Innlent

Rennslið 630 rúmmetrar á sekúndu

Rennslið í Jöklu var 630 rúmmetrar á sekúndu á hádegi í dag og hefur hækkað lítillega eftir því sem liðið hefur á daginn. Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að ekki sé búist við mjög miklu vatnsmagni í ánni í kvöld en hins vegar megi búast við að rennsli í henni nái hámarki á fimmtudag eða föstudag. Því er spáð að vatnsmagn Jöklu verði þá svipað því sem var þegar mest lét í síðustu viku, en það gæti þó hæglega orðið einum hundrað rúmmetrum meira og þar með náð þúsund rúmmetrum á sekúndu. Það hefur aðeins gerst tvisvar sinnum áður, árin 1977 og 1991. Búið er að opna brúna yfir Jöklu, sem laskaðist í vatnavöxtum í síðustu viku, fyrir farartækjum verktakanna við Kárahnjúka en ekki almenningi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×