Innlent

Kínverjarnir verða 300

Forysta verkalýðshreyfingarinnar telur að Impregilo stefni að því að ráða 300 Kínverja hingað til lands á næstu vikum, ekki bara 150 eins og sótt hefur verið um leyfi fyrir. Forysta verkalýðshreyfingarinnar ræðir málið og hyggur á viðbrögð eftir helgi. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að 150 Kínverjar "séu bara byrjunin. Það liggur í loftinu að Kínverjarnir verða 300 eftir rúman mánuð eða svo. Þetta er bara fyrsta skrefið," segir hann og telur um árás á íslenskan vinnumarkað að ræða. Guðmundur segir að Impregilo hafi lagt til atlögu við launakerfið í samstarfi við stjórnvöld. Það eigi að keyra niður laun og velferð í stærra máli en áður hafi þekkst. Hann vitnar í sjónvarpsmynd fyrir jól um það "hvernig fjölþjóðleg fyrirtæki nýta sér vesæld launamanna og barna í Kína og leggja líf þeirra og heilsu í rúst. Þetta er nákvæmlega sama tóbakið. Þetta er það sem félagsmálaráðherra Íslands stendur fyrir."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×