Innlent

Hitamet í hættu

Þorsteinn Jónsson verðurfræðingur, sem stendur nú vaktina á Veðurstofunni, á allt eins von á að sjá hitametin falla eitt af öðru í dag. Það yrði þá helst í innsveitum sunnan- og vestanlands, jafnvel fyrir norðan. Þorsteinn segir hitann í Reykjavík í morgun hafa farið upp í 21 stig og alveg upp í 27 stig á Hafnarmelum undir Hafnarfjalli. Klukkan ellefu var 26 stiga hiti á Þingvöllum. Hitinn lækkaði hins vegar aðeins þegar hafgola fór yfir landið en ef hún hægir á sér segir Þorsteinn að hitamet gætu fallið.  Hægt er að hlusta á viðtal við Þorstein úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×