Innlent

Flugleiðir ekki til Hong Kong

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir að ekki séu uppi áætlanir um að hefja áætlunarflug til Hong Kong en íslensk yfirvöld undirrituðu loftferðasamninga við Hong Kong í fyrradag. "Við leggjum áherslu á að slíkir samningar séu gerðir hvar sem því verður við komið til að geta átt þann möguleika að vinna í þá átt að eiga viðskipti við ný lönd," segir Guðjón. Hong Kong er talin næstmikilvægasta miðstöð loftflutninga í Asíu og telur Guðjón helstu tækifærin liggja í frakt og leiguflugi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×