Innlent

Bandaríkin næst?

Óttast er að næsti risajarðskjálfti sem framkallar flóðbylgjur verði við vesturströnd Bandaríkjanna, þar sem jarðfræðilegar aðstæður eru svipaðar og við Súmötru, og mikil spenna hefur hlaðist upp í jarðskorpunni. Jarðfræðingar telja nánast engar líkur á að risaflóðbylgjur nái nokkurntíman Íslandsströndum. Augu vísindamanna hafa beinst að öðrum stöðum þar sem risa flóðbylgjuskálftar geta orðið. Við Kyrrahafið eru margir jarðfræðilega svipaðir staðir og við Súmötru, segir Páll Einarsson, prófessor. Hann segir menn horfa til vesturstrandar Bandaríkjanna, þar sem séu svipaðar aðstæður og við Súmötru. Það er engin von til þess að hægt sé að segja hversu langt er í skjálfta við Ameríustrendur. Páll segir að vitað sé að spennan sé að hlaðast upp, en ekki sé vitað hve há hún sé orðin, né hve há hún þurfi að verða til þess að skjálfti verði. Eina leiðin til að jarðskálfti gæti valdið flóðbylgjum á Íslandi er mjög sterkur jarðskjálfti á plötumótum við strendur Spánar og Portúgals. Páll segir samt mikið þurfa til að slíkt myndi valda tjóni hér á landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×