Innlent

Hrein markleysa

Fulltrúar Landsvirkjunar fara frjálslega með hugtakið fimmhundruð ára flóð í fréttum af vatnavöxtum í Jökulsá á Brú að sögn Viðars Hreinssonar hjá Náttúruvaktinni. Hann segir þær fullyrðingar "hreina markleysu" í ljósi þess að vatnsmagn hafi verið mælt síðan 1965. Viðar segir rennsli Jöklu hafa mælst 1030 rúmmetra á sekúndu árið 1977 og 1020 rúmmetra árið 1991. Nær væri því að kalla þetta þrettán ára flóð. Náttúruvaktin telur að hlaup í ánni séu áhyggjuefni og segir vatnsmagn geta orðið margfalt hærra en það var fyrir helgi og varar við hinni augljósu hættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×