Innlent

Tveir fundust og tveir bættust við

Íslenskt par sem ekki hafði frést af frá því að jarðskjálftinn varð í suðausturhluta Asíu hefur látið vita af sér. Parið var í Pattaya í Taílandi, fjarri hamfarasvæðinu. Utanríkisráðuneytið hefur verið beðið um að leita tveggja manna á miðjum aldri sem báðir hugðust vera í landinu um nokkurra mánaða skeið. Leitað er tíu Íslendinga. Fimm manna fjölskyldu sem talin er vera á Balí, pars með barn og mannanna tveggja sem taldir eru vera í Pattaya.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×