Fleiri fréttir Flughálka í Árnessýslu Björgunarsveit frá Laugarvatni hefur verið kölluð út til að aðstoða fólk í bílum í uppsveitum Árnessýslu sem kemst hvorki lönd né strönd vegna flúgandi hálku og ísingar á öllum vegum. Margir bílar hafa runnið út í kanta og hálfvegis útaf, en hvergi hafa orðið slys né umtalsvert eignatjón. 29.12.2004 00:01 Biðlaunum mótmælt Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs telja biðlaunarétt í samningi bæjarins við Hansínu Björgvinsdóttur bæjarstjóra í engu samræmi við starfstíma og aðrar venjur í þessum efnum. Hansína á að fá einn mánuð í biðlaun þegar hún lætur af starfinu eftir aðeins sex mánuði og Gunnar Birgisson tekur við. 29.12.2004 00:01 Sjórinn fullur af börnum Hundruð norrænna foreldra leita að börnum í spýtnabraki og líkhrúgum. Skurðaðgerðir fara fram með skítugum hnífum. Svíar segja ástandið á hamfarasvæðunum líkast helvíti á jörð. Þeir krefjast þess að utanríkisráðherrann segi af sér. </font /></b /> 29.12.2004 00:01 Minna um kolmunna Tæplega 420 þúsund tonn veiddust á kolmunna á þessu ári, sem er umþaðbil 80 þúsund tonna minni afli en í fyrra, en veiðunum er lokið í ár. Aflaverðmætið er hlutfallslega enn minna, eða um tveir og hálfur milljarður á móti 3,4 milljörðum í fyrra, þar sem afurðaverðið hefur farið lækkandi. 29.12.2004 00:01 Erlendum ferðamönnum fjölgar Rúmlega sex hundruð erlendir ferðamenn dvöldu hér um jólin á sex hótelum og nokkrum gisitheimilum, sem er sjötíu prósenta aukning frá síðustu jólum. Þá er búist við að minnsta kosti 2,600 ferðamönnum um áramótin, sem er 40 prósenta fjölgun fá síðustu áramótum. Til viðbótar dvelja margir erlendir ferðamenn hér á milli jóla og nýárs. 29.12.2004 00:01 Atkvæðagreiðslu lýkur á gamlársdag Atkvæðagreiðsla um kjarasamning sjómanna er í gangi og lýkur henni á gamlársdag. 29.12.2004 00:01 Impregilo auglýsir Impregilo auglýsti eftir starfsmönnum í stað Kínverjanna 150 eftir að ASÍ benti á að þeim bæri að auglýsa. Impregilo hefur óskað eftir undanþágu fyrir 54 Kínverja. </font /></b /> 29.12.2004 00:01 Jón Þórisson rekinn Bjarni Ármannsson forstjóri Íslandsbanka rak í morgun staðgengil sinn og aðstoðarforstjórann, Jón Þórisson. Ástæðan er sögð óbrúanlegur ágreininugr á milli þeirra, en sem kunnugt er lýsti Jón því fyrir nokkru að hann útilokaði ekki möguleikann á sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans. 29.12.2004 00:01 Langþráð enduruppbygging Langþráð endurbygging Suðurstrandarvegar milli Grindavíkur og Þorlákshafnar er að hefjast. Vegagerðin hefur boðið út fyrsta kaflann en óvíst er um framhald verksins þar sem hluti fjárveitingar verður fluttur í mislæg gatnamót í Svínahrauni. 29.12.2004 00:01 Hækka um tugþúsundir Höfuðborgarbúar þurfa að greiða tugþúsunda hærri fasteignagjöld eftir áramót. Fasteignamat hækkar allstaðar á landinu um áramótin. Ef við lítum bara á höfuborgarsvæðið þar sem flestir búa hækkar matið á íbúð í fjölbýli um 13% og á sérbýli um 20%. Út frá fasteignamatinu eru reiknuð fasteignagjöldin sem eigendurnir greiða. 29.12.2004 00:01 Kínverjar í stað Portúgala? Af tvö hundruð og fimmtíu portúgölskum starfsmönnum Impregilo sem fóru til síns heima fyrir hátíðarnar koma aðeins hundrað til baka. Starfsmenn við Kárahnjúka segja ljóst að yfirmenn fyrirtækisins vilji frekar fá Kínverja til starfa. 29.12.2004 00:01 Takmarkið að nást Einungis herslumuninn vantar að nægir fjármunir til þess að borga fyrir auglýsingu Þjóðarhreyfingarinnar í bandaríska dagblaðinu New York Times hafi safnast að sögn Ólafs Hannibalssonar, eins forsvarsmanna hreyfingarinnar. 29.12.2004 00:01 Koma börnum til hjálpar Barnaheill - Save the Children hafa komið á fót neyðaraðstoð í þeim löndum sem verst urðu úti í flóðbylgjunni við Indlandshaf á öðrum degi jóla. 29.12.2004 00:01 Niðurlæging fyrir gamla fólkið "Það er mikil niðurlæging fyrir gamla fólkið að þurfa að fara með fötin sín í poka til ættingja sinna," segir Jón Fanndal Þórðarson, formaður Félags eldri borgara á Ísafirði. 29.12.2004 00:01 Símtalið kostar á annað hundrað Hvert símtal í þjónustunúmerið 118 kostar yfirleitt á bilinu sextíu til 120 krónur. Upphafsgjald fyrir hringingar í númerið eru fimmtíu krónur ef hringt er úr farsíma en er lítið eitt lægra ef hringt er úr heimilissíma. Auk þess kostar hver mínúta sem talað er rétt tæpar sextíu krónur ef hringt er úr farsíma en fimmtíu krónur ef hringt er úr heimasíma. 29.12.2004 00:01 Sjúkraflug vaxandi þáttur Þrjú hundruð sjúkraflug hafa verið farin frá Akureyri það sem af er þessu ári. Í fyrra voru þau 271 en 188 árið áður. 29.12.2004 00:01 Vinur minn missti konu og bróður Á Íslandi eru margar fjölskyldur sem eiga ættingja á hamfarasvæðunum í Suð-austur Asíu. Pramod Nair er Indverji sem hefur búið hér á landi ásamt konunni sinni í þrjú ár. 29.12.2004 00:01 Rafmagnslaust víðsvegar um landið Margir urðu varir við rafmagnsleysi sem varð víðs vegar um land í fyrrinótt. Orsökina má að hluta til rekja til truflana í veitukerfi Landsvirkjunar. </font /> 29.12.2004 00:01 Ekkert varanlegt tjón Rafmagn fór af stóriðjunum tveimur á Grundartanga í um klukkustund vegna óveðursins í fyrrinótt. 29.12.2004 00:01 Tuttugu milljónir hafa safnast Um tuttugu milljónir króna hafa þegar safnast hér á landi til styrktar þeim sem eiga um sárt að binda vegna flóðanna í Suðaustur-Asíu. Pokasjóður gefur fimm milljónir til hjálparstarfssins, Hjálparstofnun kirkjunnar hefur þegar sent hálfa aðra milljón til hamfarasvæðanna og milljónir hafa safnast í símasöfnun Rauða krossins. Þá ákvað ríkisstjórnin að gefa fimm milljónir. 29.12.2004 00:01 Síminn leggur sitt af mörkum Vegna hinna hræðilegu náttúrhamfara í Asíu um jólin sem kostað hafa tugþúsundir mannslífa hafa Síminn og starfsmenn fyrirtækisins ákveðið að leggja sitt af mörkum til að aðstoða þolendur í þessum fjarlæga heimshluta. Starfsfólk Símans er að hrinda af stað fjársöfnun innan fyrirtækisins. 29.12.2004 00:01 Látinn hætta vegna ágreinings Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka, var rekinn úr starfi í dag og látinn hætta strax vegna óleysanlegs ágreinings milli hans og Bjarna Ármanssonar forstjóra. 29.12.2004 00:01 Tók sjálf þátt í atkvæðagreiðslu Hansína Ásta Björgvinsdóttir, nýráðinn bæjarstjóri í Kópavogi, tók sjálf þátt í atkvæðagreiðslu um ráðningarsamning sinn í bæjarstjórn. Hún segir að vel megi vera að hún hafi átt að sitja hjá. 29.12.2004 00:01 Ekki vitað um afdrif 10 Íslendinga Nú eru liðnir tæplega þrír og hálfur sólarhringur frá jarðskjálftanum, og enn hefur ekkert heyrst frá tíu Íslendingum á svæðinu. Enn er leitað upplýsinga um fimm manna íslenska fjölskyldu sem var stödd á Balí þegar síðast var vitað, en þetta eru hjón með þrjú börn. Þá hefur ekkert spurst til fimm einstaklinga sem ætluðu að vera í Tælandi, það eru annarsvegar hjón með eitt barn, og hinsvegar par. 29.12.2004 00:01 Biskup hvetur til samhugs Biskup Íslands hvetur presta til að minnast fórnarlamba hamfaranna í Asíu í guðsþjónustum um áramótin. 29.12.2004 00:01 Hætta ekki með 100% lán KB-banki telur hækkanir á fasteignamarkaði óeðlilegar og óttast afleiðingarnar sem kunni að leiða til þess að fólk festist í skuldafjötrum. Bankinn telur þó ekki tímabært að hætta að bjóða hundrað prósenta íbúðalán, eins og Landsbankinn hefur ákveðið. 29.12.2004 00:01 Nöfn Íslendinganna ekki gefin upp Íslendingur á Pattaya í Taílandi undrast að stjórnvöld sem leita Íslendinga í landinu hafi ekki spurst fyrir um ferðir fólksins meðal þeirra rúmlega eitt hundrað Íslendinga sem þar séu. Ekki hefur verið haft upp á fimm Íslendingum í Taílandi eftir flóðbylguna í sunnanverðir Asíu auk fimm sem talið er að séu á Balí. 29.12.2004 00:01 Niðurgreiðsla afnumin Fólk með meira en tvö hundruð þúsund krónur í mánaðartekjur fær enga niðurgreiðslu vegna vistunnar barna hjá dagmæðrum í Reykjanesbæ frá og með fyrsta mars. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, segir málið enn í skoðun. 29.12.2004 00:01 Enn engar upplýsingar Engar nýjar upplýsingar hafa borist lögreglunni í Kópavogi um brottnám níu ára stúlku í Kópavogi í nóvember að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns í Kópavogi. 29.12.2004 00:01 Vara við evrópskri svikamyllu Samtök verslunar og þjónustu vara fyrirtæki við því að borga reikninga frá European City Guide (ECG) ef þau telja sig ekki hafa efnt til skuldarinnar. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ, segir fimm til sex íslensk fyrirtæki hafa haft samband við SVÞ á skömmum tíma vegna málsins. 29.12.2004 00:01 Bæjarstjóri Kópavogs fær biðlaun Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi gagnrýna að Hansína Ásta Björgvinsdóttir, nýr bæjarstjóri í Kópavogi, skuli fá greiddan einn mánuð í biðlaun. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs, segir ómaklega vegið að Hansínu. 29.12.2004 00:01 Skattrannsókn á fjármálum Baugs Skattayfirvöld þurfa að taka ákvörðun um endurálagningu skatta á Baug í síðasta lagi á morgun annars fyrnist hluti af málinu sem snýr að ríkisskattstjóra. 29.12.2004 00:01 Inflúensan færist í aukana Þrjú inflúensutilfellið af A stofni höfðu greinst með vissu á landinu í gær, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu. Því má búast við að inflúensan færist í aukana á næstu vikum. 28.12.2004 00:01 20 Íslendinga enn saknað Ekki er enn vitað um afdrif 20 Íslendinga, sem að líkindum eru á hamfarasvæðunum, en í fyrstu var ekki vitað um afdrif 55 Íslendinga. Að mati utanríkisráðuneytisins, sem grafist hefur fyrir um afdrif Íslendinga á svæðinu, eru flestir þeirra sem ekki hefur náðst til á tiltölulega hættulitlum svæðum. 28.12.2004 00:01 Bensínverðið lækkað um tvær krónur Stóru olíufélögin þrjú lækkuðu lítrann á bensíni um tvær krónur í gær og verð lækkaði einnig á sjálfsafgreiðslustöðvum dótturfélaga þeirra. Lítrinn kostar nú 105,60 krónur á stöðvum með fullri þjónustu og allt niður í 97,40 krónur hjá Orkunni. 28.12.2004 00:01 Þjófurinn skilaði veskinu Veski sem stolið var af konu í Bónusversluninni í Hafnarfirði fyrir jól og innihélt meðal annars mikilvæg læknisgögn um ungan son hennar er komið í leitirnar. 35 ára kona sem stal því kom á lögreglustöðina í Hafnarfirði í gærkvöldi og skilaði því ásamt kortum, skilríkjum, síma og öðrum verðmætum sem voru í veskinu. 28.12.2004 00:01 Vesturlandsvegi lokað vegna slyss Vesturlandsvegi ofan við Borgarnes var um tíma lokað í gærkvöldi vegna þess að þrír bílar lentu þar í árekstri í afleitu veðri og grafa fór út af veginum þar skammt frá. Engan sakaði alvarlega í árekstrinum sem varð með þeim hætti að ökumaður bíls nam staðar þegar hann sá ekki lengur neitt út. 28.12.2004 00:01 Jólatré Eyjamanna hent út í sjó Óprúttnir náungar hafa tekið sig til og rifið upp jólatréð sem Vestmannaeyjabær setti upp við Stafkirkjuna á Skansinum og hent því með ljósaseríunni á í sjóinn. Lögregla kannar nú málið en hefur ekki fundið spellvirkjana. 28.12.2004 00:01 Rólegt hjá lögreglu Mjög rólegt var yfir öllu skemmtanahaldi í gærkvöldi eftir óvenju mikinn eril hjá lögreglu víða um land í fyrrinótt vegna drykkjuláta fram eftir allri nóttu. Það virðist því vera að vinnuvikan hafi hjá mörgum hafist degi seinna en almanakið gerir ráð fyrir því ástandið í gærkvöldi og í nótt var líkara því sem gerist aðfararnætur mánudaga. 28.12.2004 00:01 Guðlaugur Bergmann látinn Guðlaugur Bergmann framkvæmdastjóri lést á heimili sínu aðfararnótt 27. desember, sextíu og sex ára að aldri. Guðlaugur stundaði verslunarstörf um áratugaskeið og var gjarnan kenndur við verslun sína Karnabæ. Undanfarin ár hefur hann rekið ferðaþjónustu að Hellnum á Snæfellsnesi og bókaútgáfu. 28.12.2004 00:01 Ráðherra athugar beiðni Fishers Chieko Nohno, dómsmálaráðherra Japans, hefur fallist á að taka til greina beiðni Bobbys Fischers um að verða vísað úr landi og sendur hingað til lands. Að öðrum kosti verður Fischer vísað til Bandaríkjanna þar sem hans bíður fangelsisvist. 28.12.2004 00:01 Óljóst um ferðir sextán Íslendinga Tveir Íslendingar höfðu samband við neyðarvakt utanríkisráðuneytisins í nótt og létu vita af ferðum sínum í Taílandi. Nú er aðeins óljóst um ferðir sextán Íslendinga sem að líkindum eru á hamfarasvæðunum. 28.12.2004 00:01 Lyfjaframleiðsla á Grenivík Lyfjaframleiðsla er að hefjast á Grenivík við Eyjafjörð og verða lyfin framleidd eftir uppskriftum íslenskra apóteka. Fimm eða sex störf skapast við framleiðsluna. 28.12.2004 00:01 Spáð vonskuveðri á gamlárskvöld Horfur eru á vonskuveðri víða um land á gamlárskvöld og jafnvel útlit fyrir að fresta verði áramótabrennum á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem nokkrir dagar eru enn til áramóta geta spár breyst en spárnar á þessari stundu eru sammála um það hvernig veðrið verður á Íslandi um áramótin. 28.12.2004 00:01 Ráðuneytið fór ekki að lögum Dómsmálaráðuneytið fór ekki að lögum þegar það synjaði fanga á Litla-Hrauni um dagsleyfi. Fanginn óskaði í júní síðstliðnum eftir dagsleyfi síðar í mánuðinum. Fangelsisyfirvöld synjuðu beiðni hans, meðal annars af þeirri ástæðu að fanginn ætti óafgreitt mál í kerfinu. 28.12.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Flughálka í Árnessýslu Björgunarsveit frá Laugarvatni hefur verið kölluð út til að aðstoða fólk í bílum í uppsveitum Árnessýslu sem kemst hvorki lönd né strönd vegna flúgandi hálku og ísingar á öllum vegum. Margir bílar hafa runnið út í kanta og hálfvegis útaf, en hvergi hafa orðið slys né umtalsvert eignatjón. 29.12.2004 00:01
Biðlaunum mótmælt Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs telja biðlaunarétt í samningi bæjarins við Hansínu Björgvinsdóttur bæjarstjóra í engu samræmi við starfstíma og aðrar venjur í þessum efnum. Hansína á að fá einn mánuð í biðlaun þegar hún lætur af starfinu eftir aðeins sex mánuði og Gunnar Birgisson tekur við. 29.12.2004 00:01
Sjórinn fullur af börnum Hundruð norrænna foreldra leita að börnum í spýtnabraki og líkhrúgum. Skurðaðgerðir fara fram með skítugum hnífum. Svíar segja ástandið á hamfarasvæðunum líkast helvíti á jörð. Þeir krefjast þess að utanríkisráðherrann segi af sér. </font /></b /> 29.12.2004 00:01
Minna um kolmunna Tæplega 420 þúsund tonn veiddust á kolmunna á þessu ári, sem er umþaðbil 80 þúsund tonna minni afli en í fyrra, en veiðunum er lokið í ár. Aflaverðmætið er hlutfallslega enn minna, eða um tveir og hálfur milljarður á móti 3,4 milljörðum í fyrra, þar sem afurðaverðið hefur farið lækkandi. 29.12.2004 00:01
Erlendum ferðamönnum fjölgar Rúmlega sex hundruð erlendir ferðamenn dvöldu hér um jólin á sex hótelum og nokkrum gisitheimilum, sem er sjötíu prósenta aukning frá síðustu jólum. Þá er búist við að minnsta kosti 2,600 ferðamönnum um áramótin, sem er 40 prósenta fjölgun fá síðustu áramótum. Til viðbótar dvelja margir erlendir ferðamenn hér á milli jóla og nýárs. 29.12.2004 00:01
Atkvæðagreiðslu lýkur á gamlársdag Atkvæðagreiðsla um kjarasamning sjómanna er í gangi og lýkur henni á gamlársdag. 29.12.2004 00:01
Impregilo auglýsir Impregilo auglýsti eftir starfsmönnum í stað Kínverjanna 150 eftir að ASÍ benti á að þeim bæri að auglýsa. Impregilo hefur óskað eftir undanþágu fyrir 54 Kínverja. </font /></b /> 29.12.2004 00:01
Jón Þórisson rekinn Bjarni Ármannsson forstjóri Íslandsbanka rak í morgun staðgengil sinn og aðstoðarforstjórann, Jón Þórisson. Ástæðan er sögð óbrúanlegur ágreininugr á milli þeirra, en sem kunnugt er lýsti Jón því fyrir nokkru að hann útilokaði ekki möguleikann á sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans. 29.12.2004 00:01
Langþráð enduruppbygging Langþráð endurbygging Suðurstrandarvegar milli Grindavíkur og Þorlákshafnar er að hefjast. Vegagerðin hefur boðið út fyrsta kaflann en óvíst er um framhald verksins þar sem hluti fjárveitingar verður fluttur í mislæg gatnamót í Svínahrauni. 29.12.2004 00:01
Hækka um tugþúsundir Höfuðborgarbúar þurfa að greiða tugþúsunda hærri fasteignagjöld eftir áramót. Fasteignamat hækkar allstaðar á landinu um áramótin. Ef við lítum bara á höfuborgarsvæðið þar sem flestir búa hækkar matið á íbúð í fjölbýli um 13% og á sérbýli um 20%. Út frá fasteignamatinu eru reiknuð fasteignagjöldin sem eigendurnir greiða. 29.12.2004 00:01
Kínverjar í stað Portúgala? Af tvö hundruð og fimmtíu portúgölskum starfsmönnum Impregilo sem fóru til síns heima fyrir hátíðarnar koma aðeins hundrað til baka. Starfsmenn við Kárahnjúka segja ljóst að yfirmenn fyrirtækisins vilji frekar fá Kínverja til starfa. 29.12.2004 00:01
Takmarkið að nást Einungis herslumuninn vantar að nægir fjármunir til þess að borga fyrir auglýsingu Þjóðarhreyfingarinnar í bandaríska dagblaðinu New York Times hafi safnast að sögn Ólafs Hannibalssonar, eins forsvarsmanna hreyfingarinnar. 29.12.2004 00:01
Koma börnum til hjálpar Barnaheill - Save the Children hafa komið á fót neyðaraðstoð í þeim löndum sem verst urðu úti í flóðbylgjunni við Indlandshaf á öðrum degi jóla. 29.12.2004 00:01
Niðurlæging fyrir gamla fólkið "Það er mikil niðurlæging fyrir gamla fólkið að þurfa að fara með fötin sín í poka til ættingja sinna," segir Jón Fanndal Þórðarson, formaður Félags eldri borgara á Ísafirði. 29.12.2004 00:01
Símtalið kostar á annað hundrað Hvert símtal í þjónustunúmerið 118 kostar yfirleitt á bilinu sextíu til 120 krónur. Upphafsgjald fyrir hringingar í númerið eru fimmtíu krónur ef hringt er úr farsíma en er lítið eitt lægra ef hringt er úr heimilissíma. Auk þess kostar hver mínúta sem talað er rétt tæpar sextíu krónur ef hringt er úr farsíma en fimmtíu krónur ef hringt er úr heimasíma. 29.12.2004 00:01
Sjúkraflug vaxandi þáttur Þrjú hundruð sjúkraflug hafa verið farin frá Akureyri það sem af er þessu ári. Í fyrra voru þau 271 en 188 árið áður. 29.12.2004 00:01
Vinur minn missti konu og bróður Á Íslandi eru margar fjölskyldur sem eiga ættingja á hamfarasvæðunum í Suð-austur Asíu. Pramod Nair er Indverji sem hefur búið hér á landi ásamt konunni sinni í þrjú ár. 29.12.2004 00:01
Rafmagnslaust víðsvegar um landið Margir urðu varir við rafmagnsleysi sem varð víðs vegar um land í fyrrinótt. Orsökina má að hluta til rekja til truflana í veitukerfi Landsvirkjunar. </font /> 29.12.2004 00:01
Ekkert varanlegt tjón Rafmagn fór af stóriðjunum tveimur á Grundartanga í um klukkustund vegna óveðursins í fyrrinótt. 29.12.2004 00:01
Tuttugu milljónir hafa safnast Um tuttugu milljónir króna hafa þegar safnast hér á landi til styrktar þeim sem eiga um sárt að binda vegna flóðanna í Suðaustur-Asíu. Pokasjóður gefur fimm milljónir til hjálparstarfssins, Hjálparstofnun kirkjunnar hefur þegar sent hálfa aðra milljón til hamfarasvæðanna og milljónir hafa safnast í símasöfnun Rauða krossins. Þá ákvað ríkisstjórnin að gefa fimm milljónir. 29.12.2004 00:01
Síminn leggur sitt af mörkum Vegna hinna hræðilegu náttúrhamfara í Asíu um jólin sem kostað hafa tugþúsundir mannslífa hafa Síminn og starfsmenn fyrirtækisins ákveðið að leggja sitt af mörkum til að aðstoða þolendur í þessum fjarlæga heimshluta. Starfsfólk Símans er að hrinda af stað fjársöfnun innan fyrirtækisins. 29.12.2004 00:01
Látinn hætta vegna ágreinings Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka, var rekinn úr starfi í dag og látinn hætta strax vegna óleysanlegs ágreinings milli hans og Bjarna Ármanssonar forstjóra. 29.12.2004 00:01
Tók sjálf þátt í atkvæðagreiðslu Hansína Ásta Björgvinsdóttir, nýráðinn bæjarstjóri í Kópavogi, tók sjálf þátt í atkvæðagreiðslu um ráðningarsamning sinn í bæjarstjórn. Hún segir að vel megi vera að hún hafi átt að sitja hjá. 29.12.2004 00:01
Ekki vitað um afdrif 10 Íslendinga Nú eru liðnir tæplega þrír og hálfur sólarhringur frá jarðskjálftanum, og enn hefur ekkert heyrst frá tíu Íslendingum á svæðinu. Enn er leitað upplýsinga um fimm manna íslenska fjölskyldu sem var stödd á Balí þegar síðast var vitað, en þetta eru hjón með þrjú börn. Þá hefur ekkert spurst til fimm einstaklinga sem ætluðu að vera í Tælandi, það eru annarsvegar hjón með eitt barn, og hinsvegar par. 29.12.2004 00:01
Biskup hvetur til samhugs Biskup Íslands hvetur presta til að minnast fórnarlamba hamfaranna í Asíu í guðsþjónustum um áramótin. 29.12.2004 00:01
Hætta ekki með 100% lán KB-banki telur hækkanir á fasteignamarkaði óeðlilegar og óttast afleiðingarnar sem kunni að leiða til þess að fólk festist í skuldafjötrum. Bankinn telur þó ekki tímabært að hætta að bjóða hundrað prósenta íbúðalán, eins og Landsbankinn hefur ákveðið. 29.12.2004 00:01
Nöfn Íslendinganna ekki gefin upp Íslendingur á Pattaya í Taílandi undrast að stjórnvöld sem leita Íslendinga í landinu hafi ekki spurst fyrir um ferðir fólksins meðal þeirra rúmlega eitt hundrað Íslendinga sem þar séu. Ekki hefur verið haft upp á fimm Íslendingum í Taílandi eftir flóðbylguna í sunnanverðir Asíu auk fimm sem talið er að séu á Balí. 29.12.2004 00:01
Niðurgreiðsla afnumin Fólk með meira en tvö hundruð þúsund krónur í mánaðartekjur fær enga niðurgreiðslu vegna vistunnar barna hjá dagmæðrum í Reykjanesbæ frá og með fyrsta mars. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, segir málið enn í skoðun. 29.12.2004 00:01
Enn engar upplýsingar Engar nýjar upplýsingar hafa borist lögreglunni í Kópavogi um brottnám níu ára stúlku í Kópavogi í nóvember að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns í Kópavogi. 29.12.2004 00:01
Vara við evrópskri svikamyllu Samtök verslunar og þjónustu vara fyrirtæki við því að borga reikninga frá European City Guide (ECG) ef þau telja sig ekki hafa efnt til skuldarinnar. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ, segir fimm til sex íslensk fyrirtæki hafa haft samband við SVÞ á skömmum tíma vegna málsins. 29.12.2004 00:01
Bæjarstjóri Kópavogs fær biðlaun Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi gagnrýna að Hansína Ásta Björgvinsdóttir, nýr bæjarstjóri í Kópavogi, skuli fá greiddan einn mánuð í biðlaun. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs, segir ómaklega vegið að Hansínu. 29.12.2004 00:01
Skattrannsókn á fjármálum Baugs Skattayfirvöld þurfa að taka ákvörðun um endurálagningu skatta á Baug í síðasta lagi á morgun annars fyrnist hluti af málinu sem snýr að ríkisskattstjóra. 29.12.2004 00:01
Inflúensan færist í aukana Þrjú inflúensutilfellið af A stofni höfðu greinst með vissu á landinu í gær, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu. Því má búast við að inflúensan færist í aukana á næstu vikum. 28.12.2004 00:01
20 Íslendinga enn saknað Ekki er enn vitað um afdrif 20 Íslendinga, sem að líkindum eru á hamfarasvæðunum, en í fyrstu var ekki vitað um afdrif 55 Íslendinga. Að mati utanríkisráðuneytisins, sem grafist hefur fyrir um afdrif Íslendinga á svæðinu, eru flestir þeirra sem ekki hefur náðst til á tiltölulega hættulitlum svæðum. 28.12.2004 00:01
Bensínverðið lækkað um tvær krónur Stóru olíufélögin þrjú lækkuðu lítrann á bensíni um tvær krónur í gær og verð lækkaði einnig á sjálfsafgreiðslustöðvum dótturfélaga þeirra. Lítrinn kostar nú 105,60 krónur á stöðvum með fullri þjónustu og allt niður í 97,40 krónur hjá Orkunni. 28.12.2004 00:01
Þjófurinn skilaði veskinu Veski sem stolið var af konu í Bónusversluninni í Hafnarfirði fyrir jól og innihélt meðal annars mikilvæg læknisgögn um ungan son hennar er komið í leitirnar. 35 ára kona sem stal því kom á lögreglustöðina í Hafnarfirði í gærkvöldi og skilaði því ásamt kortum, skilríkjum, síma og öðrum verðmætum sem voru í veskinu. 28.12.2004 00:01
Vesturlandsvegi lokað vegna slyss Vesturlandsvegi ofan við Borgarnes var um tíma lokað í gærkvöldi vegna þess að þrír bílar lentu þar í árekstri í afleitu veðri og grafa fór út af veginum þar skammt frá. Engan sakaði alvarlega í árekstrinum sem varð með þeim hætti að ökumaður bíls nam staðar þegar hann sá ekki lengur neitt út. 28.12.2004 00:01
Jólatré Eyjamanna hent út í sjó Óprúttnir náungar hafa tekið sig til og rifið upp jólatréð sem Vestmannaeyjabær setti upp við Stafkirkjuna á Skansinum og hent því með ljósaseríunni á í sjóinn. Lögregla kannar nú málið en hefur ekki fundið spellvirkjana. 28.12.2004 00:01
Rólegt hjá lögreglu Mjög rólegt var yfir öllu skemmtanahaldi í gærkvöldi eftir óvenju mikinn eril hjá lögreglu víða um land í fyrrinótt vegna drykkjuláta fram eftir allri nóttu. Það virðist því vera að vinnuvikan hafi hjá mörgum hafist degi seinna en almanakið gerir ráð fyrir því ástandið í gærkvöldi og í nótt var líkara því sem gerist aðfararnætur mánudaga. 28.12.2004 00:01
Guðlaugur Bergmann látinn Guðlaugur Bergmann framkvæmdastjóri lést á heimili sínu aðfararnótt 27. desember, sextíu og sex ára að aldri. Guðlaugur stundaði verslunarstörf um áratugaskeið og var gjarnan kenndur við verslun sína Karnabæ. Undanfarin ár hefur hann rekið ferðaþjónustu að Hellnum á Snæfellsnesi og bókaútgáfu. 28.12.2004 00:01
Ráðherra athugar beiðni Fishers Chieko Nohno, dómsmálaráðherra Japans, hefur fallist á að taka til greina beiðni Bobbys Fischers um að verða vísað úr landi og sendur hingað til lands. Að öðrum kosti verður Fischer vísað til Bandaríkjanna þar sem hans bíður fangelsisvist. 28.12.2004 00:01
Óljóst um ferðir sextán Íslendinga Tveir Íslendingar höfðu samband við neyðarvakt utanríkisráðuneytisins í nótt og létu vita af ferðum sínum í Taílandi. Nú er aðeins óljóst um ferðir sextán Íslendinga sem að líkindum eru á hamfarasvæðunum. 28.12.2004 00:01
Lyfjaframleiðsla á Grenivík Lyfjaframleiðsla er að hefjast á Grenivík við Eyjafjörð og verða lyfin framleidd eftir uppskriftum íslenskra apóteka. Fimm eða sex störf skapast við framleiðsluna. 28.12.2004 00:01
Spáð vonskuveðri á gamlárskvöld Horfur eru á vonskuveðri víða um land á gamlárskvöld og jafnvel útlit fyrir að fresta verði áramótabrennum á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem nokkrir dagar eru enn til áramóta geta spár breyst en spárnar á þessari stundu eru sammála um það hvernig veðrið verður á Íslandi um áramótin. 28.12.2004 00:01
Ráðuneytið fór ekki að lögum Dómsmálaráðuneytið fór ekki að lögum þegar það synjaði fanga á Litla-Hrauni um dagsleyfi. Fanginn óskaði í júní síðstliðnum eftir dagsleyfi síðar í mánuðinum. Fangelsisyfirvöld synjuðu beiðni hans, meðal annars af þeirri ástæðu að fanginn ætti óafgreitt mál í kerfinu. 28.12.2004 00:01