Innlent

Héraðsmenn fjölmennastir

Fljótsdalshérað er nú fjölmennasta sveitarfélagið á Austurlandi með 3.364 íbúa. Á síðasta ári sameinuðust sveitarfélögin Fellahreppur, Norður-Hérað og Austur-Hérað í Fljótsdalshérað. Íbúum þess fjölgaði um 433 á milli ára, umfram sameininguna og munar þar mestu um virkjunarsvæðið við Kárahnjúka. Næstfjölmennasta sveitarfélagið á Austurlandi er Fjarðabyggð. Þar fjölgaði um 65 á milli ára og búa þar nú 3.175 manns. Hornafjörður er þriðja fjölmennasta sveitarfélagið á Austurlandi með 2.225 íbúa en þar fækkaði íbúum um 79 og var fækkunin hvergi meiri á Austurlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×