Fleiri fréttir Hjólandi innbrotsþjófur á ferð Maður var handtekinn skömmu eftir miðnætti í nótt eftir að hafa brotist inn í sjö bíla í og við miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn fór um á hjóli við iðju sína, en það var árvökull vegfarandi sem tilkynnti um brot hans. Maðurinn gistir nú fangageymslur og verður yfirheyrður eftir hádegi. 18.9.2004 00:01 Miðborgarskemmtun í dag Það verður fjölbreytt dagskrá í miðborg Reykjavíkur í dag í tilefni Evrópskrar samgönguviku. Dagskráin stendur yfir frá hádegi og til klukkan fjögur. Meðal annars ætla Mikki refur og Lilli klifurmús að æfa sig í að fylgja umferðarreglunum ásamt krökkunum sem taka þátt í Umferðarskóla í húsakynnum Borgarbókasafnsins. 18.9.2004 00:01 Stórfellt smygl á LSD Lögreglu og tollgæslu hefur tekist að koma upp um stórfellt smygl á LSD ofskynjunarlyfinu. Karlmaður um þrítugt var handtekinn í Vestmannaeyjum vegna málsins og verður gæsluvarðhalds krafist yfir honum í dag. 18.9.2004 00:01 Bruni í Klumba í Ólafsvík Gríðarlegt tjón varð þegar fiskverkun Klumba í Ólafsvík brann til grunna í nótt Tjónið er talið nema vel yfir hundrað milljónum króna. Leifur Halldórsson, sem er einn eiganda Klumba þar sem 25 manns störfuðu, segir þetta geysilegt áfall fyrir aðstandendur fiskverkunarinnar, byggðarlagið allt og fólkið sem unnið hafi við verknunina. 18.9.2004 00:01 Á sjúkrahús eftir stuð úr myndavél Drengur á sautjánda ári var í gær fluttur á sjúkrahúið á Selfossi með hjartsláttartruflanir eftir að jafnaldrar hans notuðu einnota myndavél til þess að gefa honum rafstuð. Drengurinn var síðar fluttur til Reykjavíkur á Barnaspítala Hringsins, en hefur nú verið útskrifaður þaðan. 18.9.2004 00:01 Umfangsmikið LSD smygl upplýst Karlmaður á þrítugsaldri var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í dag í tengslum við umfangsmikið smygl á LSD ofskynjunarlyfinu. 18.9.2004 00:01 Á spítala eftir rafstuð Drengur á sautjánda ári frá Selfossi var í gær fluttur á Barnaspítala Hringsins með hjartsláttartruflanir eftir að jafnaldrar hans tóku í sundur einnota myndavél og gáfu honum rafstuð. Fikt með einnota myndavélar er orðið algengt meðal unglinga og getur það reynst stórhættulegt að sögn lögreglu. 18.9.2004 00:01 Aldrei stóð til að TM keypti Forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar segir aldrei hafa staðið til að fyrirtækið fjárfesti í Skjá einum. Framkvæmdastjóri Skjás eins segist hafa átt fundi með Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni stjórnarformanni TM vegna hugsanlegra kaupa, en aldrei fund með Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni formanni útvarpsráðs Ríkisútvarpsins. 18.9.2004 00:01 Umsækjendur fá ekki umsögn Umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara hafa enn ekki fengið umsögn Hæstaréttar í hendur. Hæstiréttur sendi dómsmálaráðuneytinu í gær umsögn sína um hæfi umsækjenda. Að minnsta kosti einn umsækjenda, Eiríkur Tómasson, hefur farið fram á að fá þá umsögn í hendur, en hann sagðist í dag ekki hafa fengið hana. 18.9.2004 00:01 Allt stefnir í verkfall Allt útlit er fyrir að verkfall grunnskólakennara skelli á eftir rúman sólarhring. Samninganefndir hafa setið á fundi í allan dag. Menntamálaráðherra óttast að skelli verkfall á, verði það langvinnt. 18.9.2004 00:01 Auðvelt að komast að fjölda Tiltölulega einfalt er að átta sig á því hversu margir bíða eftir plássi í framhaldsskólum og eins hvort að viðkomandi hafi sótt um í fleiri en einum skóla. Menntamálaráðherra virðist hins vegar ekki hafa áttað sig á því, en hún segir helstu ástæðu þess að ekki sé búið leysa úr vanda allra nemanda að upplýsingar liggi ekki fyrir. 18.9.2004 00:01 Kona í Þjóðleikhússtjórann? Helga Hjörvar og Viðar Eggertsson ættu einnig að vera á óskalista Þjóðleikhúsráðs yfir næsta Þjóðleikhússtjóra, að mati leiklistargagnrýnanda. Mestar líkur eru taldar á að kona verði valin, og að ráðherra telji sig ekki eins bundinn af óskum ráðsins, fyrst það valdi sex umsækjendur en ekki einn. 18.9.2004 00:01 Bruni í Klumba Um tvö hundruð milljóna króna tjón varð þegar fisksverkunin Klumba á Ólafsvík gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Tuttugu og fimm manns misstu vinnuna, sem er um einn tíundi vinnandi fólks á Ólafsvík. Eigendur stefna ótrauðir að því að byggja fyrirtækið upp aftur. Brunavarnir í húsinu voru ófullnægjandi miðað við nútímakröfur. 18.9.2004 00:01 Um 76% á móti verkfalli Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins eru 75,9 prósent þjóðarinnar andvíg boðuðu verkfalli grunnskólakennara, en einungis 24,1 prósent eru fylgjandi. 18.9.2004 00:01 Getur ekki flúið fortíðina Stjórnarandstæðingar furða sig á orðum forsætisráðherra um að tal um lögmæti innrásar í Írak tilheyri fortíðinni. Viðurkenning hans um að hafa fengið rangar upplýsingar kallar á rannsókn á Íraksmálinu, segja þeir. </font /></b /> 18.9.2004 00:01 Stórbruni í Ólafsvík Fiskverkunarhúsið Klumba í Ólafsvík brann til kaldra kola í fyrrinótt. Talið er að tjónið nemi um 100 milljónum króna. Um 25 manns unnu hjá vinnslunni. Ævar Sveinsson, rekstrarstjóri Klumbu, segir brunann áfall. 18.9.2004 00:01 Merki berast frá hrefnum Merki eru farin að berast frá tveimur hrefnum af fimm sem gervihnattasendar voru settir á í því skyni á fylgjast með ferðum þeirra. 17.9.2004 00:01 Lyfjaauglýsingar stöðvaðar Lyfjastofnun hefur stöðvað sjónvarpsauglýsingar frá lyfjafyrirtækinu Glaxo-Smith-Kline um bólusetningar. Einungis er heimilt að auglýsa lausasölulyf, en þó skiptir máli í hvaða miðlum slíkar auglýsingar eru birtar. 17.9.2004 00:01 Umferðarmet í Ártúnsbrekku Nýtt umferðarmet hefur verið slegið á fjölförnustu götu landsins, Ártúnsbrekku. Um áttatíu og fimm þúsund bílar hafa ekið hana á einum sólarhring. Meðalhraði í götunni er talsvert yfir löglegum mörkum. 17.9.2004 00:01 Íslenska óperan gefur blóð Blóðsúthellingar eru áberandi í óperutryllinum um Sweeney Todd sem Íslenska óperan frumsýnir í byrjun október. Söngvarar óperunnar vildu ekki láta sitt gæðablóð fara til spillis á sýningunum og heimsóttu Blóðbankann í dag. 17.9.2004 00:01 Tjón á kornökrum Mikið tjón varð víða á kornökrum á Suðurlandi í óveðrinu í fyrrinótt, einkum í uppsveitum. Þar eru dæmi um að bændur hafi misst allt að helming uppskerunnar þar sem þroskuð öxin fuku hreinlega út í buskann. 17.9.2004 00:01 Samþykkt að selja í Eyjum Meirihluti bæjastjórnar í Vestmannaeyjum samþykkti á fundi sínum undir miðnætti að selja átta fasteignir bæjarins, sem meðal annars hýsa skóla og íþróttafélög, og leigja þau aftur af kaupandanum til þrjátíu ára. 17.9.2004 00:01 Fundað fram á nótt Samningafundur í deilu kennara við sveitarstjórnir stóð langt fram á nótt í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Ekki er ljóst hverjar lyktir fundarins urðu eða hvert verður framhald viðræðnanna. Boðað verkfall kennara kemur til framkvæmdar á mánudagsmorgun, náist ekki samkomulag um helgina. 17.9.2004 00:01 Gæsluvarðhald framlengt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni, sem var handtekinn í Leifsstöð snemma sumars með eitt kíló af amfetamíni og eitt kíló af kókaíni í fórum sínum, til 3. nóvember, eða þar til dómur gengur í máli hans. Þetta er í fjórða skipti sem gæsluvarðhaldsúrskurður er framlengdur yfir honum. 17.9.2004 00:01 Tilkynning frá Vísi Vegna tæknilegra vandkvæða hafa verið örðugleikar við að halda Vísi gangandi. Ekki liggur fyrir hver ástæðan er en unnið er að viðgerð. Óvíst er hvenær henni lýkur en vandræðin gætu varað fram eftir degi í dag, föstudag. 17.9.2004 00:01 Verðbólga hærri hér en í Evrópu Verðbólga, mæld með vísitölu neysluverðs, hefur verið mun meiri hér á landi síðastliðna tólf mánuði en að meðaltali á Evrópska efnahagssvæðinu. Samræmd neysluvísitala í ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins hækkaði um 0,2% í ágúst frá mánuðinum á undan en lækkaði hér á landi um 0,2% á sama tíma. 17.9.2004 00:01 Kajakmenn heim á ný Kajakræðrarnir fjórir, sem lentu í sjávarháska við Austurströnd Grænlands í fyrradag, eru væntanlegir til landsins í kvöld, nokkrum dögum fyrr en áætlað var. Þeir komast með leiguflugi Flugfélags Íslands frá Narsarsuak til Reykjavíkur. 17.9.2004 00:01 Atlantsolía brátt til Reykjavíkur Atlantsolía stefnir að því að fyrsta bensínstöð félagsins í Reykjavík geti tekið til starfa fyrir áramót, eftir að Borgarráð samþykkti í gær skipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir sjálfsafgreiðslustöð við Bústaðaveg, á móts við Sprengisand. 17.9.2004 00:01 2 mánuðir fyrir dráttarspilsstuld Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið dráttarspil af jeppa ófrjálsri hendi og selt það. Fyrir dómi bar sakborningur að hann hafi átt í deilum við eiganda spilsins vegna ógreiddra vinnulauna af hans hendi, og hótað að taka spilið 17.9.2004 00:01 Minnihlutinn kærir Minnihluti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum ætlar að kæra til félagsmálaráðherra þær samþykktir sem meirihlutinn gerði á umdeildum fundi sínum undir miðnætti, um sölu á nokkrum helstu fasteignum bæjarins. 17.9.2004 00:01 Verkfalli mótmælt Mótmælastaða foreldra grunnskólabarna hófst á Austurvelli nú klukkan tólf. Með henni eru foreldrar að mótmæla fyrirhuguðu kennararverkfalli og knýja á um lausn í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir að verkfall geti haft afdrifaríkar afleiðingar. 17.9.2004 00:01 Áframhaldandi veiðibanni mótmælt Áframhaldandi rjúpnaveiðibann gæti haft alvarleg áhrif á aðra dýrastofna, og leitt til óhóflegrar veiði, og dýrmætu veiðikortakerfi yrði stefnt í hættu. Þetta kom fram á fjölmennum fundi Skotveiðifélags Íslands um rjúpuna, sem haldinn var í Norræna húsinu í gærkvöldi. 17.9.2004 00:01 Leigubílstjóri slóst við farþega Leigubílstjóri á Sauðárkróki hefur kært tvítugan viðskiptavin fyrir líkamsrárás. Sjálfur segist pilturinn, sem var ofurölvi, íhuga að leggja fram kæru á hendur bílstjóranum fyrir það sama. 17.9.2004 00:01 Kári kynbætir íslenska hesta Heimur íslenskrar hestamennsku titrar vegna frétta um að Kári Stefánsson sé kominn á fullt í sportið. Hefur Kári þegar keypt upp nokkrar af ættstærstu hryssum landsins og stefnir í áður óþekktar kynbætur á íslenska hestinum með sérfræðiþekkingu sína í erfðafræði að vopni. Nánar í DV í dag. 17.9.2004 00:01 Tvö ný nöfn á lista ársins Alþjóðleg nefnd velur nöfn og viðheldur listum yfir heiti fellibylja í Atlantshafi. Svipað fyrirkomulag er haft víða um heim til að halda utan um nöfn fellibylja. Hætt er að nota nöfn mikilla skaðræðisbylja og ný valin í staðinn. Á eftir Ívani kemur til dæmis Jóna. 17.9.2004 00:01 Léleg mæting Einungis um tuttugu foreldrar mættu á Austurvöll í hádeginu til þess að mótmæla fyrirhuguðu verkfalli grunnskólakennara. Anna María Proppé, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla, segir þessa litlu þátttöku vera vonbrigði, en vonast til að fleiri taki þátt í samskonar mótmælum 17.9.2004 00:01 Áskorun nemenda í Hafnarfirði Hópur nemenda í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði hefur hafið undirskriftasöfnun meðal nemenda í unglingadeildum gunnskóla Hafnarfjarðar, þar sem skorað er á samninganefndir grunnskólakennara og sambands sveitarfélaga að ná samkomulagi, svo koma megi í veg fyrir kennaraverkfall. 17.9.2004 00:01 Umsögn Hæstaréttar afhent Dómsmálaráðherra verður afhent í dag umsögn Hæstaréttar á hæfi og hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara, að sögn Þorsteinn A. Jónssonar, skrifstofustjóra réttarins. Sjö sóttu um stöðu hæstaréttardómara, í stað Péturs Kr. Hafstein, sem lætur af embætti um næstu mánaðamót, en umsóknarfrestur rann út í lok síðasta mánaðar. 17.9.2004 00:01 Íslandsbanki selur í Straumi Íslandsbanki seldi í dag rúmlega 8% hlut í fjárfestingarbankanum Straumi, en alls voru seldar 333 milljónir á nafnvirði, eða sem nemur um 2,8 milljörðum króna. Hlutirnir voru annars vegar seldir félagi í eigu Kristins Björnssonar og fleiri fjárfesta, fyrir 233 milljónir á nafnvirði. 17.9.2004 00:01 Yfirtaka hjá Baugi? Baugur Group heur ásamt fleirum lýst áhuga á yfirtöku Big Food Group. Baugi hefur verið veitt aðgangur að bókhaldi félagsins og ef um semst gæti kaupverðið numið nálægt 94 milljörðum króna. 17.9.2004 00:01 Öryggi breska þingsins í rusli Svo virðist sem enginn fylgist almennilega með á breska þinginu, því í annað skipti í þessari viku komst óboðinn gestur þangað inn og hefði hæglega getað skapað stórhættu. Sem betur fer var þarna á ferðinni blaðamaður dagblaðsins SUN, sem vildi kanna hversu góð eða slök gæslan væri. 17.9.2004 00:01 Nemendur mótmæla verkfalli Nokkrir nemendur í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði efna til setuverkfalls í Karphúsinu á sunnudagskvöld til að þrýsta á um lausn kennaradeilunnar. Við sama tækifæri verða afhentir undirskriftalistar nemenda í unglingadeildum sem hvetja til sátta. 17.9.2004 00:01 Hæstiréttur skilar umsögnum Hæstiréttur hefur skilað umsögnum um umsækjendur um stöðu Hæstaréttardómara til dómsmálaráðuneytis. Fréttastofan fékk ekki að vita með hverjum Hæstiréttur mælti í stöðuna en ráðuneytið ber fyrir sig upplýsingalög og segist ekki bera skylda til að láta upplýsingarnar af hendi. 17.9.2004 00:01 Íslandsbanki selur í Straumi Íslandsbanki seldi hlut sinn í fjárfestingarbankanum Straumi. Kaupendur voru Kristinn Björnsson stjórnarformaður Straums og fjölskylda og Magnús Kristinsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum. 17.9.2004 00:01 Bankar geta hækkað gjöld Bönkunum er í sjálfsvald sett hvort þeir hækka gjald af lántakendum sem kjósa að greiða upp íbúðalán áður en lánstíma lýkur. 17.9.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Hjólandi innbrotsþjófur á ferð Maður var handtekinn skömmu eftir miðnætti í nótt eftir að hafa brotist inn í sjö bíla í og við miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn fór um á hjóli við iðju sína, en það var árvökull vegfarandi sem tilkynnti um brot hans. Maðurinn gistir nú fangageymslur og verður yfirheyrður eftir hádegi. 18.9.2004 00:01
Miðborgarskemmtun í dag Það verður fjölbreytt dagskrá í miðborg Reykjavíkur í dag í tilefni Evrópskrar samgönguviku. Dagskráin stendur yfir frá hádegi og til klukkan fjögur. Meðal annars ætla Mikki refur og Lilli klifurmús að æfa sig í að fylgja umferðarreglunum ásamt krökkunum sem taka þátt í Umferðarskóla í húsakynnum Borgarbókasafnsins. 18.9.2004 00:01
Stórfellt smygl á LSD Lögreglu og tollgæslu hefur tekist að koma upp um stórfellt smygl á LSD ofskynjunarlyfinu. Karlmaður um þrítugt var handtekinn í Vestmannaeyjum vegna málsins og verður gæsluvarðhalds krafist yfir honum í dag. 18.9.2004 00:01
Bruni í Klumba í Ólafsvík Gríðarlegt tjón varð þegar fiskverkun Klumba í Ólafsvík brann til grunna í nótt Tjónið er talið nema vel yfir hundrað milljónum króna. Leifur Halldórsson, sem er einn eiganda Klumba þar sem 25 manns störfuðu, segir þetta geysilegt áfall fyrir aðstandendur fiskverkunarinnar, byggðarlagið allt og fólkið sem unnið hafi við verknunina. 18.9.2004 00:01
Á sjúkrahús eftir stuð úr myndavél Drengur á sautjánda ári var í gær fluttur á sjúkrahúið á Selfossi með hjartsláttartruflanir eftir að jafnaldrar hans notuðu einnota myndavél til þess að gefa honum rafstuð. Drengurinn var síðar fluttur til Reykjavíkur á Barnaspítala Hringsins, en hefur nú verið útskrifaður þaðan. 18.9.2004 00:01
Umfangsmikið LSD smygl upplýst Karlmaður á þrítugsaldri var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í dag í tengslum við umfangsmikið smygl á LSD ofskynjunarlyfinu. 18.9.2004 00:01
Á spítala eftir rafstuð Drengur á sautjánda ári frá Selfossi var í gær fluttur á Barnaspítala Hringsins með hjartsláttartruflanir eftir að jafnaldrar hans tóku í sundur einnota myndavél og gáfu honum rafstuð. Fikt með einnota myndavélar er orðið algengt meðal unglinga og getur það reynst stórhættulegt að sögn lögreglu. 18.9.2004 00:01
Aldrei stóð til að TM keypti Forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar segir aldrei hafa staðið til að fyrirtækið fjárfesti í Skjá einum. Framkvæmdastjóri Skjás eins segist hafa átt fundi með Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni stjórnarformanni TM vegna hugsanlegra kaupa, en aldrei fund með Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni formanni útvarpsráðs Ríkisútvarpsins. 18.9.2004 00:01
Umsækjendur fá ekki umsögn Umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara hafa enn ekki fengið umsögn Hæstaréttar í hendur. Hæstiréttur sendi dómsmálaráðuneytinu í gær umsögn sína um hæfi umsækjenda. Að minnsta kosti einn umsækjenda, Eiríkur Tómasson, hefur farið fram á að fá þá umsögn í hendur, en hann sagðist í dag ekki hafa fengið hana. 18.9.2004 00:01
Allt stefnir í verkfall Allt útlit er fyrir að verkfall grunnskólakennara skelli á eftir rúman sólarhring. Samninganefndir hafa setið á fundi í allan dag. Menntamálaráðherra óttast að skelli verkfall á, verði það langvinnt. 18.9.2004 00:01
Auðvelt að komast að fjölda Tiltölulega einfalt er að átta sig á því hversu margir bíða eftir plássi í framhaldsskólum og eins hvort að viðkomandi hafi sótt um í fleiri en einum skóla. Menntamálaráðherra virðist hins vegar ekki hafa áttað sig á því, en hún segir helstu ástæðu þess að ekki sé búið leysa úr vanda allra nemanda að upplýsingar liggi ekki fyrir. 18.9.2004 00:01
Kona í Þjóðleikhússtjórann? Helga Hjörvar og Viðar Eggertsson ættu einnig að vera á óskalista Þjóðleikhúsráðs yfir næsta Þjóðleikhússtjóra, að mati leiklistargagnrýnanda. Mestar líkur eru taldar á að kona verði valin, og að ráðherra telji sig ekki eins bundinn af óskum ráðsins, fyrst það valdi sex umsækjendur en ekki einn. 18.9.2004 00:01
Bruni í Klumba Um tvö hundruð milljóna króna tjón varð þegar fisksverkunin Klumba á Ólafsvík gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Tuttugu og fimm manns misstu vinnuna, sem er um einn tíundi vinnandi fólks á Ólafsvík. Eigendur stefna ótrauðir að því að byggja fyrirtækið upp aftur. Brunavarnir í húsinu voru ófullnægjandi miðað við nútímakröfur. 18.9.2004 00:01
Um 76% á móti verkfalli Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins eru 75,9 prósent þjóðarinnar andvíg boðuðu verkfalli grunnskólakennara, en einungis 24,1 prósent eru fylgjandi. 18.9.2004 00:01
Getur ekki flúið fortíðina Stjórnarandstæðingar furða sig á orðum forsætisráðherra um að tal um lögmæti innrásar í Írak tilheyri fortíðinni. Viðurkenning hans um að hafa fengið rangar upplýsingar kallar á rannsókn á Íraksmálinu, segja þeir. </font /></b /> 18.9.2004 00:01
Stórbruni í Ólafsvík Fiskverkunarhúsið Klumba í Ólafsvík brann til kaldra kola í fyrrinótt. Talið er að tjónið nemi um 100 milljónum króna. Um 25 manns unnu hjá vinnslunni. Ævar Sveinsson, rekstrarstjóri Klumbu, segir brunann áfall. 18.9.2004 00:01
Merki berast frá hrefnum Merki eru farin að berast frá tveimur hrefnum af fimm sem gervihnattasendar voru settir á í því skyni á fylgjast með ferðum þeirra. 17.9.2004 00:01
Lyfjaauglýsingar stöðvaðar Lyfjastofnun hefur stöðvað sjónvarpsauglýsingar frá lyfjafyrirtækinu Glaxo-Smith-Kline um bólusetningar. Einungis er heimilt að auglýsa lausasölulyf, en þó skiptir máli í hvaða miðlum slíkar auglýsingar eru birtar. 17.9.2004 00:01
Umferðarmet í Ártúnsbrekku Nýtt umferðarmet hefur verið slegið á fjölförnustu götu landsins, Ártúnsbrekku. Um áttatíu og fimm þúsund bílar hafa ekið hana á einum sólarhring. Meðalhraði í götunni er talsvert yfir löglegum mörkum. 17.9.2004 00:01
Íslenska óperan gefur blóð Blóðsúthellingar eru áberandi í óperutryllinum um Sweeney Todd sem Íslenska óperan frumsýnir í byrjun október. Söngvarar óperunnar vildu ekki láta sitt gæðablóð fara til spillis á sýningunum og heimsóttu Blóðbankann í dag. 17.9.2004 00:01
Tjón á kornökrum Mikið tjón varð víða á kornökrum á Suðurlandi í óveðrinu í fyrrinótt, einkum í uppsveitum. Þar eru dæmi um að bændur hafi misst allt að helming uppskerunnar þar sem þroskuð öxin fuku hreinlega út í buskann. 17.9.2004 00:01
Samþykkt að selja í Eyjum Meirihluti bæjastjórnar í Vestmannaeyjum samþykkti á fundi sínum undir miðnætti að selja átta fasteignir bæjarins, sem meðal annars hýsa skóla og íþróttafélög, og leigja þau aftur af kaupandanum til þrjátíu ára. 17.9.2004 00:01
Fundað fram á nótt Samningafundur í deilu kennara við sveitarstjórnir stóð langt fram á nótt í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Ekki er ljóst hverjar lyktir fundarins urðu eða hvert verður framhald viðræðnanna. Boðað verkfall kennara kemur til framkvæmdar á mánudagsmorgun, náist ekki samkomulag um helgina. 17.9.2004 00:01
Gæsluvarðhald framlengt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni, sem var handtekinn í Leifsstöð snemma sumars með eitt kíló af amfetamíni og eitt kíló af kókaíni í fórum sínum, til 3. nóvember, eða þar til dómur gengur í máli hans. Þetta er í fjórða skipti sem gæsluvarðhaldsúrskurður er framlengdur yfir honum. 17.9.2004 00:01
Tilkynning frá Vísi Vegna tæknilegra vandkvæða hafa verið örðugleikar við að halda Vísi gangandi. Ekki liggur fyrir hver ástæðan er en unnið er að viðgerð. Óvíst er hvenær henni lýkur en vandræðin gætu varað fram eftir degi í dag, föstudag. 17.9.2004 00:01
Verðbólga hærri hér en í Evrópu Verðbólga, mæld með vísitölu neysluverðs, hefur verið mun meiri hér á landi síðastliðna tólf mánuði en að meðaltali á Evrópska efnahagssvæðinu. Samræmd neysluvísitala í ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins hækkaði um 0,2% í ágúst frá mánuðinum á undan en lækkaði hér á landi um 0,2% á sama tíma. 17.9.2004 00:01
Kajakmenn heim á ný Kajakræðrarnir fjórir, sem lentu í sjávarháska við Austurströnd Grænlands í fyrradag, eru væntanlegir til landsins í kvöld, nokkrum dögum fyrr en áætlað var. Þeir komast með leiguflugi Flugfélags Íslands frá Narsarsuak til Reykjavíkur. 17.9.2004 00:01
Atlantsolía brátt til Reykjavíkur Atlantsolía stefnir að því að fyrsta bensínstöð félagsins í Reykjavík geti tekið til starfa fyrir áramót, eftir að Borgarráð samþykkti í gær skipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir sjálfsafgreiðslustöð við Bústaðaveg, á móts við Sprengisand. 17.9.2004 00:01
2 mánuðir fyrir dráttarspilsstuld Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið dráttarspil af jeppa ófrjálsri hendi og selt það. Fyrir dómi bar sakborningur að hann hafi átt í deilum við eiganda spilsins vegna ógreiddra vinnulauna af hans hendi, og hótað að taka spilið 17.9.2004 00:01
Minnihlutinn kærir Minnihluti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum ætlar að kæra til félagsmálaráðherra þær samþykktir sem meirihlutinn gerði á umdeildum fundi sínum undir miðnætti, um sölu á nokkrum helstu fasteignum bæjarins. 17.9.2004 00:01
Verkfalli mótmælt Mótmælastaða foreldra grunnskólabarna hófst á Austurvelli nú klukkan tólf. Með henni eru foreldrar að mótmæla fyrirhuguðu kennararverkfalli og knýja á um lausn í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir að verkfall geti haft afdrifaríkar afleiðingar. 17.9.2004 00:01
Áframhaldandi veiðibanni mótmælt Áframhaldandi rjúpnaveiðibann gæti haft alvarleg áhrif á aðra dýrastofna, og leitt til óhóflegrar veiði, og dýrmætu veiðikortakerfi yrði stefnt í hættu. Þetta kom fram á fjölmennum fundi Skotveiðifélags Íslands um rjúpuna, sem haldinn var í Norræna húsinu í gærkvöldi. 17.9.2004 00:01
Leigubílstjóri slóst við farþega Leigubílstjóri á Sauðárkróki hefur kært tvítugan viðskiptavin fyrir líkamsrárás. Sjálfur segist pilturinn, sem var ofurölvi, íhuga að leggja fram kæru á hendur bílstjóranum fyrir það sama. 17.9.2004 00:01
Kári kynbætir íslenska hesta Heimur íslenskrar hestamennsku titrar vegna frétta um að Kári Stefánsson sé kominn á fullt í sportið. Hefur Kári þegar keypt upp nokkrar af ættstærstu hryssum landsins og stefnir í áður óþekktar kynbætur á íslenska hestinum með sérfræðiþekkingu sína í erfðafræði að vopni. Nánar í DV í dag. 17.9.2004 00:01
Tvö ný nöfn á lista ársins Alþjóðleg nefnd velur nöfn og viðheldur listum yfir heiti fellibylja í Atlantshafi. Svipað fyrirkomulag er haft víða um heim til að halda utan um nöfn fellibylja. Hætt er að nota nöfn mikilla skaðræðisbylja og ný valin í staðinn. Á eftir Ívani kemur til dæmis Jóna. 17.9.2004 00:01
Léleg mæting Einungis um tuttugu foreldrar mættu á Austurvöll í hádeginu til þess að mótmæla fyrirhuguðu verkfalli grunnskólakennara. Anna María Proppé, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla, segir þessa litlu þátttöku vera vonbrigði, en vonast til að fleiri taki þátt í samskonar mótmælum 17.9.2004 00:01
Áskorun nemenda í Hafnarfirði Hópur nemenda í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði hefur hafið undirskriftasöfnun meðal nemenda í unglingadeildum gunnskóla Hafnarfjarðar, þar sem skorað er á samninganefndir grunnskólakennara og sambands sveitarfélaga að ná samkomulagi, svo koma megi í veg fyrir kennaraverkfall. 17.9.2004 00:01
Umsögn Hæstaréttar afhent Dómsmálaráðherra verður afhent í dag umsögn Hæstaréttar á hæfi og hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara, að sögn Þorsteinn A. Jónssonar, skrifstofustjóra réttarins. Sjö sóttu um stöðu hæstaréttardómara, í stað Péturs Kr. Hafstein, sem lætur af embætti um næstu mánaðamót, en umsóknarfrestur rann út í lok síðasta mánaðar. 17.9.2004 00:01
Íslandsbanki selur í Straumi Íslandsbanki seldi í dag rúmlega 8% hlut í fjárfestingarbankanum Straumi, en alls voru seldar 333 milljónir á nafnvirði, eða sem nemur um 2,8 milljörðum króna. Hlutirnir voru annars vegar seldir félagi í eigu Kristins Björnssonar og fleiri fjárfesta, fyrir 233 milljónir á nafnvirði. 17.9.2004 00:01
Yfirtaka hjá Baugi? Baugur Group heur ásamt fleirum lýst áhuga á yfirtöku Big Food Group. Baugi hefur verið veitt aðgangur að bókhaldi félagsins og ef um semst gæti kaupverðið numið nálægt 94 milljörðum króna. 17.9.2004 00:01
Öryggi breska þingsins í rusli Svo virðist sem enginn fylgist almennilega með á breska þinginu, því í annað skipti í þessari viku komst óboðinn gestur þangað inn og hefði hæglega getað skapað stórhættu. Sem betur fer var þarna á ferðinni blaðamaður dagblaðsins SUN, sem vildi kanna hversu góð eða slök gæslan væri. 17.9.2004 00:01
Nemendur mótmæla verkfalli Nokkrir nemendur í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði efna til setuverkfalls í Karphúsinu á sunnudagskvöld til að þrýsta á um lausn kennaradeilunnar. Við sama tækifæri verða afhentir undirskriftalistar nemenda í unglingadeildum sem hvetja til sátta. 17.9.2004 00:01
Hæstiréttur skilar umsögnum Hæstiréttur hefur skilað umsögnum um umsækjendur um stöðu Hæstaréttardómara til dómsmálaráðuneytis. Fréttastofan fékk ekki að vita með hverjum Hæstiréttur mælti í stöðuna en ráðuneytið ber fyrir sig upplýsingalög og segist ekki bera skylda til að láta upplýsingarnar af hendi. 17.9.2004 00:01
Íslandsbanki selur í Straumi Íslandsbanki seldi hlut sinn í fjárfestingarbankanum Straumi. Kaupendur voru Kristinn Björnsson stjórnarformaður Straums og fjölskylda og Magnús Kristinsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum. 17.9.2004 00:01
Bankar geta hækkað gjöld Bönkunum er í sjálfsvald sett hvort þeir hækka gjald af lántakendum sem kjósa að greiða upp íbúðalán áður en lánstíma lýkur. 17.9.2004 00:01