Fleiri fréttir Dýrkeypt fyrir þjóðina Fjöldatakmarkanir í Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri munu reynast íslensku þjóðinni dýrkeyptar þar sem hundruð einstaklinga er gert ókleift að stunda æðri menntun, að því er þingflokkur Samfylkingarinnar heldur fram. 5.8.2004 00:01 Málið ekki í höfn "Þarna er um að ræða lítið skref í rétta átt en engu að síður er langt í land ennþá," segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. 5.8.2004 00:01 Ístak með lægsta tilboðið Ístak átti lægsta tilboð í nýjan kerskála og aðrar byggingar vegna þriðja áfanga Norðuráls á Grundartanga, þ.e. stækkunar álversins úr 90 þúsund tonnum í 180 þúsund tonn. Tilboðin voru opnuð 29. júlí sl. Tilboð Ístaks var upp á röska 3,2 milljarða króna en hæsta tilboðið, frá Íslenskum aðalverktökum, var rúmlega 3,6 milljarðar. 5.8.2004 00:01 Búið að leita þar sem líkið fannst Lík Sri Rahmawati fannst í hraunsprungu í Almenningi fyrir sunnan Hafnarfjörð í gær. Líkið var vandlega hulið með grjóti og erfitt að sjá að nokkuð hefði verið sett í sprunguna sem er um þriggja metra djúp. Felustaðurinn er innan þess svæðis sem lögregla og björgunarsveitarmenn höfðu leitað á síðustu daga. 4.8.2004 00:01 Burðarás á bankaveiðum Fjárfestingarfélagið Burðarás keypti í gær 3,38 prósenta hlut í breska bankanum Singer and Friedlander sem KB banki á fimmtung í. 4.8.2004 00:01 Ógnarstjórn flæmir burt starfsmenn Á annan tug íslenskra starfsmanna hefur flæmst úr starfi að Kárahnjúkum vegna hrokafullrar framkomu yfirmanna undirverktakafyrirtækisins Sodexho. Kvartanir hafa streymt frá starfsfólkinu, en yfirmennirnir láta ekki segjast. Trúnaðarmaður á svæðinu staðfestir þetta. 4.8.2004 00:01 Stöðugleiki forsenda alls Halldór Ásgrímsson tekur við embætti forsætisráðherra 15. september. Hann boðar ekki miklar breytingar heldur segist ætla að halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið á undanförnum árum. Mikilvægt að endurskoðun stjórnarskrár fari ekki fram í ljósi ákveðins máls. </font /></b /> 4.8.2004 00:01 Hlaup í Jökulsá á Dal Hlaup kom í Jökulsá á Dal síðdegis í gær og um klukkan hálf sjö var brúnni við Fremri- Kárahnjúk lokað, enda var vatnsyfirborðið þá alveg að ná upp í brúargólfið og farið var að skola úr fyllingum við brúarendana. 4.8.2004 00:01 Banaslys við Krossanesbraut Karlmaður á fertugsaldri beið bana þegar stór grjótflutningabíll sem hann ók fór fram af háum vegkanti við Krossanesbraut og valt þegar hann hafnaði ofan í fjöru. Þetta var svonefnd búkolla og vann ökumaðurinn að því að breikka veginn. 4.8.2004 00:01 Bjargað úr brennandi tjaldi Vörður á tjaldstæðinu í Laugardal í Reykjavík bjargaði í nótt tveimur mönnum út úr brennandi tjaldi og sakaði þá ekki. Þeir höfðu sofnað út frá logandi kerti sem líklega hefur oltið um. 4.8.2004 00:01 Slapp ótrúlega lítið meiddur Ökumaður á stórum malarflutningabíl slapp ótrúlega lítið meiddur eftir að hann ók út af brúnni yfir Laxá í Laxárdal í gær og bíllinn hafnaði á hvolfi í grýttum árfarveginum, meira en tíu metrum neðar. Ökumaðurinn var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Reykjavík. 4.8.2004 00:01 3 kíló af amfetamíni haldlögð Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík og Tollgæslan í Reykjavík hafa lagt hald á þrjú kíló af amfetamíni sem smyglað var til landsins með Dettifosi en andvirði þess gæti numið yfir 30 milljónum króna. 4.8.2004 00:01 Brennuvargur kveikti í bílum Kveikt var í þremur bílum vestur á Melum í Reykjavík í nótt og tilraun gerð til að kveikja í þeim fjórða. Kveikt var í fyrsta bílnum um klukkan tvö og hinum tveimur með klukkustundar millibili. Slökkviliðið var kallað á vettvang í öllum tilvikum og skemmdust bílarnir mikið. 4.8.2004 00:01 Fólkið enn þungt haldið Maður og kona liggja enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss eftir harðan árekstur jeppa og fólksbíls við Kotströnd á Suðurlandsvegi á mánudaginn. Þau eru ekki úr lífshættu og er báðum haldið sofandi og í öndunarvél. 4.8.2004 00:01 Útskrifaður eftir rannsókn Ökumaður malarflutningabílsins sem ók út af brúnni yfir Laxá í Laxárdal í gær var útskrifaður af slysadeild eftir rannsókn. Bíllinn hafnaði á hvolfi í grýttum árfarveginum, meira en tíu metrum neðar, en áður hafði bíllinn sópað sterku vegriði á brúnni niður á löngum kafla. 4.8.2004 00:01 Milljarða framkvæmdir í hættu? Óttast er að grjóthrun hafi stíflað hjárennslisgöng fram hjá virkjanaframkvæmdunum við Kárahnjúka þannig að milljarða framkvæmdir gætu verið í hættu. Göngin voru grafin inn í gljúfurvegginn ofan við vinnusvæðið við aðalstífluna og opnast svo neðan við vinnusvæðið. 4.8.2004 00:01 Aldrei meiri verðmunur Meðaltalsverðmunur á bensínlítranum í Reykjavík og Hafnarfirði er nú kominn upp í sjö krónur eftir að Orkan í Reykjavík hækkaði lítrann í 107,30 krónur í morgun. Munurinn hefur aldrei verið svona mikill á sjálfsafgreiðslustöðvunum, Hafnfirðingum í vil, en þar í bæ má enn fá bensínlítrann á u.þ.b. hundrað krónur. 4.8.2004 00:01 Fyrir ofan meðalhita í 28 mánuði Meðalhitinn í Reykjavík hefur nú mælst fyrir ofan meðallag í 28 mánuði í röð samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni. Meðalhitinn í höfuðborginni í júlímánuði mældist 11,5 stig, sem er 0,9 stigum hærri en í meðalári. 4.8.2004 00:01 Fleiri hækka afurðaverð nautakjöts Norðlenska og Borgarnes kjötvörur hafa nú bæst í hóp þeirra sláturleyfishafa sem hækkað hafa afurðaverð á nautgripakjöti til bænda að undanförnu að því er fram kemur á vefsíðu Landssambands kúabænda. Báðir sláturleyfishafarnir hafa jafnframt lækkað þyngdarmörk innan hins svokallaða UN 1 flokks. 4.8.2004 00:01 Bráðabirgðastífla hækkuð um 5 m Ákveðið hefur verið að hækka bráðabirgðastíflu við Kárahnjúka um fimm metra vegna stíflunar í hjárennslisgöngum fram hjá virkjanaframkvæmdunum á svæðinu. Göngin eiga að veita vatni fram hjá endanlegu stíflumannvirki á meðan það er í byggingu. 4.8.2004 00:01 Ráðherrar Norðurlandanna funda Forsætisráðherrar Norðurlandanna munu hittast á fundi í Sveinbjarnargerði við Eyjafjörð næstkomandi sunnudag, 8. ágúst, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Á fundinum verður fjallað um norræn málefni, Evrópumál og önnur alþjóðamál. 4.8.2004 00:01 Óbreytt vísitala neysluverðs Landsbankinn spáir óbreyttri vísitölu neysluverðs í ágúst sem myndi þýða að 12 mánaða verðbólga yrði áfram 3,6%. Gera má ráð fyrir að útsöluáhrif vegi töluvert þungt til lækkunar en hækkun bensínverðs að undanförnu mun vega á móti að stórum hluta segir í tilkynningu frá bankanum. 4.8.2004 00:01 Aukið álag á vegina Aukin umferð vöruflutningabifreiða um þjóðvegi hefur í för með sér aukið slit á vegum og sumstaðar aukna slysahættu. Auknar líkur á banaslysi þegar þyngdarmunur bifreiða í árekstri er mjög mikill, segir formaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa. 4.8.2004 00:01 Uppsetning vinnubúða hafin <span class="frettatexti">Akrafell, skip Samskipa, kom til Reyðarfjarðar á mánudag með fyrsta hluta vöruflutninga sem félagið annast fyrir Fjarðaál vegna uppsetningar vinnubúða fyrir álversuppbygginguna eystra. </span> 4.8.2004 00:01 Nafn mannsins sem lést Maðurinn sem lést þegar vörubifreið valt við Krossanes í gær hét Þorgeir Ingi Ingason, til heimilis að Mánahlíð 9 á Akureyri. Þorgeir Ingi var þrjátíu og sex ára, ókvæntur og barnlaus og bjó í foreldrahúsum. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir. 4.8.2004 00:01 Væntir samkomulags við tollinn Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, telur ekki að vandkvæði ættu að vera fyrir sægarpinn Hafstein Jóhannsson, kafara frá Akranesi, að afhenda Byggðasafni Akraness seglskútuna Eldingu að gjöf. "Hafsteinn er mikill sægarpur sem gert hefur garðinn frægan," segir Gísli.og vísar meðal annars til siglingarafreka Hafsteins. 4.8.2004 00:01 3 kíló af amfetamíni í Dettifossi Þrjú kíló af amfetamíni fundust í Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins. Sjaldan hefur verið lagt hald á jafn mikið af efninu. Söluverðmæti þess gæti numið á fjórða tug milljóna króna. 4.8.2004 00:01 Vegið að mannlegri virðingu fólks Vegið er að mannlegri virðingu og sjálfræði hælisleitenda með því að greiða þeim ekki vasapeninga, að mati Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns. Um síðustu áramót tók félagsþjónusta Reykjanesbæjar við umsjá fólks sem hér leitar pólitísks hælis og um leið var látið af greiðslum vasapeninga. 4.8.2004 00:01 Kveikt í fjórum bílum Kveikt var í fjórum bifreiðum í vesturbæ Reykjavíkur í fyrrinótt og tilraun var gerð til að kveikja í einni til viðbótar. Bílarnir fjórir eru stórskemmdir. 4.8.2004 00:01 Eignaverð hefur hækkað um 20% Eignaverð hérlendis hefur hækkað um tuttugu prósent að raunvirði á síðustu 12 mánuðum samkvæmt eignaverðsvísitölu KB banka. Í henni er vegið saman markaðsvirði þriggja helstu eignaflokka landsins, þ.e.a.s. fasteigna, hlutabréfa og skuldabréfa. 4.8.2004 00:01 Hækka afurðaverð á nautakjöti Norðlenska og Borgarnes kjötvörur hafa ákveðið að hækka afurðaverð á nautgripakjöti til bænda auk þess sem þyngdarmörk innan UN1 flokksins hafa verið lækkuð, sem þýðir að nautgripir fara yngri í slátrun en áður. 4.8.2004 00:01 Heitasti júlí í sjö ár Hiti hefur mælst yfir meðallagi í Reykjavík 28 mánuði í röð samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Í júlímánuði mældist meðalhiti 11,5 stig á celsíus sem er 0,9 gráðum meira en í meðalári. 4.8.2004 00:01 Brúnni yfir Jöklu lokað aftur Búið er að loka brúnni yfir Jökulsá á Dal aftur vegna vatnavaxta og er ekki útilokað að vatnsyfirborðið nái hærra en í flóðinu í gær. Ákveðið hefur verið að hækka varnarstíflu um fimm metra í varúðarskyni. Önnur hjárennslisgöngin hafa ekki undan, væntanlega vegna stíflu. 4.8.2004 00:01 Morðvopnið hjá líkinu í gjótunni Lögregla fann í dag kúbein sem talið er að Hákon Eydal hafi notað til að myrða Sri Ramawati. Það lá í sömu gjótu og líkið af henni sem fannst í Hafnarfjarðarhrauni í gær. 4.8.2004 00:01 Vildi bjarga fólkinu „Ég verð að bjarga fólkinu,“ flaug í gegnum huga Guðjóns Magnússonar vörubílstjóra áður en hann steyptist rúma tíu metra niður í stórgrýti. Guðjón, sem vinnur hjá Bergverki í Borgarnesi, var að flytja möl á stórum fjögurra öxla vörubíl þegar hann kom að einbreiðri brú yfir Laxá í Laxárdal. 4.8.2004 00:01 Hélt ég myndi deyja Guðjón Magnússon, 24 ára bifreiðastjóri frá Borgarnesi segist þakka æðri máttarvöldum að enginn hefði meiðst alvarlega þegar 28 tonna trukkur sem hann ók steyptist rúma 10 metra niður í stórgrýttan árfarveg Laxár á Dölum við Búðardal. Ástæðan var sú að jeppi var fyrir á einbreiðri brúnni. 4.8.2004 00:01 Ráðist á lögfræðing Viktor Stefán Pálsson, lögfræðingur og sviðsstjóri hjá Vestmannaeyjabæ tilkynnti líkamsárás til lögreglu um helgina. Samkvæmt heimildum DV átti árásin sér pólitískar rætur. 4.8.2004 00:01 Ónákvæm kort Landmælinga Íslands Dæmi eru um að ár renni upp í mót og heilu og hálfu fjöllin vanti á landakort af Íslandi frá Landmælingum Íslands. Forstjóri stofnunarinnar kennir fjárskorti um. 4.8.2004 00:01 Mótmæla leðurfatnaði í Gay Pride Íslenskur dýravinur, hommi, lesbía og Búkolla mótmæltu því á Austurvelli í dag að samkynhneigðir íklæddust leðri. Þau segja að á bak við hverja leðurskó, svipu eða leðurjakka liggi ólýsanleg þjáning dýra og að föt úr gervileðri eða gúmmíi séu jafn kynþokkafull og leðrið. 4.8.2004 00:01 Jarðgöng biluð Vatnavextir í Jöklu sem ollu því að brú fór undir vatn eru ekki meiri en búast má við í venjulegu sumri. Mesta flæðið á síðustu dögum var 820 rúmmetrar á sekúndu en að sögn Ómars R. Valdimarssonar, talsmanns Impregilo, er alvanalegt að flæði fari upp í 900 rúmmetra á sekúndu yfir sumarið. 4.8.2004 00:01 Vítamíndropar taldir valda ofnæmi Grunur leikur á því, að notkun A- og D-vítamíndropa, sem innihéldu jarðhnetuolíu hafi hleypt af stað jarðhnetuofnæmi hjá ungabörnum hér á landi. Lyfjastofnun innkallaði þessa dropa í fyrra. Hópur foreldra þarf að hafa bráðasprautur við hendina, vegna þessa illvíga ofnæmis. </font /></b /> 4.8.2004 00:01 Rökin eingöngu pólitísk Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem greiða mest til landbúnaðar. Helstu rök gegn því að hætta stuðningi við íslenskan landbúnað eru pólitísk og ástæðurnar huglægar, segir Gylfi Magnússon hagfræðingur. Formaður landbúnaðarnefndar vill halda stuðningi áfram. </font /></b /> 4.8.2004 00:01 Bráðasprautan alltaf við hendina Tveggja ára snáði, Kjartan Sveinn Guðmundsson greindist með jarðhnetuofnæmi fyrir fáeinum vikum. Foreldrar hans hafa neyðarsprautuna alltaf við hendina. Þau þurfa ætíð að vera á vaktinni, ekki einungis varðandi það sem barnið lætur ofan í sig, heldur með hvað þau borða sjálf.</font /></b /> 4.8.2004 00:01 Endurmæling hnitakerfis hafin Hafin er endurmæling á hnitakerfi landsins, svo kölluðu grunnstöðvaneti. Þetta umfangsmikla verkefni hófst við mælistöð nálægt Reykholti í Borgarfirði. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra var viðstödd og hóf fyrstu mælinguna ásamt mælingamönnum frá Landmælingum Íslands. Að því loknu hófu 19 mælingahópar mælingar á 34 mælistöðvum á Norðurlandi. 4.8.2004 00:01 Fleygði líkinu og fór í búðir Hákon Eydal segist hafa varpað líki Sri Rahmawati í fjöruna en síðan hafi hann farið í stórmarkað í Reykjavík og keypt sér föt. Eftirlíkingu af pokanum sem Hákon kom líkinu fyrir í var varpað á sama stað og fylgst verður með hreyfingunum pokans. </font /></b /> 3.8.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Dýrkeypt fyrir þjóðina Fjöldatakmarkanir í Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri munu reynast íslensku þjóðinni dýrkeyptar þar sem hundruð einstaklinga er gert ókleift að stunda æðri menntun, að því er þingflokkur Samfylkingarinnar heldur fram. 5.8.2004 00:01
Málið ekki í höfn "Þarna er um að ræða lítið skref í rétta átt en engu að síður er langt í land ennþá," segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. 5.8.2004 00:01
Ístak með lægsta tilboðið Ístak átti lægsta tilboð í nýjan kerskála og aðrar byggingar vegna þriðja áfanga Norðuráls á Grundartanga, þ.e. stækkunar álversins úr 90 þúsund tonnum í 180 þúsund tonn. Tilboðin voru opnuð 29. júlí sl. Tilboð Ístaks var upp á röska 3,2 milljarða króna en hæsta tilboðið, frá Íslenskum aðalverktökum, var rúmlega 3,6 milljarðar. 5.8.2004 00:01
Búið að leita þar sem líkið fannst Lík Sri Rahmawati fannst í hraunsprungu í Almenningi fyrir sunnan Hafnarfjörð í gær. Líkið var vandlega hulið með grjóti og erfitt að sjá að nokkuð hefði verið sett í sprunguna sem er um þriggja metra djúp. Felustaðurinn er innan þess svæðis sem lögregla og björgunarsveitarmenn höfðu leitað á síðustu daga. 4.8.2004 00:01
Burðarás á bankaveiðum Fjárfestingarfélagið Burðarás keypti í gær 3,38 prósenta hlut í breska bankanum Singer and Friedlander sem KB banki á fimmtung í. 4.8.2004 00:01
Ógnarstjórn flæmir burt starfsmenn Á annan tug íslenskra starfsmanna hefur flæmst úr starfi að Kárahnjúkum vegna hrokafullrar framkomu yfirmanna undirverktakafyrirtækisins Sodexho. Kvartanir hafa streymt frá starfsfólkinu, en yfirmennirnir láta ekki segjast. Trúnaðarmaður á svæðinu staðfestir þetta. 4.8.2004 00:01
Stöðugleiki forsenda alls Halldór Ásgrímsson tekur við embætti forsætisráðherra 15. september. Hann boðar ekki miklar breytingar heldur segist ætla að halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið á undanförnum árum. Mikilvægt að endurskoðun stjórnarskrár fari ekki fram í ljósi ákveðins máls. </font /></b /> 4.8.2004 00:01
Hlaup í Jökulsá á Dal Hlaup kom í Jökulsá á Dal síðdegis í gær og um klukkan hálf sjö var brúnni við Fremri- Kárahnjúk lokað, enda var vatnsyfirborðið þá alveg að ná upp í brúargólfið og farið var að skola úr fyllingum við brúarendana. 4.8.2004 00:01
Banaslys við Krossanesbraut Karlmaður á fertugsaldri beið bana þegar stór grjótflutningabíll sem hann ók fór fram af háum vegkanti við Krossanesbraut og valt þegar hann hafnaði ofan í fjöru. Þetta var svonefnd búkolla og vann ökumaðurinn að því að breikka veginn. 4.8.2004 00:01
Bjargað úr brennandi tjaldi Vörður á tjaldstæðinu í Laugardal í Reykjavík bjargaði í nótt tveimur mönnum út úr brennandi tjaldi og sakaði þá ekki. Þeir höfðu sofnað út frá logandi kerti sem líklega hefur oltið um. 4.8.2004 00:01
Slapp ótrúlega lítið meiddur Ökumaður á stórum malarflutningabíl slapp ótrúlega lítið meiddur eftir að hann ók út af brúnni yfir Laxá í Laxárdal í gær og bíllinn hafnaði á hvolfi í grýttum árfarveginum, meira en tíu metrum neðar. Ökumaðurinn var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Reykjavík. 4.8.2004 00:01
3 kíló af amfetamíni haldlögð Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík og Tollgæslan í Reykjavík hafa lagt hald á þrjú kíló af amfetamíni sem smyglað var til landsins með Dettifosi en andvirði þess gæti numið yfir 30 milljónum króna. 4.8.2004 00:01
Brennuvargur kveikti í bílum Kveikt var í þremur bílum vestur á Melum í Reykjavík í nótt og tilraun gerð til að kveikja í þeim fjórða. Kveikt var í fyrsta bílnum um klukkan tvö og hinum tveimur með klukkustundar millibili. Slökkviliðið var kallað á vettvang í öllum tilvikum og skemmdust bílarnir mikið. 4.8.2004 00:01
Fólkið enn þungt haldið Maður og kona liggja enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss eftir harðan árekstur jeppa og fólksbíls við Kotströnd á Suðurlandsvegi á mánudaginn. Þau eru ekki úr lífshættu og er báðum haldið sofandi og í öndunarvél. 4.8.2004 00:01
Útskrifaður eftir rannsókn Ökumaður malarflutningabílsins sem ók út af brúnni yfir Laxá í Laxárdal í gær var útskrifaður af slysadeild eftir rannsókn. Bíllinn hafnaði á hvolfi í grýttum árfarveginum, meira en tíu metrum neðar, en áður hafði bíllinn sópað sterku vegriði á brúnni niður á löngum kafla. 4.8.2004 00:01
Milljarða framkvæmdir í hættu? Óttast er að grjóthrun hafi stíflað hjárennslisgöng fram hjá virkjanaframkvæmdunum við Kárahnjúka þannig að milljarða framkvæmdir gætu verið í hættu. Göngin voru grafin inn í gljúfurvegginn ofan við vinnusvæðið við aðalstífluna og opnast svo neðan við vinnusvæðið. 4.8.2004 00:01
Aldrei meiri verðmunur Meðaltalsverðmunur á bensínlítranum í Reykjavík og Hafnarfirði er nú kominn upp í sjö krónur eftir að Orkan í Reykjavík hækkaði lítrann í 107,30 krónur í morgun. Munurinn hefur aldrei verið svona mikill á sjálfsafgreiðslustöðvunum, Hafnfirðingum í vil, en þar í bæ má enn fá bensínlítrann á u.þ.b. hundrað krónur. 4.8.2004 00:01
Fyrir ofan meðalhita í 28 mánuði Meðalhitinn í Reykjavík hefur nú mælst fyrir ofan meðallag í 28 mánuði í röð samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni. Meðalhitinn í höfuðborginni í júlímánuði mældist 11,5 stig, sem er 0,9 stigum hærri en í meðalári. 4.8.2004 00:01
Fleiri hækka afurðaverð nautakjöts Norðlenska og Borgarnes kjötvörur hafa nú bæst í hóp þeirra sláturleyfishafa sem hækkað hafa afurðaverð á nautgripakjöti til bænda að undanförnu að því er fram kemur á vefsíðu Landssambands kúabænda. Báðir sláturleyfishafarnir hafa jafnframt lækkað þyngdarmörk innan hins svokallaða UN 1 flokks. 4.8.2004 00:01
Bráðabirgðastífla hækkuð um 5 m Ákveðið hefur verið að hækka bráðabirgðastíflu við Kárahnjúka um fimm metra vegna stíflunar í hjárennslisgöngum fram hjá virkjanaframkvæmdunum á svæðinu. Göngin eiga að veita vatni fram hjá endanlegu stíflumannvirki á meðan það er í byggingu. 4.8.2004 00:01
Ráðherrar Norðurlandanna funda Forsætisráðherrar Norðurlandanna munu hittast á fundi í Sveinbjarnargerði við Eyjafjörð næstkomandi sunnudag, 8. ágúst, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Á fundinum verður fjallað um norræn málefni, Evrópumál og önnur alþjóðamál. 4.8.2004 00:01
Óbreytt vísitala neysluverðs Landsbankinn spáir óbreyttri vísitölu neysluverðs í ágúst sem myndi þýða að 12 mánaða verðbólga yrði áfram 3,6%. Gera má ráð fyrir að útsöluáhrif vegi töluvert þungt til lækkunar en hækkun bensínverðs að undanförnu mun vega á móti að stórum hluta segir í tilkynningu frá bankanum. 4.8.2004 00:01
Aukið álag á vegina Aukin umferð vöruflutningabifreiða um þjóðvegi hefur í för með sér aukið slit á vegum og sumstaðar aukna slysahættu. Auknar líkur á banaslysi þegar þyngdarmunur bifreiða í árekstri er mjög mikill, segir formaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa. 4.8.2004 00:01
Uppsetning vinnubúða hafin <span class="frettatexti">Akrafell, skip Samskipa, kom til Reyðarfjarðar á mánudag með fyrsta hluta vöruflutninga sem félagið annast fyrir Fjarðaál vegna uppsetningar vinnubúða fyrir álversuppbygginguna eystra. </span> 4.8.2004 00:01
Nafn mannsins sem lést Maðurinn sem lést þegar vörubifreið valt við Krossanes í gær hét Þorgeir Ingi Ingason, til heimilis að Mánahlíð 9 á Akureyri. Þorgeir Ingi var þrjátíu og sex ára, ókvæntur og barnlaus og bjó í foreldrahúsum. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir. 4.8.2004 00:01
Væntir samkomulags við tollinn Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, telur ekki að vandkvæði ættu að vera fyrir sægarpinn Hafstein Jóhannsson, kafara frá Akranesi, að afhenda Byggðasafni Akraness seglskútuna Eldingu að gjöf. "Hafsteinn er mikill sægarpur sem gert hefur garðinn frægan," segir Gísli.og vísar meðal annars til siglingarafreka Hafsteins. 4.8.2004 00:01
3 kíló af amfetamíni í Dettifossi Þrjú kíló af amfetamíni fundust í Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins. Sjaldan hefur verið lagt hald á jafn mikið af efninu. Söluverðmæti þess gæti numið á fjórða tug milljóna króna. 4.8.2004 00:01
Vegið að mannlegri virðingu fólks Vegið er að mannlegri virðingu og sjálfræði hælisleitenda með því að greiða þeim ekki vasapeninga, að mati Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns. Um síðustu áramót tók félagsþjónusta Reykjanesbæjar við umsjá fólks sem hér leitar pólitísks hælis og um leið var látið af greiðslum vasapeninga. 4.8.2004 00:01
Kveikt í fjórum bílum Kveikt var í fjórum bifreiðum í vesturbæ Reykjavíkur í fyrrinótt og tilraun var gerð til að kveikja í einni til viðbótar. Bílarnir fjórir eru stórskemmdir. 4.8.2004 00:01
Eignaverð hefur hækkað um 20% Eignaverð hérlendis hefur hækkað um tuttugu prósent að raunvirði á síðustu 12 mánuðum samkvæmt eignaverðsvísitölu KB banka. Í henni er vegið saman markaðsvirði þriggja helstu eignaflokka landsins, þ.e.a.s. fasteigna, hlutabréfa og skuldabréfa. 4.8.2004 00:01
Hækka afurðaverð á nautakjöti Norðlenska og Borgarnes kjötvörur hafa ákveðið að hækka afurðaverð á nautgripakjöti til bænda auk þess sem þyngdarmörk innan UN1 flokksins hafa verið lækkuð, sem þýðir að nautgripir fara yngri í slátrun en áður. 4.8.2004 00:01
Heitasti júlí í sjö ár Hiti hefur mælst yfir meðallagi í Reykjavík 28 mánuði í röð samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Í júlímánuði mældist meðalhiti 11,5 stig á celsíus sem er 0,9 gráðum meira en í meðalári. 4.8.2004 00:01
Brúnni yfir Jöklu lokað aftur Búið er að loka brúnni yfir Jökulsá á Dal aftur vegna vatnavaxta og er ekki útilokað að vatnsyfirborðið nái hærra en í flóðinu í gær. Ákveðið hefur verið að hækka varnarstíflu um fimm metra í varúðarskyni. Önnur hjárennslisgöngin hafa ekki undan, væntanlega vegna stíflu. 4.8.2004 00:01
Morðvopnið hjá líkinu í gjótunni Lögregla fann í dag kúbein sem talið er að Hákon Eydal hafi notað til að myrða Sri Ramawati. Það lá í sömu gjótu og líkið af henni sem fannst í Hafnarfjarðarhrauni í gær. 4.8.2004 00:01
Vildi bjarga fólkinu „Ég verð að bjarga fólkinu,“ flaug í gegnum huga Guðjóns Magnússonar vörubílstjóra áður en hann steyptist rúma tíu metra niður í stórgrýti. Guðjón, sem vinnur hjá Bergverki í Borgarnesi, var að flytja möl á stórum fjögurra öxla vörubíl þegar hann kom að einbreiðri brú yfir Laxá í Laxárdal. 4.8.2004 00:01
Hélt ég myndi deyja Guðjón Magnússon, 24 ára bifreiðastjóri frá Borgarnesi segist þakka æðri máttarvöldum að enginn hefði meiðst alvarlega þegar 28 tonna trukkur sem hann ók steyptist rúma 10 metra niður í stórgrýttan árfarveg Laxár á Dölum við Búðardal. Ástæðan var sú að jeppi var fyrir á einbreiðri brúnni. 4.8.2004 00:01
Ráðist á lögfræðing Viktor Stefán Pálsson, lögfræðingur og sviðsstjóri hjá Vestmannaeyjabæ tilkynnti líkamsárás til lögreglu um helgina. Samkvæmt heimildum DV átti árásin sér pólitískar rætur. 4.8.2004 00:01
Ónákvæm kort Landmælinga Íslands Dæmi eru um að ár renni upp í mót og heilu og hálfu fjöllin vanti á landakort af Íslandi frá Landmælingum Íslands. Forstjóri stofnunarinnar kennir fjárskorti um. 4.8.2004 00:01
Mótmæla leðurfatnaði í Gay Pride Íslenskur dýravinur, hommi, lesbía og Búkolla mótmæltu því á Austurvelli í dag að samkynhneigðir íklæddust leðri. Þau segja að á bak við hverja leðurskó, svipu eða leðurjakka liggi ólýsanleg þjáning dýra og að föt úr gervileðri eða gúmmíi séu jafn kynþokkafull og leðrið. 4.8.2004 00:01
Jarðgöng biluð Vatnavextir í Jöklu sem ollu því að brú fór undir vatn eru ekki meiri en búast má við í venjulegu sumri. Mesta flæðið á síðustu dögum var 820 rúmmetrar á sekúndu en að sögn Ómars R. Valdimarssonar, talsmanns Impregilo, er alvanalegt að flæði fari upp í 900 rúmmetra á sekúndu yfir sumarið. 4.8.2004 00:01
Vítamíndropar taldir valda ofnæmi Grunur leikur á því, að notkun A- og D-vítamíndropa, sem innihéldu jarðhnetuolíu hafi hleypt af stað jarðhnetuofnæmi hjá ungabörnum hér á landi. Lyfjastofnun innkallaði þessa dropa í fyrra. Hópur foreldra þarf að hafa bráðasprautur við hendina, vegna þessa illvíga ofnæmis. </font /></b /> 4.8.2004 00:01
Rökin eingöngu pólitísk Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem greiða mest til landbúnaðar. Helstu rök gegn því að hætta stuðningi við íslenskan landbúnað eru pólitísk og ástæðurnar huglægar, segir Gylfi Magnússon hagfræðingur. Formaður landbúnaðarnefndar vill halda stuðningi áfram. </font /></b /> 4.8.2004 00:01
Bráðasprautan alltaf við hendina Tveggja ára snáði, Kjartan Sveinn Guðmundsson greindist með jarðhnetuofnæmi fyrir fáeinum vikum. Foreldrar hans hafa neyðarsprautuna alltaf við hendina. Þau þurfa ætíð að vera á vaktinni, ekki einungis varðandi það sem barnið lætur ofan í sig, heldur með hvað þau borða sjálf.</font /></b /> 4.8.2004 00:01
Endurmæling hnitakerfis hafin Hafin er endurmæling á hnitakerfi landsins, svo kölluðu grunnstöðvaneti. Þetta umfangsmikla verkefni hófst við mælistöð nálægt Reykholti í Borgarfirði. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra var viðstödd og hóf fyrstu mælinguna ásamt mælingamönnum frá Landmælingum Íslands. Að því loknu hófu 19 mælingahópar mælingar á 34 mælistöðvum á Norðurlandi. 4.8.2004 00:01
Fleygði líkinu og fór í búðir Hákon Eydal segist hafa varpað líki Sri Rahmawati í fjöruna en síðan hafi hann farið í stórmarkað í Reykjavík og keypt sér föt. Eftirlíkingu af pokanum sem Hákon kom líkinu fyrir í var varpað á sama stað og fylgst verður með hreyfingunum pokans. </font /></b /> 3.8.2004 00:01