Innlent

Höfuðhögg banamein Sri

Banamein Sri Rhamawati var höfuðhögg samkvæmt niðurstöðum krufningar. Um er að ræða bráðabirgðaniðurstöður en alvarlegir höfuðáverkar voru á líki Sri og er talið að hún hafi látist af þeim samstundis. Hákon Eydal, barnsfaðir Sri og fyrrverandi sambýlismaður, hefur játað að hafa banað henni þann 4. júlí síðastliðinn og komið líkinu fyrir í gjótu í hrauninu sunnan við Hafnarfjörð. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verður krafist framlengingar á því. Rannsókn málsins er á lokastigi enda hefur Hákon játað á sig verknaðinn eins og fyrr segir. Þó er enn beðið endanlegra niðurstaðna úr blóðsýnum og fleiru og eins stendur enn yfir geðrannsókn á Hákoni. Að lokinni rannsókn verður málið sent til ríkissaksóknara til ákærumeðferðar. Sri Rhamawati var 33 ára gömul og ættuð frá Indónesíu en hafði verið búsett hér á landi í á sjötta ár. Hún lætur eftir sig þrjú börn. Hægt er að horfa á frétt Stöðvar 2 um málið með því að smella á hlekkinn hér að neðan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×