Innlent

Íslendingarnir frá Phuket á nýári

Átta manna hópur Íslendinga sem var á Patong-strönd á Phuket þegar flóðbylgjan reið yfir fer til Bangkok á nýársdag. Margrét Kristinsdóttir segir hópinn hafa ákveðið að ferðast frá Bangkok til Chaing Mai, í norðurhluta Taílands, þar sem þau ætli að vera í viku. Gott verði að komast frá Patong. Hópurinn sat að snæðingi á hóteli þegar flóðbylgjan skall á ströndinni um kílómetra frá. Hópurinn var seinn fyrir þennan dag sem talið er hafa orðið honum til happs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×