Innlent

Fimmtíu milljónir hafa safnast

Um fimmtíu milljónir króna höfðu í gærkvöldi safnast í söfnun Rauða Kross Íslands fyrir fórnarlömb náttúruhamfaranna í Asíu. "Íslendingar hafa tekið með eindæmum vel við sér," segir Konráð Kristjánsson, verkefnisstjóri hjá Rauða kross Íslands. "Ég þori að fullyrða að í skyndisöfnun sem þessari hafa aldrei safnast jafn miklir fjármunir á jafn skömmum tíma enda um að ræða stærstu hjálparbeiðni sem Rauði krossinn hefur sent út um áratuga skeið." Alls hafa um tuttugu þúsund manns hringt í söfnunarsímann 907-2020 og gefið þannig þúsund krónur. Fjölmörg fyrirtæki hafa síðan lagt sitt af mörkum til söfnunarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×