Fleiri fréttir

Afborganirnar léttast umtalsvert

Lækkun endurgreiðsluhlutfalls lána frá Lánasjóði íslenskra námsmanna um eitt prósentustig kemur sér vel fyrir skuldunauta sjóðsins.

Íslenska friðargæslan umdeild

Þjóðin virðist skiptast í tvær jafn stórar fylkingar í afstöðu sinni til þátttöku Íslands í friðargæslu samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fleiri telja að íslenskir friðargæsluliðar séu hermenn en borgaralegir starfsmenn. Stjórnmálamenn undrast andstöðu fólks við íslensku friðargæsluna.

Olíufélögin biðjast afsökunar

Olíufélögin þrjú, Esso, Olís og Skeljungur, hafa beðið þjóðina afsökunar á framferði sínu á undanförnum árum. Esso gekk lengst í dag þegar félagið ákvað að hætta öllum samskiptum við önnur olíufélög og starfsmenn þeirra, boðaði örari verðbreytingar og sjálfstæð innkaup á eldsneyti.

Örlög borgarstjóra gætu ráðist í dag

Útlit er fyrir að stjórn vinstri grænna í Reykjavík leggi fram ályktun um að borgarstjóri víki á fundi í kvöld, hafi hann sjálfur ekki sagt af sér.

Forsætisráðherra olíufélaganna

Halldór Ásgrímsson krafðist þess í umræðum á Alþingi í dag að Össur Skarphéðinsson bæði afsökunar á því að hafa kallað hann sérstakan forsætisráðherra olíufélaganna. Snörp orðaskipti um olíumálið voru á þinginu.

Réttur á heilsufarsupplýsingum

Íslandsbanki, sem reið á vaðið með 100 prósenta lán til húsnæðiskaupa, fer fram á að lántakendur fjárfesti í lánatryggingu hjá Sjóvá-Almennum. Tryggingafélagið áskilur sér rétt til að fá ítarlegar heilsufarsupplýsingar frá þeim lántakendum sem eru eldri en þrjátíu ára og þeim sem fá yfir 20 milljónir króna að láni.

Launanefndin segist óbundin af miðlunartillögu sáttasemjara

Launanefnd sveitarfélaga telur sig óbundna af miðlunartillögu ríkissáttasemjara eftir að kennarar felldu hana í allsherjaratkvæðagreiðslu. Í yfirlýsingu launanefndarinnar segir að nefndin sé tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem feli í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna.

Útför Önnu Pálínu Árnadóttur

Útför Önnu Pálínu Árnadóttur, söngkonu og dagskrárgerðarmanns, var gerð í dag. Fjölmenni var við athöfnina í Hallgrímskirkju þar sem séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir jarðsöng. Anna Pálína gat sér gott orð fyrir vísnasöng, þætti sína í útvarpi og erindi og bókaskrif um lífið með hinum óboðna gesti, krabbameininu.

Mismunun vegna sjúkdóma

Skilyrði Íslandsbanka fyrir lánveitingum valda Ögmundi Jónassyni þingmanni áhyggjum en hann sakaði bankann um að mismuna fólki vegna sjúkdóma á Alþingi í dag. Ögmundur sagði hugmyndina um hundrað prósent lán til fasteignakaupa hljóma vel þar til smáa letrið væri skoðað.

Maðurinn sem lést

Ökumaður fólksbíls sem lést eftir árekstur í Reyðarfirði hét Thor Klausen, til heimilis að Strandgötu 95 á Eskifirði. Hann var 85 ára, ókvæntur og barnlaus. Thor lenti í árekstri við flutningabíl skammt frá Hólmum í Reyðarfirði á föstudag og lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað daginn eftir.

Litlu hærra en atvinnuleysisbætur

Skólaliðar grunnskóla Reykjavíkur mótmæltu því í dag að hafa enga hækkun fengið við nýtt starfsmat starfsmanna Reykjavíkurborgar. Þeir segjast vera með rétt rúmar 100 þúsund krónur í mánaðalaun sem sé litlu hærra en atvinnuleysisbæturnar. Formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar segir það skárra en ekkert. 

Kennarar leggja fram nýtt tilboð

Fyrir stundu lögðu kennarar nýtt samningstilboð fyrir launanefnd sveitarfélaga. Sjónvarpið greindi frá. Ekki hefur fengist staðfest hvað í tillögunni felst en vonir eru bundnar við að með þessu útspili megi afstýra því að verkfall grunnskólakennara hefjist á ný á miðnætti.

Fischer óskar eftir hæli

Bobby Fisher, fyrrverandi heimsmeistari í skák hefur óskað eftir pólitísku hæli á Íslandi við sendiráð Íslands í Tókýó. Þá hefur hann jafnframt óskað eftir fyrirgreiðslu símleiðis hjá forstjóra Útlendingastofnunar. 

Flestir vilja Kristin í nefndir

Meirihluti þjóðarinnar er andvígur þeirri ákvörðun meirihluta þingflokks Framsóknarflokksins að neita Kristni H. Gunnarssyni alþingismanni um setu í nefndum Alþingis, samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét framkvæma á laugardag. Tæp átján prósent þeirra sem tóku afstöðu voru fylgjandi þessari ákvörðun, en rúmlega 82 prósent andvíg.

Kennarar aftur í verkfall

Launanefnd sveitarfélaga hafnaði fyrir stundu tillögu sem samninganefnd kennara lagði fram í kjölfar þess að miðlunartillaga sáttasemjara var kolfelld. "Hugmynd launanefndar sveitarélaga um nýja nálgun og frestun verkfalls var hafnað. Í stað þess lögðu fulltrúar KÍ fram tilboð sem þeir meta sjálfir á rúm 36% í kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin," sagði Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaga.

Telur skólastjóra hafa samþykkt

Ætla má að skólastjórnendur grunnskólanna hafi átt stóran hluta þeirra atkvæða sem greidd voru með miðlunartillögu ríkissáttasemjara, segir Sigfús Grétarsson, formaður samninganefndar Skólastjórafélags Íslands.

Forysta Iceland Express ósátt

Flugfélagið Iceland Express mótmælir harðlega vinnubrögðum Ferðamálaráðs sem flokkar flugfélagið sem ferðaskrifstofu á þátttökulista íslensku fyrirtækjanna á ferðakaupstefnunni World Travel market sem hófst í London í gær.

Verkfall kennara aftur hafið

Forysta kennara lagði heildstætt tilboð fyrir launanefnd sveitarfélaganna eftir að hafa hafnað hugmyndum þeirra til að fresta verkfalli kennara. Launanefndin hafnaði tilboðinu.

Skeljungur biðst afsökunar

Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, harmar þátt félagsins í þeim starfsháttum sem gagnrýndir eru í skýrslu Samkeppnisráðs um ólögmætt samráð olíufélaganna. Hann biður viðskiptavini Skeljungs jafnframt afsökunar.

Kristinn fær meiri stuðning

Enn fjölgar þeim Framsóknarfélögum sem lýsa stuðningi við Kristinn H. Gunnarsson alþingismann. Framsóknarfélag Stykkishólms hélt aðalfund í fyrrdag og samþykkti svohljóðandi ályktun þar sem skorað er á þingflokk Framsóknarflokksins að leysa þann ágreining sem ríki á milli þingmanna flokksins.

Enn vex Skeiðará

Hlaupið í Skeiðará er enn að vaxa og hefur rennsli árinnar þegar margfaldast frá því fyrradag. Vatnamælingamenn Orkustofnunar eru þessa stundina á Skeiðarárbrú að mæla rennslið og sagði Sverrir Elefsen nú skömmu fyrir fréttir að áin hefði vaxið töluvert frá því í gær. Mikill jökullitur er á ánni en hins vegar finnst engin jöklafýla.

Enn vex Skeiðará

Hlaupið í Skeiðará er enn að vaxa og hefur rennsli árinnar þegar margfaldast frá því fyrradag. Vatnamælingamenn Orkustofnunar eru þessa stundina á Skeiðarárbrú að mæla rennslið og sagði Sverrir Elefsen nú skömmu fyrir fréttir að áin hefði vaxið töluvert frá því í gær. Mikill jökullitur er á ánni en hins vegar finnst engin jöklafýla.

Mæðgur sluppu vel eftir veltu

Mæðgur sluppu ótrúlega vel þegar jeppi sem þær voru í valt á Dynjandisheiði í gær. Tilkynnt var um slysið laust fyrir klukkan 18 og fóru lögreglumenn frá Patreksfirði og Ísafirði á staðinn og sjúkrabíll frá Þingeyri. Mikil hálka var á slysstað og hafði jeppinn því verið á hægri ferð.

Með 200 grömm af hassi

Karlmaður er í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Ísafirði vegna gruns um aðild að fíkniefnamáli. Hann var handtekinn á pósthúsinu á Flateyri á miðvikudag þegar hann vitjaði póstsendingar, en fíkniefnafundur hafði fundið efnin. Um tvö hundruð grömm af hassi reyndust í pakkanum. Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út síðdegis á morgun.

5 líkamsárásir kærðar

Fimm líkamsárásir voru kærðar í miðborg Reykjavíkur í nótt. Um þrjúleytið var kallað á sjúkrabíl að skemmtistaðnum Prövdu í Austurstræti eftir átök dyravarðar og eins gesta staðarins. Dyravörðurinn hafði hent gestinum út af staðnum og réðst gesturinn þá á dyravörðinn og sparkaði og sló í hann, samkvæmt upplýsingum lögreglu.

Skemmdarverk á mælitækjum

Skemmdarverk hafa verið unnin á mælitækjum á Mýrdalssandi sem vakta Kötlu. Af þeim sökum fengu vísindamenn engar upplýsingar um rafleiðni í Múlakvísl í tólf daga. Leiðniskynjari í Múlakvísl hætti þann 19. október að senda upplýsingar en þær berast venjulega sjálfvirkt inn til Orkustofnunar.

Meiri og margþættari brot

Skýrsla Samkeppnisráðs sýnir að brot olíufélaganna á samkeppnislögum voru bæði meiri og margþættari en áður var haldið, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Hann segir málið sýna mikilvægi þess að efla samkeppnisyfirvöld. Hann segir tjónið sem viðskiptavinum hafi verið valdið sé mjög mikið vegna þess hve langan tíma brotin stóðu.

Skeiðará hefur margfaldast

Hlaupið í Skeiðará er enn að vaxa og hefur rennsli árinnar þegar margfaldast frá því fyrradag. Vatnamælingamenn Orkustofnunar eru þessa stundina á Skeiðarárbrú að mæla rennslið og sagði Sverrir Elefsen nú skömmu fyrir fréttir að áin hefði vaxið töluvert frá því í gær.

Sjötíu þúsund króna leikfang

Það þykir ekki mikið að borga 69.900 krónur fyrir nýjan, upphækkaðan sportbíl sem kemst upp í hundraðið á augabragði, nema þá helst ef um fjarstýrðan leikfangabíl er að ræða.

Anna Pálína látin

Anna Pálína Árnadóttir söngkona og dagskrárgerðarmaður er látin, 41 árs að aldri. Anna Pálína var einkum kunn fyrir flutning sinn á norrænni vísnatónlist og barnalögum, en einnig voru íslensk sönglög, þjóðlög, sálmar og djasstónlist á efnisskrá hennar.

Sýknaður af broti á hvíldartíma

Hæstiréttur sýknaði mann fyrir að hafa brotið ákvæði um aksturs- og hvíldartíma ökumanna á þeim forsendum að refsiheimild skorti í lögum. Viku fyrr sakfelldi Héraðsdómur Norðurlands eystra annan ökumann fyrir samskonar brot og dæmdi hann til sektar.

Þurfti að gefa upp kennitölu

Það er andstætt lögum að krefjast kennitölu við venjuleg staðgreiðsluviðskipti, svo sem þegar fólk kaupir miða á tónleika. Eldri kona þurfti nýlega að gefa upp kennitölu til að fá að kaupa miða á tónleika í Salnum í Kópavogi. Persónuvernd hefur málið til umfjöllunar, en margar svipaðar kvartanir berast ár hvert.

Börnin aftur í skólann

Tugþúsundir barna mæta aftur til skóla á morgun að loknu kennaraverkfalli. Skóli hefst á morgun samkvæmt stundarskrá. Atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara á að vera lokið 8. nóvember. Fræðsluráð Reykjavíkur mælist til þess að þriggja daga vetrarfrí sem átti að hefjast á miðvikudag í flestum grunnskólum Reykjavíkur verði fellt niður.

Níu milljarða hækkun

Pétur Blöndal, alþingismaður, hafnar því að ríkið sé stikkfrí í kennaradeilunni og bendir á að ef kennarar samþykkja miðlunartillögu ríkissáttasemjara hækka lífeyrisskuldbindingar ríkisins um níu milljarða.

Vill ekki tjá sig um refsingar

Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir að samráð olíufélaganna verði ekki liðið en hún vill ekki tjá sig um hvernig refsa beri fyrir samráðið. Rannsókn samkeppnisyfirvalda á meintu samráði olíufélaganna hefur staðið lengi, enda skýrslan sem skilað var löng og ítarleg.

Þvinguðu fram hækkanir í Noregi

Íslensku olíufélögin þrjú þvinguðu norska olíufélagið Statoil til að hækka olíuverð til íslenskra skipa í Færeyjum svo þau hættu að kaupa olíu þar. Friðrik J. Argrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir ljóst að útgerðafélög hafi tapað miklum fjármunum á samráði olíufélaganna og að nauðsynlegt sé fyrir útgerðarfélögin að kanna bótarétt sinn.

Neytendur borga brúsann

Formaður Neytendasamtakanna segir að á endanum verði það neytendur sem borgi brúsann vegna samráðs olíufélaganna. Nauðsynlegt sé að láta reyna á bótarétt neytenda. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna segist hryggur yfir því að lesa skýrsluna, hvað brotaviljinn hafi verið einbeittur og hvað brotin hafa staðið lengi.

Eldisþorskur helmingur þorsks

Tilraunaeldi á þorski er nú í gangi á fimmtán stöðum víða um land. Á Tálknafirði sjá menn fyrir sér að eftir fimmtán ár verði eldisþorskur helmingur þess þorskafla sem þar verði unnið úr. Við erum á leið að eldiskvíum í Tálknafirði til að fylgjast með því þegar þorskur er fóðraður.

Vill afsláttinn burt

Pétur Blöndal alþingismaður gagnrýnir þá ákvörðun fjármálaráðherra að hreyfa ekki við sjómannaafslættinum meðan núverandi samningar sjómanna og útvegsmanna eru í gildi. Hann vill afnema afsláttinn strax.

Flytja ferskan fisk með flugi

Fiskverkendur á Vestfjörðum flytja nú fiskinn úr landi í stórauknum mæli ferskan með flugi frá Keflavík þótt það kosti akstur yfir fjölda fjallvega og ferjusiglingu yfir Breiðafjörð.

Vill halda afslættinum

"Þetta er kjarasamningsatriði og við það verður að standa," segir Guðmundur Halllvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Vill afnema sjómannaafsláttinn

Ég hefði viljað sjá sjómannaafsláttinn felldan niður af þeirri einföldu ástæðu að ég er þeirrar skoðunar að allir eigi að greiða jafn hátt skatthlutfall, burt séð frá þeim störfum sem menn vinna" segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.

Mógúll mætir á umferðarþing

Max Mosley, forseti alþjóðasambands akstursfélaga, verður í hópi ræðumanna á Umferðarþingi sem haldið verður undir lok mánaðarins. Mosley hefur gengt starfinu í rúman áratug en var áður ökuþór í Formúlu 2 kappakstrinum og rak síðar eigið keppnislið í Formúlu 1.

Anna Pálína Árnadóttir látin

Anna Pálína Árnadóttir söngkona lést á heimili sínu að morgni laugardagsins 30. október, 41 árs að aldri. Anna Pálína háði æðrulausa baráttu við krabbamein í fimm ár. Hún flutti fyrirlestra um lífið með sjúkdómnum og fyrr á þessu ári kom út eftir hana bókin Ótuktin um sama efni.

Skattaafsláttur forsenda samninga

Sérstökum skattaafslætti sjómanna var komið á fyrir hálfri öld til að laða fleiri Íslendinga á sjóinn. Loforð fjármálaráðherra nú gengur gegn ársgömlu frumvarpi hans um niðurfellingu afsláttarins. </font /></b />

Sjá næstu 50 fréttir