Vítamíndropar taldir valda ofnæmi 4. ágúst 2004 00:01 Eftir að ungabarn hafði fengið bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum voru innkalllaðir vítamíndropar sem innihalda jarðhnetuolíu. Björn Árdal, sérfræðingur í ofnæmis- og ónæmissjúkdómum, sagði grun leika á að jarðhnetuolían í A- og D-vítamíndropunum hefði verið uppspretta af jarðhnetuprótínum, sem valdið gætu ofnæmi. Lyfjastofnun innkallaði dropana, sem voru framleiddir í Danmörku, í fyrra vegna skorts á upplýsingum á merkimiðum á þeim þar sem láðst hefði að tilgreina jarðhnetuolíu sem burðarefni A- og D-vítamíns í þeim. Þá lék grunur á að tilfelli af hnetuofnæmi hefði komið fram hjá ungabarni hér á landi vegna notkunar á dropunum. "Menn hafa fundið þetta ofnæmi í vaxandi mæli," sagði Björn. "Það stafar vafalaust meðal annars af breyttum matarvenjum. Ég tel, að einstaklingum með jarðhnetuofnæmi hafi fjölgað," sagði Björn, en undirstrikaði að engar tölur lægju fyrir. Hann sagði að gera þyrfti umfangsmikla rannsókn til að finna út tíðni þess. Sjálfur kvaðst hann giska á að stór munur væri á tíðni þess í aldursflokkunum fæddum 1960-1980 og 1981til dagsins í dag. Hann sagði jafnframt, að sá sem hefði ofnæmi fyrir jarðhnetum mætti ekki setja agnarögn af þeim inn fyrir sínar varir. Ella getur viðkomandi fengið einkenni eða allt upp í ofnæmislost. Þá gæti hann átt í öndunarerfiðleikum, fallið í blóðþrýstingi og lífshættulegt ástand gæti skapast. "Við höfum séð svæsin einkenni en sem betur fer aldrei séð dauðsfall," sagði Björn. "Þó að vissir einstaklingar séu útsettir fyrir jarðhnetum þá eru örfáir sem mynda ofnæmi," sagði hann ennfremur. "En menn töldu, þegar það kom upp, að jarðhnetuolía væri í vítamíndropunum, að betra væri að losa sig við hana. Það er grunur um, að hún hafi getað ræst ofnæmisviðbrögð fyrir jarðhnetum." Björn sagði að foreldrar barna sem væru haldin jarðhnetuofnæmi væru með neyðarsprautu til taks. Í henni væri adrenalín. "Þetta á fyrst og fremst við um jarðhnetuofnæmið," sagði hann, "af því að það er hvað svæsnast." Fréttir Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Eftir að ungabarn hafði fengið bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum voru innkalllaðir vítamíndropar sem innihalda jarðhnetuolíu. Björn Árdal, sérfræðingur í ofnæmis- og ónæmissjúkdómum, sagði grun leika á að jarðhnetuolían í A- og D-vítamíndropunum hefði verið uppspretta af jarðhnetuprótínum, sem valdið gætu ofnæmi. Lyfjastofnun innkallaði dropana, sem voru framleiddir í Danmörku, í fyrra vegna skorts á upplýsingum á merkimiðum á þeim þar sem láðst hefði að tilgreina jarðhnetuolíu sem burðarefni A- og D-vítamíns í þeim. Þá lék grunur á að tilfelli af hnetuofnæmi hefði komið fram hjá ungabarni hér á landi vegna notkunar á dropunum. "Menn hafa fundið þetta ofnæmi í vaxandi mæli," sagði Björn. "Það stafar vafalaust meðal annars af breyttum matarvenjum. Ég tel, að einstaklingum með jarðhnetuofnæmi hafi fjölgað," sagði Björn, en undirstrikaði að engar tölur lægju fyrir. Hann sagði að gera þyrfti umfangsmikla rannsókn til að finna út tíðni þess. Sjálfur kvaðst hann giska á að stór munur væri á tíðni þess í aldursflokkunum fæddum 1960-1980 og 1981til dagsins í dag. Hann sagði jafnframt, að sá sem hefði ofnæmi fyrir jarðhnetum mætti ekki setja agnarögn af þeim inn fyrir sínar varir. Ella getur viðkomandi fengið einkenni eða allt upp í ofnæmislost. Þá gæti hann átt í öndunarerfiðleikum, fallið í blóðþrýstingi og lífshættulegt ástand gæti skapast. "Við höfum séð svæsin einkenni en sem betur fer aldrei séð dauðsfall," sagði Björn. "Þó að vissir einstaklingar séu útsettir fyrir jarðhnetum þá eru örfáir sem mynda ofnæmi," sagði hann ennfremur. "En menn töldu, þegar það kom upp, að jarðhnetuolía væri í vítamíndropunum, að betra væri að losa sig við hana. Það er grunur um, að hún hafi getað ræst ofnæmisviðbrögð fyrir jarðhnetum." Björn sagði að foreldrar barna sem væru haldin jarðhnetuofnæmi væru með neyðarsprautu til taks. Í henni væri adrenalín. "Þetta á fyrst og fremst við um jarðhnetuofnæmið," sagði hann, "af því að það er hvað svæsnast."
Fréttir Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira