Innlent

Eignaverð hefur hækkað um 20%

Eignaverð hérlendis hefur hækkað um tuttugu prósent að raunvirði á síðustu 12 mánuðum samkvæmt eignaverðsvísitölu KB banka. Í henni er vegið saman markaðsvirði þriggja helstu eignaflokka landsins, þ.e.a.s. fasteigna, hlutabréfa og skuldabréfa. Hækkun á eignaverði hefur ekki verið hraðari en frá síðustu áramótum. Hækkun á eignamörkuðum er talin leiða til aukinnar auðsöfnunar hér á landi, virka sem hvatning fyrir einkaneyslu og gefa aukið svigrúm til skuldsetningar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×