Innlent

Hækka afurðaverð á nautakjöti

Norðlenska og Borgarnes kjötvörur hafa ákveðið að hækka afurðaverð á nautgripakjöti til bænda auk þess sem þyngdarmörk innan UN1 flokksins hafa verið lækkuð, sem þýðir að nautgripir fara yngri í slátrun en áður. Snorri Kristjánsson, framkvæmdastjóri Landsambands kúabænda, segir þetta gleðitíðindi fyrir nautgripabændur þar sem þeir fái að njóta hluta ágóðans af hækkandi nautgripaverði, en hækkun á afurðaverði til bænda fylgir yfirleitt í kjölfarið á verðhækkunum til neytenda. Samkvæmt upplýsingum Landssambands kúabænda hafa flestir sláturleyfishafar hækkað verð á nautgripakjöti til bænda og hækkanir eru fyrirhugaðar hjá þeim sem hafa enn ekki tilkynnt þær. Hækkanirnar eru almennt á bilinu fimm til sjö prósent sem Snorri segir vera hógværa hækkun en sýni að kjör íslenskra nautgripabænda séu á réttri leið en enn sé langt í land þar til þau verða sambærileg við kjör bænda í nágrannalöndunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×