Fleiri fréttir

Góðri grásleppuvertíð lokið

Einni bestu grásleppuvertíð til þessa er lokið og varð aflinn 11.500 tunnur samkvæmt samantekt Landssambands smábátaeigenda. Aðeins á vertíðinni í fyrra og vertíðinni fyrir sjö árum varð aflinn heldur meiri. Veitt var á átta veiðisvæðum í níutíu daga á hverju svæði.

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Hópur fólks kom saman við Reykjavíkurtjörn í gærkvöldi til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárása Bandaríkjamanna á á japönsku borgirnar Nagasakí og Híroshíma árið 1945. Fólkið fleytti kertum í blíðunni og var þetta í tuttugasta sinn sem samstarfshópur friðarhreyfinga stóð fyrir kertafleytingu af þessu tilefni.

Bændur banna hreindýraveiðar

Þrír bændur á Mýrum í Hornafirði leyfa ekki hreindýraveiðar á jörðum sínum þrátt fyrir að þær séu á veiðisvæði, að því er kemur fram á fréttavefnum Horn.is í dag. Stærsta jörðin sem um ræðir er Flatey á Mýrum sem er jörð í eigu ríkisins. Forsvarsmenn Skotveiðifélags Íslands eru ósáttir.

Höfuðhögg banamein Sri

Banamein Sri Rhamawati var höfuðhögg samkvæmt niðurstöðum krufningar. Um er að ræða bráðabirgðaniðurstöður en alvarlegir höfuðáverkar voru á líki Sri og er talið að hún hafi látist af þeim samstundis.

Vatnsból víða þurr

Á meðan jökulár bólgna vegna mikillar bráðnunar jökla í hlýindunum þessa dagana eru vatnsból sumstaðar orðin þurr og vatn farið að skorta vegna þurrka. Aðeins tíu mínútna regnskúr hefur til dæmis gert á átján daga langan leiðangur hestamanna þvert yfir landið.

Segir ÁTVR á villigötum

Orri Hlöðversson, bæjarstjóri í Hveragerði, er harðorður í garð stjórnenda ÁTVR í grein sem hann ritar í Bæjarblaðið. Hann segir ÁTVR sniðganga nýja verslunarmiðstöð sem bærinn og einkaaðilar hafa reist við Sunnumörk. Ákvörðun um að velja Ríkinu stað í bensínstöð ESSO hafi valdið Hvergerðingum vonbrigðum og fylgjendum einokunarsölu ríkisvaldsins á áfengi fari ört fækkandi í Hveragerði. </font />

Tekjuskattar verði lækkaðir í okt.

Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir ekkert mæla á móti því að tekjuskattar verði lækkaðir strax í október. Hins vegar sé ekki rétt að hækka fjármagnstekjuskatt þar sem fé leiti alltaf skjóls undan áreiti, sama hvort um ræðir fjármagn eða sauðfé.

Hitamet í hættu

Þorsteinn Jónsson verðurfræðingur, sem stendur nú vaktina á Veðurstofunni, á allt eins von á að sjá hitametin falla eitt af öðru í dag. Það yrði þá helst í innsveitum sunnan- og vestanlands, jafnvel fyrir norðan.

Brúin opnuð fyrir starfsmönnum

Búið er að opna brúna yfir Jöklu, sem laskaðist í vatnavöxtum í síðustu viku, fyrir farartækjum verktakanna við Kárahnjúka en ekki almenningi. Steypuvinna við undirstöður Kárahnjúkastíflu hefst væntanlega í dag eftir nokkurra daga hlé. 

Heilbrigðisráðherra á móts við SÁÁ

Heilbrigðisráðherra segir að reynt verði að koma til móts við SÁÁ vegna kostnaðar við meðferð sprautufíkla sem háðir eru ópíumefnum. Kostnaðurinn nemur allt að einni milljón króna á mánuði.

Nauðganirnar ekki kærðar

Tvær nauðganir sem tilkynntar voru um verslunarmannahelgina hafa ekki verið kærðar til lögreglu. Í Vestmannaeyjum var ein nauðgun tilkynnt til neyðarmóttöku en hún var ekki kærð til lögreglu.

20 orkumenn til Ástralíu

Yfir 20 manna hópur Íslendinga leggur á næstu dögum land undir fót til að mæta á alþjóðlega orkuráðstefnu í Ástralíu. Fólkið fer ýmist á vegum orkufyrirtækja eða ríkisins. Kostnaður við ferðina er lauslega áætlaður vera um 11 milljónir króna. Flestir fara frá Landsvirkjun eða sex manns; þrír stjórnarmenn og þrír starfsmenn. Um að ræða World Energi Council sem hefst í Ástralíu 5. september og stendur til 9 september.

Landsnet annast raforkuflutning

Nýtt hlutafélag, Landsnet, mun annast flutning raforku og kerfisstjórnun samkvæmt nýjum raforkulögum frá og með 1. janúar næstkomandi. Hlutafélagið hefur verið stofnað og undirbúningsstjórn skipuð, að því er segir í tilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu.

Úrskurðaður í viku gæsluvarðhald

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað karlmann á þrítugsaldri í vikulangt gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa höfuðkúpubrotið annan karlmann og veitt honum frekari áverka aðfararnótt síðastliðins fimmtudags. Málið er enn í rannsókn en Neyðarlínu var tilkynnt um að maður hefði slasast í Öxnadal eftir að hafa fallið við að fara út úr bifreið eftir að til deilna hafði komið.

Framleiðni meiri á Mið-Atlantshafi

Vísbendingar eru um að lífræn framleiðni á og við Mið-Atlantshafshrygginn sé meiri en utan hans. Þetta hefur hið alþjóðlega rannsóknarverkefni MAR-ECO leitt í ljós en Hafrannsóknastofnun tekur þátt í verkefninu ásamt vísindamönnum fimmtán annarra landa.

Dómur í kynferðisbrotamáli

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt mann á fimmtugsaldri í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot á stúlku árið 1994 þegar stúlkan var 13 ára gömul. Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur, auk málskostnaðar.

Veðurblíðan með eindæmum

Veðurblíðan á landinu er með eindæmum. Klukkan þrjú var hitinn heilar 28 gráður í Skaftafelli, Árnesi, Skálholti, á Hólasandi og á Þingvöllum. Þá var hitinn 25-27 gráður á fjölmörgum stöðum samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Hitinn á miðhálendinu er með hreinum ólíkindum og á níu af tíu veðurathugunarstöðvum þar var hitinn yfir tuttugu gráðum klukkan þrjú.

Rennslið 630 rúmmetrar á sekúndu

Rennslið í Jöklu var 630 rúmmetrar á sekúndu á hádegi í dag og hefur hækkað lítillega eftir því sem liðið hefur á daginn. Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að ekki sé búist við mjög miklu vatnsmagni í ánni í kvöld en hins vegar megi búast við að rennsli í henni nái hámarki á fimmtudag eða föstudag.

Grunaður um höfuðkúpubrot

Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi á Akureyri grunaður um að hafa höfuðkúpubrotið annan mann og veitt honum fleiri áverka. Fórnarlambið var lagt inn á gjörgæsludeild.

Sextíu kílómetra sjósundi lokið

Viktoría Áskelsdóttir sunddrottning lauk í dag Breiðafjarðarsundi sínu. Upp úr hádegi synti hún inn í höfnina í Stykkishólmi þar sem bæjarstjórinn tók á móti henni og fjölmenni fagnaði henni vel.

Ein hefur leitað til Stígamóta

Ein kona hefur leitað til Stígamóta vegna nauðgunar á útihátíð um verslunarmannahelgina, að sögn Guðrúnar Jónsdóttur hjá Stígamótum.

Flugleiðir ekki til Hong Kong

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir að ekki séu uppi áætlanir um að hefja áætlunarflug til Hong Kong en íslensk yfirvöld undirrituðu loftferðasamninga við Hong Kong í fyrradag.

Flestir skattar verði 15%

Verslunarráð Íslands vinnur að heildstæðum tillögum í skattamálum sem gefnar verða út í byrjun næsta árs. Vinnuheiti verkefnisins er "15 prósenta landið Ísland". Grunnhugmyndin sem gengið er út frá er að virðisaukaskattur og tekjuskattar einstaklinga og fyrirtækja verði fimmtán prósent.

Ekki sjálfsafgreiðsla út á landi

Bensínneytendur njóta ekki sjálfsafgreiðsluverðs á bensínstöðvum Olíufélagsins ESSO víða á landsbyggðinni. Pétur Steingrímson ætlaði sjálfur að dæla bensíni við stöðina í Varmahlíð í Skagafirði um síðustu helgi. "Þá var mér sagt að það stæði ekki til boða og ég yrði að greiða fyrir fulla þjónustu," segir hann.

Fyrst allra yfir Breiðafjörð

"Mér líður furðuvel, enda búin að koma við í heita pottinum," sagði Viktoría Áskelsdóttir sem lauk í gær sundi yfir Breiðafjörð, fyrst allra.

Hrein markleysa

Fulltrúar Landsvirkjunar fara frjálslega með hugtakið fimmhundruð ára flóð í fréttum af vatnavöxtum í Jökulsá á Brú að sögn Viðars Hreinssonar hjá Náttúruvaktinni. Hann segir þær fullyrðingar "hreina markleysu" í ljósi þess að vatnsmagn hafi verið mælt síðan 1965.

Mikill þurrkur á Austurlandi

"Þetta er mun meiri þurrkur en venjulega ," segir Freysteinn Sigurðsson hjá Orkustofnun en lítið sem ekkert hefur rignt í sumar frá Þistilsfirði austur á Fljótsdalshérað. Freysteinn segir þetta valda því að gróður spretti illa og skrælni auk þess sem vatnsból á stöku bóndabæjum eða í sumarhúsum gætu tæmst. Lítið vatn er í lækjum og sprænum.

Hitametið slegið víða um land

Hitamet í ágúst var slegið í dag. Tuttugu og níu stig voru í Skaftafelli og á Þingvöllum. Í höfuðborginni flúði fólk unnvörpum úr vinnunni og út í sólina.

Kvenkyns forstjórar á lægri launum

Þótt meira en helmingi fleiri konur hafi unnið sem forstjórar í fyrra en árið 2000 hafa þær langtum lægri laun en karlkyns kollegar þeirra. Þetta kemur fram í samantekt úr tölum Tekjublaðs Frjálsrar verslunar.

Gljúfrasteinn opnaður brátt

Framkvæmdum við safn Halldórs Laxness að Gljúfrasteini er að mestu lokið og verður það opnað fyrir gestum 4. september. Aðstandendur safnsins hafa metnaðarfullar hugmyndir um framtíð þess.

Sagðist of feitur til að nauðga

45 ára gamall flugvirki, sem dæmdur var í gær fyrir að hafa haft samræði við 12 ára dóttur vinahjóna sinna, sagðist fyrir dómi hafa verið of feitur til að nauðga.

Sprengjueyðingar umfangsmeiri

Sprengjueyðing er að verða sífellt umfangsmeira verkefni hjá Landhelgisgæslunni og er hún orðin mjög vel tækjum búin, með sprengjueyðingavélmenni og fleira. Þá er aukin áhersla á varnir gegn hryðjuverkum en síðar í mánuðinum verður hér á landi umfangsmesta æfingin til þessa í þeim efnum.

Landhelgisdeila við Noreg

Norðmenn hafa einhliða tekið ákvörðun um að banna veiðar á alþjóðlega hafsvæðinu við Svalbarða. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir að ekki verði tekið mark á ákvörðun Norðmanna. "Við munum halda áfram veiðum," segir hann. Landhelgisdeila er í uppsiglingu milli Íslendinga og Norðmanna. <b><font face="Helv" color="#008080"></font></b>

Fjármögnun meðferðar sprautufíkla

Heilbrigðisyfirvöld ætla að reyna að koma til móts við SÁÁ vegna kostnaðar við meðferð sprautufíkla sem háðir eru ópíumefnum. Samtökin segjast ítrekað hafa reynt á undanförnum árum að vekja athygli stjórnvalda á málinu en hvorki heilbrigðisráðherra né formaður heilbrigðisnefndar Alþingis kannast við það. 

Hitametið fallið

Hitamet ágústmánaðar féll í gær á nokkrum stöðum á landinu. Hitinn mældist hæstur 29,1 stig í Skaftafelli. Fyrra hitamet var 27,7 stig á Akureyri árið 1971. Áfram er búist við góðviðri þrátt fyrir að veður fari hægt kólnandi næstu daga.

Undrast veðurblíðu

Veðrið hefur sett mikinn svip á mannlífið síðustu daga. Erlendir ferðamenn á Þingvöllum eru undrandi yfir miklum hlýindum og ferðamenn í Reykjavík segja veðrið hafa komið þeim skemmtilega á óvart. Erill hjá meindýraeyði.

Leitað að fjórtán ára dreng

Leit er hafin að fjórtán ára þýskum dreng sem orðið hafði viðskila við föður sinn á Fljótsdalsheiði í morgun.

Verkfall í síðustu 4 skipti

Aðeins einu sinni á síðasta áratug hafa sjómenn og útvegsmenn samið um kjaramál sín á milli. Stjórnvöld hafa þrisvar sett lög á verkfall sjómanna. Sjómannasambandið ber ekki traust til að svo verði ekki raunin nú. </font /></b />

Víkja ekki fyrir sjúkrabílum

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir það vera orðið nokkuð áberandi vandamál að bílstjórar víki ekki þegar sjúkra- og lögreglubílar gefi merki um slíkt með blikkandi ljósum og sírenum.

Kornskurður hafinn í Eyjafirði

Kornsláttur hófst í Eyjafirði í gær og hefur hann aldrei hafist fyrr. Bóndinn í Grænuhlíð í Eyjafjarðarsveit sló 4,5 hektara af byggi og hefur uppskeran aldrei verið betri eða 5 tonn af hektara.

SUF vill efla hlut kvenna

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna lýsir yfir áhyggjum af versnandi stöðu kvenna innan Framsóknarflokksins. Í ályktun sem samþykkt var á fundi SUF í gær segir að brýnt sé að við val á forystumönnum flokksins sé gætt að því að hlutur kvenna sé eigi lakari en 40 % líkt og stefnumörkun í lögum flokksins geri ráð fyrir.

Þrumuveður á Suðurlandi

Þrumur og eldingar geisuðu á Suðurlandi í nótt og fylgdu úrhellis skúrir í kjölfarið. Um tíma fór rafmagn af Hveragerði og Ölfusi en ekki er vitað til þes að tjón hafi hlotist af. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofunni var mjög hlýtt og rakt loft að ganga inn á landið sem olli ójafnvægi í loftstraumum og verður þá þrumuveður.

Stíflan hækkuð enn frekar

Þótt Jökulsá á Dal hafi setið á sér í gær ákváðu sérfræðingar Landsvirkjunar á fundi sínum í gær að hækka varnargarðinn ofan við stíflustæðið enn frekar en orðið er. Ætlunin er að stíflan nái 498 metra hæð yfir sjávarmáli.

Slys á Gjábakkavegi

Kona slasaðist, þó ekki lífshættulega, þegar jepplingur og rútubíll lentu í árekstri á Gjábakkavegi á milli Þingvalla og Laugarvatns í gær. Konan var í jepplingnum en engan í rútunni sakaði. Þá slasaðist frönsk ferðakona þegar bíll hennar valt á veginum inn í Lakagíga.

Blindþoka á Holtavörðuheiði

Nokkrir bílar fóru út af veginum yfir Holtavörðuheiði í blindþoku sem gerði þar upp úr miðnætti. Vegfarandi segir að um tíma hafi ekki sést handa skil og við það bættist að vegna vegaframkvæmda hafði Vegagerðin tekið niður stikur á nokkrum kafla og ekki var búið að mála miðlínu á veginn.

Sjá næstu 50 fréttir