Aukið álag á vegina 4. ágúst 2004 00:01 Aukin umferð vöruflutningabifreiða um þjóðvegi hefur í för með sér aukið slit á vegum og sumstaðar aukna slysahættu. Auknar líkur á banaslysi þegar þyngdarmunur bifreiða í árekstri er mjög mikill, segir formaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Strandsiglingar Eimskips fluttu á síðasta ári 140.000 tonn milli staða hér á landi. Eimskipafélagið tók í síðustu viku ákvörðun um að hætta siglingunum og nota frekar landflutninganet félagsins til að flytja vörur á milli staða. "Þetta veldur fyrst og fremst meira álagi á vegakerfið," segir Sigurður Helgason, umferðaröryggissviði Umferðarstofu. "Bílstjórar vöruflutningabifreiða kunna oftast vel sitt fag og hafa sýnt það og sannað gegnum tíðina." Sigurður segir slys vöruflutningabifreiða ekki tíðari en gengur og gerist. "Þegar slysin hins vegar verða geta þau orðið dýrkeypt því oft er dýr farmur um borð í bílunum sem getur skemmst," segir Sigurður og bætir við að árekstrar flutningabíla við aðra bíla séu ekki mjög algengir. "Það er frekar að vöruflutningabílarnir velti út af vegunum en þá hafa bílstjórarnir sem betur fer yfirleitt sloppið vel." Sigurður telur þessa þróun þó ekki æskilega. "Það ætti að vera hægt að finna einhverja málamiðlun þannig að þær vörur sem ekki bráðliggur á séu fluttar með skipum." "Niðurbrot veganna eykst hratt með þungaumferð," segir Rögnvaldur Gunnarsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar og bætir við að vegirnir endist því skemur. Rögnvaldur segir að á vorin sjáist oft merki þess að slitlagið skemmist meira með aukinni þungaumferð. "Þetta sést að sjálfsögðu ekkert dag frá degi en til lengri tíma litið eykst niðurbrot veganna við aukinn þunga árið um kring. Vegirnir eru misvel undirbúnir undir slíkt, til dæmis þegar frost er að fara úr jörðu." "Þegar þyngdarmunur ökutækja sem lenda í árekstri er mikill aukast líkurnar á banaslysi," segir Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa. "Það er þessi eðlisfræði í árekstrunum sem við höfum áhyggjur af." Ágúst bendir einnig á að vegir á Íslandi séu ekki sérstaklega breiðir. "Þannig má segja að með meiri umferð stærri bíla gætum við verið að horfa í ákveðna aukna slysahættu." Ágúst bendir þó á að þar með sé ekki sagt að ökumenn stærri bíla geri fleiri mistök en aðrir ökumenn. Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira
Aukin umferð vöruflutningabifreiða um þjóðvegi hefur í för með sér aukið slit á vegum og sumstaðar aukna slysahættu. Auknar líkur á banaslysi þegar þyngdarmunur bifreiða í árekstri er mjög mikill, segir formaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Strandsiglingar Eimskips fluttu á síðasta ári 140.000 tonn milli staða hér á landi. Eimskipafélagið tók í síðustu viku ákvörðun um að hætta siglingunum og nota frekar landflutninganet félagsins til að flytja vörur á milli staða. "Þetta veldur fyrst og fremst meira álagi á vegakerfið," segir Sigurður Helgason, umferðaröryggissviði Umferðarstofu. "Bílstjórar vöruflutningabifreiða kunna oftast vel sitt fag og hafa sýnt það og sannað gegnum tíðina." Sigurður segir slys vöruflutningabifreiða ekki tíðari en gengur og gerist. "Þegar slysin hins vegar verða geta þau orðið dýrkeypt því oft er dýr farmur um borð í bílunum sem getur skemmst," segir Sigurður og bætir við að árekstrar flutningabíla við aðra bíla séu ekki mjög algengir. "Það er frekar að vöruflutningabílarnir velti út af vegunum en þá hafa bílstjórarnir sem betur fer yfirleitt sloppið vel." Sigurður telur þessa þróun þó ekki æskilega. "Það ætti að vera hægt að finna einhverja málamiðlun þannig að þær vörur sem ekki bráðliggur á séu fluttar með skipum." "Niðurbrot veganna eykst hratt með þungaumferð," segir Rögnvaldur Gunnarsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar og bætir við að vegirnir endist því skemur. Rögnvaldur segir að á vorin sjáist oft merki þess að slitlagið skemmist meira með aukinni þungaumferð. "Þetta sést að sjálfsögðu ekkert dag frá degi en til lengri tíma litið eykst niðurbrot veganna við aukinn þunga árið um kring. Vegirnir eru misvel undirbúnir undir slíkt, til dæmis þegar frost er að fara úr jörðu." "Þegar þyngdarmunur ökutækja sem lenda í árekstri er mikill aukast líkurnar á banaslysi," segir Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa. "Það er þessi eðlisfræði í árekstrunum sem við höfum áhyggjur af." Ágúst bendir einnig á að vegir á Íslandi séu ekki sérstaklega breiðir. "Þannig má segja að með meiri umferð stærri bíla gætum við verið að horfa í ákveðna aukna slysahættu." Ágúst bendir þó á að þar með sé ekki sagt að ökumenn stærri bíla geri fleiri mistök en aðrir ökumenn.
Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira