Innlent

Fríhöfnin tekur við rekstri

Fríhöfnin ehf., nýstofnað dótturfélag Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., tekur við verslunarrekstri Flugstöðvarinnar núna um áramótin. Fríhafnarverslunin verður þar með aðskilin rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, bæði stjórnunar- og rekstrarlega. Fasteignarekstur flugstöðvarinnar, ásamt stoðsviðum, heyrir áfram undir Flustöðina. Fyrirkomulagið hefur verið kynnt samkeppnisyfirvöldum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×