Ógnarstjórn flæmir burt starfsmenn 4. ágúst 2004 00:01 "Það er rétt, starfsmannaskipti hafa verið tíð hjá Sodexho og telja má að á annan tug starfsmanna hafa hreinlega hætt vegna framkomu yfirmanna þess," sagði Oddur Friðriksson, trúnaðarmaður að Kárahnjúkum, þegar Fréttablaðið leitaði staðfestingar hjá honum á þessu alvarlega máli. Hann bætti við, að stjórnunarmál væru í betra horfi hjá Impregilo. Fyrirtækið Sodexho sér um mötuneytismál og þrif að Kárahnjúkum. Kvartanir starfsmanna þess vegna hrokafullrar framkomu og óttastjórnar yfirmanna þess eru ekki nýjar af nálinni. Í febrúar síðastliðnum sagði Aðalbjörn Sigurðsson, framkvæmdastjóri AFLS, Starfsgreinafélags Austurlands, við Fréttablaðið að starfsfólk hefði kvartað mjög vegna hrokafullrar framkomu stjórnenda Sodexho. "Þeir hafa verið mjög erfiðir í samskiptum við starfsfólkið," sagði hann þá. "Ítrekað hefur verið talað við þá, þeir lofað bót og betrun, en ekkert breytist." Aðalbjörn bætti þá við, að "alltof mikið af kvörtunum" hefði borist vegna þessara yfirmanna og "starfsmannabreytingar verið miklar, eðli málsins samkvæmt". Oddur staðfesti að leiða mætti getum að því að yfirmennirnir notuðu stjórnunarstíl, þar sem " byggt væri á ótta og undirgefni". "Ummæli stjórnanda hjá Sodexho við aðstoðarmann minn í síðustu viku var kornið sem fyllti mælinn gjörsamlega. Hann sagði þá að kominn væri tími til að Íslendingar kæmust inn í 20. öldina á vinnumarkaði, hvað varðaði hlýðni, undirgefni og virðingu gagnvart yfirmönnum. Þeir þyrftu að læra að starfa í evrópsku umhverfi. Þetta er andinn." Spurður hvort starfsfólk fyrirtækisins kvartaði mikið við trúnaðarmanninn vegna þessa sagði Oddur, að það mætti hreinlega ekki tala við sig. "Hér eru menn jafnvel gripnir, hafi þeir verið að tala við mig og spurðir hvað ég hefði viljað. Þarna kemur fram ótti stjórnendanna við verkalýðsfélögin. Ég hef mótmælt þessu á fundi. En það er erfitt að taka á þessu, því þetta er huglægt ástand, sem ekki er hægt að þreifa á. Þetta er stjórnunarstíll sem var þekkur fyrir 40 árum og virðist viðvarandi hjá Sodexho að Kárahnjúkum. Ég ætla ekki að þetta sé starfsmannastefna Sodexho, heldur fyrst og fremst óheppni með þá yfirmenn fyrirtækisins sem starfa hér á landi." Fréttir Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
"Það er rétt, starfsmannaskipti hafa verið tíð hjá Sodexho og telja má að á annan tug starfsmanna hafa hreinlega hætt vegna framkomu yfirmanna þess," sagði Oddur Friðriksson, trúnaðarmaður að Kárahnjúkum, þegar Fréttablaðið leitaði staðfestingar hjá honum á þessu alvarlega máli. Hann bætti við, að stjórnunarmál væru í betra horfi hjá Impregilo. Fyrirtækið Sodexho sér um mötuneytismál og þrif að Kárahnjúkum. Kvartanir starfsmanna þess vegna hrokafullrar framkomu og óttastjórnar yfirmanna þess eru ekki nýjar af nálinni. Í febrúar síðastliðnum sagði Aðalbjörn Sigurðsson, framkvæmdastjóri AFLS, Starfsgreinafélags Austurlands, við Fréttablaðið að starfsfólk hefði kvartað mjög vegna hrokafullrar framkomu stjórnenda Sodexho. "Þeir hafa verið mjög erfiðir í samskiptum við starfsfólkið," sagði hann þá. "Ítrekað hefur verið talað við þá, þeir lofað bót og betrun, en ekkert breytist." Aðalbjörn bætti þá við, að "alltof mikið af kvörtunum" hefði borist vegna þessara yfirmanna og "starfsmannabreytingar verið miklar, eðli málsins samkvæmt". Oddur staðfesti að leiða mætti getum að því að yfirmennirnir notuðu stjórnunarstíl, þar sem " byggt væri á ótta og undirgefni". "Ummæli stjórnanda hjá Sodexho við aðstoðarmann minn í síðustu viku var kornið sem fyllti mælinn gjörsamlega. Hann sagði þá að kominn væri tími til að Íslendingar kæmust inn í 20. öldina á vinnumarkaði, hvað varðaði hlýðni, undirgefni og virðingu gagnvart yfirmönnum. Þeir þyrftu að læra að starfa í evrópsku umhverfi. Þetta er andinn." Spurður hvort starfsfólk fyrirtækisins kvartaði mikið við trúnaðarmanninn vegna þessa sagði Oddur, að það mætti hreinlega ekki tala við sig. "Hér eru menn jafnvel gripnir, hafi þeir verið að tala við mig og spurðir hvað ég hefði viljað. Þarna kemur fram ótti stjórnendanna við verkalýðsfélögin. Ég hef mótmælt þessu á fundi. En það er erfitt að taka á þessu, því þetta er huglægt ástand, sem ekki er hægt að þreifa á. Þetta er stjórnunarstíll sem var þekkur fyrir 40 árum og virðist viðvarandi hjá Sodexho að Kárahnjúkum. Ég ætla ekki að þetta sé starfsmannastefna Sodexho, heldur fyrst og fremst óheppni með þá yfirmenn fyrirtækisins sem starfa hér á landi."
Fréttir Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira