Ekki vitað um 10 Íslendinga 29. desember 2004 00:01 Enn hefur ekki náðst í tíu íslendinga sem staddir eru á Balí og á Taílandi en utanríkisráðuneytið telur þær upplýsingar sem það hefur um þetta fólk gefa minni ástæðu til að óttast um örlög þess. Hjá ráðuneytinu vilja menn hins vegar fá fullvissu um staðsetningu fólksins. Friðrik Pálsson sem er ásamt sjö íslendingum í Patang sagði í samtali við fréttastofu að hópurinn væri í góðu lagi og hefði í hyggju að halda norður í land. Þetta eru sex starfsmenn prentsmiðjunnar Odda en fyrirhugaðri för þeirra niður á strönd annan jóladag seinkaði þannig að þau sluppu við flóðbylgjuna. Kona Friðriks er taílensk og segir hann því auðvelt fyrir hópinn að ferðast um og komast leiðar sinnar. Þau hafa í hyggju að klára ferðalag sitt og hyggja að heimkomu um miðjan næsta mánuð. Enn eru tíu íslendingar sem utanríkisráðuneytið hefur ekki náð tali af. Pétur Ásgeirsson hjá utanríkisráðuneytinu segir síðustu upplýsingar um fólkið benda til þess að þau ættu að hafa sloppið vel en nauðsynlegt sé að fá það staðfest. Hann segir annars vegar um að ræða fimm manna fjölskyldu sem staðsett sé á Balí og hins vegar fimm manns sem séu nálægt Bangkok í Taílandi. Hann segir ekki beinlínis hættuástand á þessum stöðum og því sé ekki ástæða til þess að óttast um fólkið, svo fremi að það hafi verið á þessum stöðum þegar hörmungarnar gengu yfir. Pétur segir símasamband mjög slæmt og farsímasamband nánast alveg óvirkt á svæðinu, auk þess sem fólk sem ekki hafi beinlínis verið á hættusvæðinu sjálfu átti sig ef til vill hreinlega ekki á alvarleika atburðanna að fullu. Fréttir Innlent Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Enn hefur ekki náðst í tíu íslendinga sem staddir eru á Balí og á Taílandi en utanríkisráðuneytið telur þær upplýsingar sem það hefur um þetta fólk gefa minni ástæðu til að óttast um örlög þess. Hjá ráðuneytinu vilja menn hins vegar fá fullvissu um staðsetningu fólksins. Friðrik Pálsson sem er ásamt sjö íslendingum í Patang sagði í samtali við fréttastofu að hópurinn væri í góðu lagi og hefði í hyggju að halda norður í land. Þetta eru sex starfsmenn prentsmiðjunnar Odda en fyrirhugaðri för þeirra niður á strönd annan jóladag seinkaði þannig að þau sluppu við flóðbylgjuna. Kona Friðriks er taílensk og segir hann því auðvelt fyrir hópinn að ferðast um og komast leiðar sinnar. Þau hafa í hyggju að klára ferðalag sitt og hyggja að heimkomu um miðjan næsta mánuð. Enn eru tíu íslendingar sem utanríkisráðuneytið hefur ekki náð tali af. Pétur Ásgeirsson hjá utanríkisráðuneytinu segir síðustu upplýsingar um fólkið benda til þess að þau ættu að hafa sloppið vel en nauðsynlegt sé að fá það staðfest. Hann segir annars vegar um að ræða fimm manna fjölskyldu sem staðsett sé á Balí og hins vegar fimm manns sem séu nálægt Bangkok í Taílandi. Hann segir ekki beinlínis hættuástand á þessum stöðum og því sé ekki ástæða til þess að óttast um fólkið, svo fremi að það hafi verið á þessum stöðum þegar hörmungarnar gengu yfir. Pétur segir símasamband mjög slæmt og farsímasamband nánast alveg óvirkt á svæðinu, auk þess sem fólk sem ekki hafi beinlínis verið á hættusvæðinu sjálfu átti sig ef til vill hreinlega ekki á alvarleika atburðanna að fullu.
Fréttir Innlent Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira