Innlent

Vill afsláttinn burt

Pétur Blöndal alþingismaður gagnrýnir þá ákvörðun fjármálaráðherra að hreyfa ekki við sjómannaafslættinum meðan núverandi samningar sjómanna og útvegsmanna eru í gildi. Hann vill afnema afsláttinn strax. Geir Haarde segir að ekki verði hróflað við sjómannafslætti verði samingur sjómanna og útgerðarmanna samþykktur. Sjómannafslátturinn á sér langa sögu. Þetta eru sérstakur skattafsláttur sem komið var á í kjarasamningum árið 1954. Afslátturinn miðast við ákveðna upphæð fyrir hvern dag sem sjómaður er lögskráður á sjó. Fjármálaráðherra lagði fram frumvarp um síðustu áramót um að afslátturinn yrði afnuminn í áföngum á næstu fjórum árum. Nú hefur hann lofað að hrófla ekki við málinu næstu ár. Pétur Blöndal er ekki sáttur. Hann segist alltaf hafa viljað fella niður allar undanþ.águr sem líti að einstökum stéttum, hver svo sem eigi í hlut. Allir eigi að borga skatt. Það sé þó gleðilegt að samist hafi og því sé eðlilegt að ríkið hafi liðkað fyrir samningum. Hann sé hins vegar mótfallinn sjómannaafslættinum hvað sem því líður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×