Innlent

Kennarar leggja fram nýtt tilboð

Fyrir stundu lögðu kennarar nýtt samningstilboð fyrir launanefnd sveitarfélaga. Sjónvarpið greindi frá. Ekki hefur fengist staðfest hvað í tillögunni felst en vonir eru bundnar við að með þessu útspili megi afstýra því að verkfall grunnskólakennara hefjist á ný á miðnætti. Samkvæmt fréttum Sjónvarpsins er samkvæmt tillögu kennara gert ráð fyrir mun meiri launahækkunum en fólst í miðlunartillögu ríkissáttasemjara og samningi út árið 2007. Taki launanefnd sveitarfélagana tilboðinu, mun samninganefnd kennara trúlega fresta verkfalli sem á að hefjast að nýju um miðnætti.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×