Bráðasprautan alltaf við hendina 4. ágúst 2004 00:01 "Fyrir þá sem eru með þetta ofnæmi er það hreinlega eins og að taka eitur að fá jarðhnetur ofan í sig," sagði Guðmundur Freyr Sveinsson, faðir Kjartans Sveins, sem er með jarðhnetuofnæmi. Kjartan Sveinn er aðeins tveggja ára og greindist með sjúkdóminn fyrir fáeinum vikum. "Mér þætti eðlilegt að teknar yrðu upp reglur um að allar vörur sem innihéldu þessa þekktustu ofnæmisvalda, væru sérstaklega merktar," sagði Guðmundur Freyr. "Það er óskaplega erfitt að þurfa alltaf að vera að rýna í þetta. Mér finnst að stjórnvöld þyrftu að taka þetta til alvarlegrar athugunar." Foreldrar Kjartans Sveins sögðu, að ofnæmið hefði uppgötvast þannig, að hann hefði verið með exem í andliti. Það hefði reynst vera eggjaofnæmi. Við athugun á því hefði komið í ljós, að hann væri einnig með bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum, og líklega einnig möndlum og álíka efnum. Nú væri stöðugt verið að blanda matvæli meir og meir með aukaefnum, þannig að stundum væri erfitt að henda reiður á því hvað væri í hverju. Þau kváðust lesa vandlega á allar umbúðir og ef þau könnuðust ekki við eitthvað, þá væri viðkomandi vöru einfaldlega sleppt. Kjartan borðaði mikið af ávöxtum og mjólkurvörum, því þar væri engin hætta á ferðum. "Við megum helst ekki borða mikið af hnetum heldur,"sögðu þau. "Við sleppum því bara að borða þá rétti sem eru með jarðhnetum í eða þvoum okkur mjög vel áður en við hittum hann. Börn með þetta ofnæmi geta verið það næm, að einn koss hleypi ofnæminu af stað. Við tökum alla vega enga áhættu. Mesta hættan er ef við förum með hann í heimsóknir. Þá geta til dæmis verið hnetur og rúsínur á borðum. Hann er svo mikill óviti ennþá, að hann skilur þetta ekki og gæti hæglega nælt sér í eitthvað. Við þurfum alltaf að vera meðvituð, eins og til dæmis á ferðalögum, þar sem kannski eru 20 mínútur í næsta sjúkrabíl. Það má engu muna ef hann fær lost. Þá þarf að gefa honum sprautuna strax og hringja svo í sjúkrabíl, því ella er lostið banvænt. Áhrif sprautunnar vara einungis í fáeinar mínútur." Guðmundur Freyr er kennari. Hann sagði að þessi ofnæmisvandi væri orðinn að staðreynd í grunnskólum. Þar yrði starfsfólkið að vera sérstaklega vel á verði með hvað börnunum væri gefið, til dæmis í afmælum, því allir hefðu áhyggjur af jarðhnetuofnæminu, sem væri orðið nokkuð algengt meðal skólabarna. Fréttir Innlent Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
"Fyrir þá sem eru með þetta ofnæmi er það hreinlega eins og að taka eitur að fá jarðhnetur ofan í sig," sagði Guðmundur Freyr Sveinsson, faðir Kjartans Sveins, sem er með jarðhnetuofnæmi. Kjartan Sveinn er aðeins tveggja ára og greindist með sjúkdóminn fyrir fáeinum vikum. "Mér þætti eðlilegt að teknar yrðu upp reglur um að allar vörur sem innihéldu þessa þekktustu ofnæmisvalda, væru sérstaklega merktar," sagði Guðmundur Freyr. "Það er óskaplega erfitt að þurfa alltaf að vera að rýna í þetta. Mér finnst að stjórnvöld þyrftu að taka þetta til alvarlegrar athugunar." Foreldrar Kjartans Sveins sögðu, að ofnæmið hefði uppgötvast þannig, að hann hefði verið með exem í andliti. Það hefði reynst vera eggjaofnæmi. Við athugun á því hefði komið í ljós, að hann væri einnig með bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum, og líklega einnig möndlum og álíka efnum. Nú væri stöðugt verið að blanda matvæli meir og meir með aukaefnum, þannig að stundum væri erfitt að henda reiður á því hvað væri í hverju. Þau kváðust lesa vandlega á allar umbúðir og ef þau könnuðust ekki við eitthvað, þá væri viðkomandi vöru einfaldlega sleppt. Kjartan borðaði mikið af ávöxtum og mjólkurvörum, því þar væri engin hætta á ferðum. "Við megum helst ekki borða mikið af hnetum heldur,"sögðu þau. "Við sleppum því bara að borða þá rétti sem eru með jarðhnetum í eða þvoum okkur mjög vel áður en við hittum hann. Börn með þetta ofnæmi geta verið það næm, að einn koss hleypi ofnæminu af stað. Við tökum alla vega enga áhættu. Mesta hættan er ef við förum með hann í heimsóknir. Þá geta til dæmis verið hnetur og rúsínur á borðum. Hann er svo mikill óviti ennþá, að hann skilur þetta ekki og gæti hæglega nælt sér í eitthvað. Við þurfum alltaf að vera meðvituð, eins og til dæmis á ferðalögum, þar sem kannski eru 20 mínútur í næsta sjúkrabíl. Það má engu muna ef hann fær lost. Þá þarf að gefa honum sprautuna strax og hringja svo í sjúkrabíl, því ella er lostið banvænt. Áhrif sprautunnar vara einungis í fáeinar mínútur." Guðmundur Freyr er kennari. Hann sagði að þessi ofnæmisvandi væri orðinn að staðreynd í grunnskólum. Þar yrði starfsfólkið að vera sérstaklega vel á verði með hvað börnunum væri gefið, til dæmis í afmælum, því allir hefðu áhyggjur af jarðhnetuofnæminu, sem væri orðið nokkuð algengt meðal skólabarna.
Fréttir Innlent Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira