Aukið álag á vegina 4. ágúst 2004 00:01 Aukin umferð vöruflutningabifreiða um þjóðvegi hefur í för með sér aukið slit á vegum og sumstaðar aukna slysahættu. Auknar líkur á banaslysi þegar þyngdarmunur bifreiða í árekstri er mjög mikill, segir formaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Strandsiglingar Eimskips fluttu á síðasta ári 140.000 tonn milli staða hér á landi. Eimskipafélagið tók í síðustu viku ákvörðun um að hætta siglingunum og nota frekar landflutninganet félagsins til að flytja vörur á milli staða. "Þetta veldur fyrst og fremst meira álagi á vegakerfið," segir Sigurður Helgason, umferðaröryggissviði Umferðarstofu. "Bílstjórar vöruflutningabifreiða kunna oftast vel sitt fag og hafa sýnt það og sannað gegnum tíðina." Sigurður segir slys vöruflutningabifreiða ekki tíðari en gengur og gerist. "Þegar slysin hins vegar verða geta þau orðið dýrkeypt því oft er dýr farmur um borð í bílunum sem getur skemmst," segir Sigurður og bætir við að árekstrar flutningabíla við aðra bíla séu ekki mjög algengir. "Það er frekar að vöruflutningabílarnir velti út af vegunum en þá hafa bílstjórarnir sem betur fer yfirleitt sloppið vel." Sigurður telur þessa þróun þó ekki æskilega. "Það ætti að vera hægt að finna einhverja málamiðlun þannig að þær vörur sem ekki bráðliggur á séu fluttar með skipum." "Niðurbrot veganna eykst hratt með þungaumferð," segir Rögnvaldur Gunnarsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar og bætir við að vegirnir endist því skemur. Rögnvaldur segir að á vorin sjáist oft merki þess að slitlagið skemmist meira með aukinni þungaumferð. "Þetta sést að sjálfsögðu ekkert dag frá degi en til lengri tíma litið eykst niðurbrot veganna við aukinn þunga árið um kring. Vegirnir eru misvel undirbúnir undir slíkt, til dæmis þegar frost er að fara úr jörðu." "Þegar þyngdarmunur ökutækja sem lenda í árekstri er mikill aukast líkurnar á banaslysi," segir Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa. "Það er þessi eðlisfræði í árekstrunum sem við höfum áhyggjur af." Ágúst bendir einnig á að vegir á Íslandi séu ekki sérstaklega breiðir. "Þannig má segja að með meiri umferð stærri bíla gætum við verið að horfa í ákveðna aukna slysahættu." Ágúst bendir þó á að þar með sé ekki sagt að ökumenn stærri bíla geri fleiri mistök en aðrir ökumenn. Fréttir Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Aukin umferð vöruflutningabifreiða um þjóðvegi hefur í för með sér aukið slit á vegum og sumstaðar aukna slysahættu. Auknar líkur á banaslysi þegar þyngdarmunur bifreiða í árekstri er mjög mikill, segir formaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Strandsiglingar Eimskips fluttu á síðasta ári 140.000 tonn milli staða hér á landi. Eimskipafélagið tók í síðustu viku ákvörðun um að hætta siglingunum og nota frekar landflutninganet félagsins til að flytja vörur á milli staða. "Þetta veldur fyrst og fremst meira álagi á vegakerfið," segir Sigurður Helgason, umferðaröryggissviði Umferðarstofu. "Bílstjórar vöruflutningabifreiða kunna oftast vel sitt fag og hafa sýnt það og sannað gegnum tíðina." Sigurður segir slys vöruflutningabifreiða ekki tíðari en gengur og gerist. "Þegar slysin hins vegar verða geta þau orðið dýrkeypt því oft er dýr farmur um borð í bílunum sem getur skemmst," segir Sigurður og bætir við að árekstrar flutningabíla við aðra bíla séu ekki mjög algengir. "Það er frekar að vöruflutningabílarnir velti út af vegunum en þá hafa bílstjórarnir sem betur fer yfirleitt sloppið vel." Sigurður telur þessa þróun þó ekki æskilega. "Það ætti að vera hægt að finna einhverja málamiðlun þannig að þær vörur sem ekki bráðliggur á séu fluttar með skipum." "Niðurbrot veganna eykst hratt með þungaumferð," segir Rögnvaldur Gunnarsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar og bætir við að vegirnir endist því skemur. Rögnvaldur segir að á vorin sjáist oft merki þess að slitlagið skemmist meira með aukinni þungaumferð. "Þetta sést að sjálfsögðu ekkert dag frá degi en til lengri tíma litið eykst niðurbrot veganna við aukinn þunga árið um kring. Vegirnir eru misvel undirbúnir undir slíkt, til dæmis þegar frost er að fara úr jörðu." "Þegar þyngdarmunur ökutækja sem lenda í árekstri er mikill aukast líkurnar á banaslysi," segir Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa. "Það er þessi eðlisfræði í árekstrunum sem við höfum áhyggjur af." Ágúst bendir einnig á að vegir á Íslandi séu ekki sérstaklega breiðir. "Þannig má segja að með meiri umferð stærri bíla gætum við verið að horfa í ákveðna aukna slysahættu." Ágúst bendir þó á að þar með sé ekki sagt að ökumenn stærri bíla geri fleiri mistök en aðrir ökumenn.
Fréttir Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira