Innlent

Álver rafmagnslaust í klukkutíma

Rafmagnslaust varð í um það bil klukkustund í álverinu og í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga í nótt þegar rafmagnstruflanir urðu víða á Suður- og Vesturlandi eftir að hvassviðri brast á í nótt, með ofankomu. Framleiðsla stöðvaðist en ekki varð þó tjón á framleiðslubúnaði í verksmiðjunum. Rafmagnslaust varð um alla Árnessýslu í rúma hálfa klukkustund, og sömu sögu er að segja af Vesturlandi og Vestfjörðum. Þá varð augnabliks rafmagnstruflun í Reykjavík í nótt án þess að rafmagn færi alveg af, en truflunin ruglaði tölvur, sem verið var að nota. Líklegt er talið að ísing hafi hlaðist á raflínur því hiti var víða um frostmark og slyddu kyngdi niður, eða þá að eldingar hafi valdið truflunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×