í nótt. Hann hafði brotist inn í Blómaval, en lagt á flótta þegar þjófavarnakerfi fór í gang. Hann uggði ekki að sér og þar sem nýfallinn snjór var á jörðu reyndist auðvelt að rekja spor hans. 29.12.2004 00:01 Ekkert fikt með flugeldana "Ef fólk fer rétt með skoteldana og fylgir leiðbeiningum þá er hættan af þeim hverfandi," segir Valgeir Elíasson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann segir alvarlegustu slysin verða þegar strákar séu að fikta í flugeldunum, safna saman púðrinu úr þeim og búa til stærri sprengjur. 29.12.2004 00:01 Skýrist með Kínverjana um helgina Starfsmenn Vinnumálastofnunar eru að skoða umsókn Impregilo um að fá 150 Kínverja til starfa að Kárahnjúkum. 29.12.2004 00:01 Dagsektirnar misháar Margir verksamningar eru í gangi vegna framkvæmdanna fyrir austan og verkáfangarnir misjafnlega mikilvægir. Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar, segir að dagsektirnar séu misháar. 29.12.2004 00:01 Milljarða kröfur í þrotabú Kröfur í þrotabúið Vélar og þjónusta hf. nema 1.200 til 1.300 milljónum króna. 29.12.2004 00:01 Laun bæjarstjórnarmanna lækkuð Bæjarráð Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að lækka laun bæjarstjórnarmanna, bæjarráðsmanna og nefndarmanna, sem starfa fyrir bæinn um fimm prósent. Þetta er gert með hliðsjón af niðurskurðartillögum, í fjárhagsáætlun bæjarins og stofnana hans fyrir næsta ár. 29.12.2004 00:01 Hópur foreldra mótmælir Dagvistargjöld einstæðrar móður í Reykjanesbæ með þrjú börn hækka um 18 þúsund krónur á mánuði með hækkun leikskólagjalda, frístundaskólagjalds og breytingum á niðurgreiðslum vegna vistunar hjá dagmæðrum. 29.12.2004 00:01 Hefur leitt til hækkunar orkuverðs Orkuverð til almennings hefur nær undantekningalaust hækkað í nágrannalöndum okkar, en lækkað til stórkaupenda með því að aðskilja raforkuframleiðslu og dreifingu, eins og til stendur að gera hér á landi um áramótin. 29.12.2004 00:01 Varað við fljúgandi hálku Vegagerðin varar við fljúgandi hálku víðast hvar á landinu og við það bætist að víða er búist við talsverðu hvassviðri, að sögn Þorsteins Jónssonar veðurfræðings. Hann segir fólk alls ekki eiga að leggja í ferðalög nema á mjög vel búnum bílum. Hann segir að vindur geti farið yfir 30 metra á sekúndu, auk þess sem mjög hált sé víða. 29.12.2004 00:01 Álver rafmagnslaust í klukkutíma Rafmagnslaust varð í um það bil klukkustund í álverinu og járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga í nótt þegar rafmagnstruflanir urðu víða á Suður- og Vesturlandi eftir að hvassviðri brast á í nótt, með ofankomu. 29.12.2004 00:01 Ekki vitað um 10 Íslendinga Enn hefur ekki náðst í tíu íslendinga sem staddir eru á Balí og á Taílandi en utanríkisráðuneytið telur þær upplýsingar sem það hefur um þetta fólk gefa minni ástæðu til að óttast um örlög þess. Hjá ráðuneytinu vilja menn hins vegar fá fullvissu um staðsetningu fólksins. 29.12.2004 00:01 Fórnarlambanna verði minnst Biskup Íslands hefur ritað öllum prestum í landinu bréf þar sem hann hvetur til þess að fórnarlamba hamfaranna við Indlandshaf verði minnst í guðsþjónustum um áramótin, og að beðið verði fyrir þeim sem eiga um sárt að binda. Jafnframt hvetji þeir fólk til að gefa til hjálparstarfsins. 29.12.2004 00:01 Pokasjóður gefur 5 milljónir Stjórnendur pokasjóðs, sem almennir neytendur mynda með kaupum á plastpokum undir vörur í verslunum, hefur ákveðið að gefa fimm milljónir til hjálparstarfssins við Indlandshaf, hjálparstofnun Kirkjunnar hefur þegar sent hálfa aðra milljón til uppbyggingu fiskiþorpa. 29.12.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fríhöfnin tekur við rekstri Fríhöfnin ehf., nýstofnað dótturfélag Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., tekur við verslunarrekstri Flugstöðvarinnar núna um áramótin. Fríhafnarverslunin verður þar með aðskilin rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, bæði stjórnunar- og rekstrarlega. Fasteignarekstur flugstöðvarinnar, ásamt stoðsviðum, heyrir áfram undir Flustöðina. 30.12.2004 00:01
Ljósleiðaranet á Seltjarnarnesi Seltjarnarnesbær og Orkuveita Reykjavíkur undirrituðu í dag samning um uppbyggingu ljósleiðaranets á Seltjarnarnesi. Í samningnum er gert ráð fyrir að a.m.k. 85% húsa á Seltjarnarnesi verði tengd ljósleiðarakerfi Orkuveitunnar í lok næsta árs og öll hús í bæjarfélaginu verði tengd um mitt ár 2006. 30.12.2004 00:01
Þjóðarsorg í Skandinavíu Gríðarleg óánægja er með framgöngu sænskra og norskra stjórnvalda eftir hamfarirnar í löndunum við Indlandshaf um jólin. Búið er að lýsa yfir þjóðarsorg í Noregi og Svíþjóð á nýársdag. Sænsk fyrirtæki senda stuðning í stórum stíl á hamfarasvæðið. </font /></b /> 30.12.2004 00:01
Kínverjarnir verða 300 Forysta verkalýðshreyfingarinnar telur að Impregilo stefni að því að ráða 300 Kínverja hingað til lands á næstu vikum, ekki bara 150 eins og sótt hefur verið um leyfi fyrir. 30.12.2004 00:01
Gefa lyf fyrir tugi milljóna Actavis hefur ákveðið að gefa lyf til hamfarasvæða í Asíu í kjölfar jarðskjálfta og flóða í álfunni. Um er að ræða talsvert stóra sendingu af sýkla- og verkjalyfjum sem eru framleidd í verksmiðjum Actavis í Tyrklandi, Búlgaríu og á Möltu. Verðmæti lyfjanna er á þriðja tug milljóna króna. 30.12.2004 00:01
50 milljónir hafa safnast Íslenskur almenningur og fyrirtæki hafa brugðist framar vonum við neyðarkalli vegna hamfaranna og gefið tugmilljónir króna. Vinstri Grænir segja allt of lítið að ríkisstjórnin gefi aðeins fimm milljónir og skora á stjórnvöld að reiða fram minnst þrjú hundruð milljónir króna. 30.12.2004 00:01
Íslendingar í hættu Íslendingar sem sáu flóðbylgjuna koma æðandi yfir ströndina í Púket í Tælandi lýsa lífsreynslu sinni sem hrikalegri og telja sig heppna að vera á lífi. Edda Sigurbjarnardóttir segist hafa setið við morgunverðarborðið á hóteli sínu þegar ósköpin hafi dunið yfir. Hún segir fólk hafa komið hlaupandi frá ströndinni, en að öðru leyti hafi hún ekki séð mikið. 30.12.2004 00:01
Bankaráð klofið Bankaráð Íslandsbanka er klofið eftir að bankastjóri bankans rak aðstoðarbankastjórann í gær. Minnihluti ráðsins er ósáttur og segir það bankaráðs að taka slíkar ákvarðanir og að kalla eigi það til fundar áður en slíkir menn séu reknir, ekki eftirá. Formaður bankaráðs heldur því fram að einhugur sé í bankaráði á bak við bankastjórann. 30.12.2004 00:01
Bandaríkin næst? Óttast er að næsti risajarðskjálfti sem framkallar flóðbylgjur verði við vesturströnd Bandaríkjanna, þar sem jarðfræðilegar aðstæður eru svipaðar og við Súmötru, og mikil spenna hefur hlaðist upp í jarðskorpunni. Jarðfræðingar telja nánast engar líkur á að risaflóðbylgjur nái nokkurntíman Íslandsströndum. 30.12.2004 00:01
Samfélagsbreyting vegna skólans Stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði þýðir samfélagsbreytingu á Snæfellsnesi. Fjórir árgangar ungs fólks, sem áður leituðu út fyrir héraðið, stunda nú nám í sinni heimabyggð. 30.12.2004 00:01
Vilja 230 Kínverja Framkvæmdastjóri Vinnumálalstofnunar sagði á fundi með aðstoðarframkvæmdastjóra Alþýðusambandsins í dag að 54 Kínverjar fengju atvinnuleyfi á næstu dögum að ósk Impregilo. Félagsmálaráðherra segir að það gerist ekki fyrir áramót. Impregilo ætlar að sækja um atvinnuleyfi fyrir að minnsta kosti 230 Kínverja. 30.12.2004 00:01
Tveir fundust og tveir bættust við Íslenskt par sem ekki hafði frést af frá því að jarðskjálftinn varð í suðausturhluta Asíu hefur látið vita af sér. Parið var í Pattaya í Taílandi, fjarri hamfarasvæðinu. 30.12.2004 00:01
Íslendingarnir frá Phuket á nýári Átta manna hópur Íslendinga sem var á Patong-strönd á Phuket þegar flóðbylgjan reið yfir fer til Bangkok á nýársdag. 30.12.2004 00:01
Styrktarfé til Asíu Styrktarforeldrar SOS- barnaþorpanna við Indlandshaf hafa verið órólegir vegna hamfaranna. 30.12.2004 00:01
Á fjórða þúsund án heimilislæknis Á milli þrjú til fjögur þúsund manns eru án heimilislæknis í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnarnesi. 30.12.2004 00:01
Aukning skrifstofuhúsnæðis Heilu hverfin eru að byggjast upp í borginni af splunkunýju atvinnuhúsnæði. Samkvæmt tölum frá byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar kom kippur í nýbyggingar á verslunar- og skrifstofuhúsnæði árið 1999. 30.12.2004 00:01
Héraðsmenn fjölmennastir Fljótsdalshérað er nú fjölmennasta sveitarfélagið á Austurlandi með 3.364 íbúa. Á síðasta ári sameinuðust sveitarfélögin Fellahreppur, Norður-Hérað og Austur-Hérað í Fljótsdalshérað. 30.12.2004 00:01
Skuldir Dalvíkur aukast Samkvæmt fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar stefnir í 105 milljóna króna hallarekstur á næsta ári. 30.12.2004 00:01
Minnsti fiskafli síðan árið 1998 Afli íslenskra skipa á árinu 2004 er áætlaður 1.725 þúsund lestir samkvæmt Fiskistofu. Það er minnsti afli síðan árið 1998 þegar aflinn var 1.678 þúsund lestir. 30.12.2004 00:01
Íslensk stjórnvöld bjóða aðstoð Íslensk stjórnvöld hafa boðið sænskum og norskum stjórnvöldum aðstoð við að flytja slasaða frá hamfarasvæðinu í Asíu. Nú hafa hátt í 130 þúsund manns fundist látin á svæðinu. 30.12.2004 00:01
Fimmtíu milljónir hafa safnast Um fimmtíu milljónir króna höfðu í gærkvöldi safnast í söfnun Rauða Kross Íslands fyrir fórnarlömb náttúruhamfaranna í Asíu. 30.12.2004 00:01
Vilja göng sem fyrst Sveitarstjórn Austurbyggðar hefur óskað eftir því við samgönguráðherra að opnun Fáskrúðsfjarðarganga verði flýtt um nokkra mánuði þar sem verkið er á undan áætlun. Að sögn Steinþórs Péturssonar, sveitarstjóra Austurbyggðar, er ólíklegt að ráðherra verði við óskinni þar sem Vegagerðin telur að það muni auka kostnað við göngin. 30.12.2004 00:01
Leiðindaveðri spáð í kvöld Útlit er fyrir leiðindaveður sunnan- og vestanlands seinni partinn í dag. Þar er búist við stormi með snjókomu og éljagangi. Á Norðaustur- og Austurlandi gæti hins vegar orðið sæmilegt veður með hægari vindi og einhverjum éljum. Hitastigið verður líklega um frostmark og fer kólnandi með kvöldinu. 30.12.2004 00:01
Olía lak í höfnina á Patreksfirði Mengunarvarnargirðing var sett upp umhverfis smábátahöfnina á Patreksfirði í fyrrakvöld eftir að í ljós kom að olía hafði lekið í höfnina. Óttast er að nokkuð hundruð lítrar af olíu hafi lent í höfninni að sögn lögreglu. 30.12.2004 00:01
Knútur hættur hjá Fróða Knútur Signarsson sem tók við starfi framkvæmdastjóra Fróða í haust er hættur störfum. Hann hverfur aftur til starfa hjá Odda, sem er stærsti hluthafinn í Fróða. 30.12.2004 00:01
Flaggað í hálfa stöng í dag Ákveðið hefur verið að flaggað verði í hálfa stöng við opinberar stofnanir í dag, nýársdag, til þess að votta hinum látnu í náttúruhamförunum við Indlandshaf virðingu. 30.12.2004 00:01
Búist við snjóþyngslum Færð á Norðausturlandi og á Austfjörðum er nokkuð góð eftir að óveðrinu slotaði og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð Íslands eru allar helstu leiðir austan Akureyrar og á Austfjörðum færar. Holtavörðuheiðin var lokuð á mánudag sökum snóþyngsla en var opnuð aftur í gærmorgun. 29.12.2004 00:01
Hlýtur að vera handvömm Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, segist engar skýringar geta gefið á því hvers vegna fréttatilkynning ráðuneytisins um meintan sinnepsgassfrund íslenskra sérfræðinga í Írak í byrjun ársins var fjarlægð af heimasíðu ráðuneytisins: "Enginn í ráðuneytinu kannast við að hafa látið gera þetta. Þetta hlýtur að vera einhver handvömm." 29.12.2004 00:01
Vonskuveður á gamlársdag "Það lítur út fyrir að síðdegis á gamlársdag verði vonskuveður. Það gæti þó alveg rofað til um eða uppúr miðnætti, þó kannski síst sunnan til," segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur. Með kvöldinu snöggkólnar og um miðnætti býst Sigurður við frosti á bilinu eitt til fimm stig. 29.12.2004 00:01
Andæfa orðum starfsbróður Foreldrar eru hvattir til að fylgja tilmælum landlæknis hvað varðar bólusetningar barna, segir stjórn Sálfræðingafélags Íslands. Stjórnin tekur þar með undir gagnrýni landlæknisembættisins á sálfræðing sem í útvarpsþætti varaði foreldra við að nýta sér tilboð um bólusetningar barna sinna. 29.12.2004 00:01
Álver rafmagnslaust í klukkutíma Rafmagnslaust varð í um það bil klukkustund í álverinu og í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga í nótt þegar rafmagnstruflanir urðu víða á Suður- og Vesturlandi eftir að hvassviðri brast á í nótt, með ofankomu. Framleiðsla stöðvaðist en ekki varð þó tjón á framleiðslubúnaði í verksmiðjunum. 29.12.2004 00:01
Fólk í vandræðum vegna óveðurs Björgunarsveitarmenn úr Hveragerði og Lögreglan í Árnessýslu stóðu í ströngu í alla nótt við að hjálpa fólki, sem lent hafði í vandræðum á Hellisheiði vegna óveðurs, sem brast á upp úr klukkan eitt í nótt. Engin lenti þó í alvarlegum hrakningum og engin slasaðist. 29.12.2004 00:01
Röktu slóð þjófs Lögreglumenn á Akureyri röktu spor innbrotsþjófs hátt í tveggja kílómetra leið frá innbrotsstað og að heimili hans, þar sem hann var handtekinn í nótt. Hann hafði brotist inn í Blómaval, en lagt á flótta þegar þjófavarnakerfi fór í gang. Hann uggði ekki að sér og þar sem nýfallinn snjór var á jörðu reyndist auðvelt að rekja spor hans. 29.12.2004 00:01
Ekkert fikt með flugeldana "Ef fólk fer rétt með skoteldana og fylgir leiðbeiningum þá er hættan af þeim hverfandi," segir Valgeir Elíasson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann segir alvarlegustu slysin verða þegar strákar séu að fikta í flugeldunum, safna saman púðrinu úr þeim og búa til stærri sprengjur. 29.12.2004 00:01
Skýrist með Kínverjana um helgina Starfsmenn Vinnumálastofnunar eru að skoða umsókn Impregilo um að fá 150 Kínverja til starfa að Kárahnjúkum. 29.12.2004 00:01
Dagsektirnar misháar Margir verksamningar eru í gangi vegna framkvæmdanna fyrir austan og verkáfangarnir misjafnlega mikilvægir. Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar, segir að dagsektirnar séu misháar. 29.12.2004 00:01
Milljarða kröfur í þrotabú Kröfur í þrotabúið Vélar og þjónusta hf. nema 1.200 til 1.300 milljónum króna. 29.12.2004 00:01
Laun bæjarstjórnarmanna lækkuð Bæjarráð Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að lækka laun bæjarstjórnarmanna, bæjarráðsmanna og nefndarmanna, sem starfa fyrir bæinn um fimm prósent. Þetta er gert með hliðsjón af niðurskurðartillögum, í fjárhagsáætlun bæjarins og stofnana hans fyrir næsta ár. 29.12.2004 00:01
Hópur foreldra mótmælir Dagvistargjöld einstæðrar móður í Reykjanesbæ með þrjú börn hækka um 18 þúsund krónur á mánuði með hækkun leikskólagjalda, frístundaskólagjalds og breytingum á niðurgreiðslum vegna vistunar hjá dagmæðrum. 29.12.2004 00:01
Hefur leitt til hækkunar orkuverðs Orkuverð til almennings hefur nær undantekningalaust hækkað í nágrannalöndum okkar, en lækkað til stórkaupenda með því að aðskilja raforkuframleiðslu og dreifingu, eins og til stendur að gera hér á landi um áramótin. 29.12.2004 00:01
Varað við fljúgandi hálku Vegagerðin varar við fljúgandi hálku víðast hvar á landinu og við það bætist að víða er búist við talsverðu hvassviðri, að sögn Þorsteins Jónssonar veðurfræðings. Hann segir fólk alls ekki eiga að leggja í ferðalög nema á mjög vel búnum bílum. Hann segir að vindur geti farið yfir 30 metra á sekúndu, auk þess sem mjög hált sé víða. 29.12.2004 00:01
Álver rafmagnslaust í klukkutíma Rafmagnslaust varð í um það bil klukkustund í álverinu og járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga í nótt þegar rafmagnstruflanir urðu víða á Suður- og Vesturlandi eftir að hvassviðri brast á í nótt, með ofankomu. 29.12.2004 00:01
Ekki vitað um 10 Íslendinga Enn hefur ekki náðst í tíu íslendinga sem staddir eru á Balí og á Taílandi en utanríkisráðuneytið telur þær upplýsingar sem það hefur um þetta fólk gefa minni ástæðu til að óttast um örlög þess. Hjá ráðuneytinu vilja menn hins vegar fá fullvissu um staðsetningu fólksins. 29.12.2004 00:01
Fórnarlambanna verði minnst Biskup Íslands hefur ritað öllum prestum í landinu bréf þar sem hann hvetur til þess að fórnarlamba hamfaranna við Indlandshaf verði minnst í guðsþjónustum um áramótin, og að beðið verði fyrir þeim sem eiga um sárt að binda. Jafnframt hvetji þeir fólk til að gefa til hjálparstarfsins. 29.12.2004 00:01
Pokasjóður gefur 5 milljónir Stjórnendur pokasjóðs, sem almennir neytendur mynda með kaupum á plastpokum undir vörur í verslunum, hefur ákveðið að gefa fimm milljónir til hjálparstarfssins við Indlandshaf, hjálparstofnun Kirkjunnar hefur þegar sent hálfa aðra milljón til uppbyggingu fiskiþorpa. 29.12.2004 00:01