Innlent

Íslendingar í hættu

Íslendingar sem sáu flóðbylgjuna koma æðandi yfir ströndina í Púket í Tælandi lýsa lífsreynslu sinni sem hrikalegri og telja sig heppna að vera á lífi. Edda Sigurbjarnardóttir segist hafa setið við morgunverðarborðið á hóteli sínu þegar ósköpin hafi dunið yfir. Hún segir fólk hafa komið hlaupandi frá ströndinni, en að öðru leyti hafi hún ekki séð mikið. Hamfarirnar hafi fyrst komið í ljós daginn eftir. Edda segist aldrei hafa getað ímyndað sér að svona nokkuð gæti gerst og hún segist telja sig afar heppna að vera á lífi. Friðrik Árnason segist hafa komið þarna 6 sinnum og nú séu veitingastaðir og verslanir sem hann hafi þekkt hreinlega farin. Hann segist hafa verið uppi í kaffi þegar hann hafi séð flóðið koma og fólk hlaupa. Þrátt fyrir það sem á undan er gengið ætla ekki allir Íslendingar á svæðinu að halda heim þegar í stað, en sumir koma þó heim þegar í upphafi nýs árs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×