Fleiri fréttir

Samherji kaupir Akraberg

Samherji hf. hefur gengið frá kaupum á frystitogaranum Akrabergi frá Framherja Spf. í Færeyjum, sem er að þriðjungshlut í eigu Samherja. Í kaupsamningi um skipið er ákvæði um skilarétt innan 3ja mánaða frá undirritun. Akrabergið fær einkennisstafina GK-210.

Hyggst svara fjármálaráðherra

Ríkisendurskoðandi hyggst svara athugasemdum fjármálaráðherra, vegna skýrslu um framkvæmd fjárlaga, eigi síðar en á miðvikudaginn kemur. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, sendi Sigurði Þórðarsyni ríkisendurskoðanda skriflegar athugasemdir á föstudaginn var, þar sem skýrsla Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga er gagnrýnd.

Tólf þúsund bílar yfir Hellisheiði

Yfir tólf þúsund ökutæki fóru um Hellisheiði frá miðnætti á laugardag til miðnættis á sunnudag. Lögreglan á Selfossi kærðu tíu ökumenn fyrir að aka ölvaðir þessa helgi og einn fyrir að aka undir áhrifjum lyja. Þetta er með því hæsta sem sést hefur í sýslunni.

Landeigendum tilkynnt um eignarnám

Landeigendum á Héraði, sem Landsvirkjun hefur ekki náð samkomulagi við um lagningu háspennulínu, verður tilkynnt formlega í dag að beðið hafi verið um leyfi til að krefjast eignarnáms í jörðum þeirra.

Bíða eftir ákvörðun formanna

Allsherjarnefnd Alþingis bíður eftir að formenn stjórnarflokkanna ræði saman og komist að samkomulagi í fjölmiðlamálinu. Fundi allsherjarnefndar, sem boðað hafði verið til í morgun, var frestað þar til síðdegis í dag. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar eru afar ósáttir við að fundi allsherjarnefndar hafi verið frestað í morgun.

Gæsluvarðhald rennur út í dag

Gæsluvarðhald yfir konu frá Nígeríu, sem var handtekin með hálft kíló af kókaíni, í flugstöð Leifs Eiríkssonar, rennur út í dag. Sýslumaður mun fara fram á að gærsluvarðhaldið verði framlengt, og verður reynt að birta konunni ákæru, í dag.

Símar lögreglunnar í nýtt kerfi

Lögreglan í Reykjavík tekur í notkun nýtt Centrexkerfi símkerfi frá Símanum og færast allir símar lögregluembættisins inn í það kerfi.  Með þessu hefur lögreglan sameinað öll símanúmer og síma embættisins í eitt kerfi, sem fær nýtt símanúmer, 444 1000.

Ekki gosdrykkjum að kenna

Neysla sykraðra gosdrykkja hefur dregist saman um rúmlega 36.000 lítra síðastliðna 12 mánuði samanborið við síðustu 12 mánuði þar á undan, segir í fréttatilkynningu frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Ölgerðin sendi frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar Lýðheilsustofnunar um of mikið gosdrykkjaþamb.

Héldu stuttan fund eftir hádegi

Formenn stjórnarflokkanna, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, áttu með sér stuttan fund eftir hádegi í dag þar sem þeir ræddu fjölmiðlamálið. Þeir vildu ekki gefa upp hvort frumvarpið yrði dregið til baka en sögðust ætla að ræða við sitt fólk í allsherjarnefnd Alþingis.

Verðbólga meiri en í EES

Verðbóla á Íslandi er meiri en í EES ríkjunum segir í hálf fimm fréttum KB banka. Allt frá upphafi árs 2003 hefur 12 mánaða verðbólga verið lægri á Íslandi en að meðaltali í EES ríkjunum en við síðustu tvær mælingar hefur sú þróun snúist við og verðbólgan mælst meiri hér á landi en að meðaltali í EES ríkjunum.

Vandkvæði í símakerfi lögreglunnar

Byrjunarörðugleikar settu strik í reikninginn þegar lögreglan í Reykjavík tók nýtt símkerfi í notkun í gær. Nýja kerfið sameinar öll símanúmer og símakerfi embættisins í eitt kerfi.

Kerfisbundnar nauðganir í Súdan

Súdanskir arabar nauðga konum og börnum til að hrekja afríska Súdana út úr vesturhluta Darfur-héraðs í Súdan, að sögn mannréttindasamtaka í landinu.

Segir Samherja beygja lögin

Samherji hf. fer í kringum fiskveiðistjórnunarlögin og tekur veiðiréttinn af íslenskum sjómönnum, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Forstjóri Samherja vísar gagnrýninni á bug.

Auglýsingar misvísandi

"Við gerum athugasemdir við framsetningu Heklu á niðurstöðum árekstrarprófana í auglýsingum sínum," segir Helga Guðrún Jónasdóttir, kynningarfulltrúi hjá B&L, en fyrirtækið hefur sent Samkeppnisstofnun kvörtun vegna auglýsingaherferðar Heklu á nýjum Golf.

Lýðheilsustöð á villigötum

Árangursríkasta vopnið í baráttunni gegn offitu er fræðsla og þess vegna er Lýðheilsustöð hvött til samvinnu við samtök auglýsenda sem búa yfir reynslu og þekkingu á viðhorfum og atferli almennings.

Fundað í ágúst

"Það verður ekkert fundað vegna þessa máls fyrr en stjórnarmenn eru komnir til baka úr sumarfríum sínum," segir Hörður Harðarson, stjórnarformaður Mjólkurfélags Reykjavíkur, en margir félagsmenn krefjast rannsóknar á meintum brotum fyrrverandi stjórnarformanns, Kristins Gylfa Jónssonar.

Boltinn hjá ráðuneytinu

Hvorki talsmenn né yfirmenn Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli vilja tjá sig um ummæli Kristjáns Gunnarssonar, formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, um meint kjarasamningsbrot gagnvart íslenskum starfsmönnum sínum.

Skemmdur Svali innkallaður

"Ég hafði keypt einhverjar fjórar pakkningar af þessu og einn þeirra sprakk upp úr þurru í ísskápnum," segir viðskiptavinur sem var ekki sáttur með framleiðandann Vífilfell vegna mengaðs Svala sem sonur hans neytti og veiktist af. Svalinn var innkallaður frá verslunum í júní en þá höfðu þó nokkrir keypt vöruna í grandaleysi.

Grafa upp Gásakaupstað

Einar merkustu rústir miðaldakaupstaðar hérlendis er að finna rétt fyrir utan Akureyri, þar sem fornleifafræðingar eru að grafa upp Gásakaupstað hinn forna.

Vill láta athuga rekstrarleyfi

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar botnar ekkert í því að gististöðum með óviðunandi brunavarnir sé veitt rekstrarleyfi og vill láta rannsaka hvernig standi á því. Brunavarnir eru í slæmu ástandi á hartnær helmingi gististaða í landinu.

Kafarar leita í sjó

Kafarar leituðu í sjó við Geldinganes í Reykjavík í dag vegna hvarfs hinnar indónesísku Sri Ramawati fyrir tveimur vikum. För eftir jeppa fundust á svæðinu sem gætu verið eftir jeppa mannsins sem grunaður er um að vera valdur að hvarfi hennar.

Forstjóri ávítar mótmælendur

Náttúruvaktin flaggaði í hálfa stöng við Landsvirkjun í dag í tilefni af því að tvö ár eru liðin síðan viljayfirlýsing um álver á Reyðarfirði var undirrituð. Forstjóri Landsvirkjunar ávítaði mótmælendur fyrir að nota eignir annarra í mótmælaskyni.

Dæmd fyrir eiturlyfjasmygl

Ekki hefur tekist að upplýsa um samverkamenn nígerískrar konu, sem var í dag dæmd í átján mánaða fangelsi fyrir að smygla hálfu kílói af kókaíni til landsins. Bæði var ákært og dæmt í málinu í dag, um leið og gæsluvarðhald yfir konunni rann út, enda lá fyrir játning hennar.

Meðferð málsins skrípaleikur

Stjórnarandstaðan í Allsherjarnefnd Alþingis segir meðferð fjölmiðlamálsins skrípaleik. Fundur nefndarinnar hófst klukkan fimm í dag, en var frestað í morgun. Meirihluti nefndarinnar kynnti ekki niðurstöðu stjórnarformannanna en sagði að hún yrði kynnt á fundi nefndarinnar á morgun.

Ákvörðun kynnt í ríkisstjórn

Formenn stjórnarflokkanna hafa komist að niðurstöðu í fjölmiðlamálinu. Þeir vildu þó ekki staðfesta að ákveðið hefði verið að bakka með fjölmiðlafrumvarpið. Hún verður kynnt í ríkisstjórn á morgun. Forsætisráðherra segist reikna með að Allsherjarnefnd ljúki málinu á morgun.

Halli á ríkisendurskoðun

Ríkisendurskoðun fór rúmlega fjörutíu milljónir króna fram úr fjárlögum í fyrra, á sama tíma og embættið gagnrýndi aðrar ríkisstofnanir fyrir agaleysi í fjármálum. Ríkisendurskoðandi segir ekki hægt að stemma uppgjör nákvæmlega upp á krónu sem úthlutað er á fjárlögum.

Fjórtán teknir fyrir hraðakstur

Nokkur erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt. Eitthvað var um ryskingar og skemmdarverk í miðbænum og fjórtán ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur, flestir utanbæjar.

Máttarstólparnir fara

Ungu fólki hefur fækkað mun hraðar en því eldra á landsbyggðinni síðustu árin. Þróunin er sú sama víða um land og veldur stjórnendum sveitarfélaganna áhyggjum. Erfiðara að reka sveitarfélögin og skuldirnar skiptast milli færri greiðenda. Félagsmálaráðherra segir ríkisstjórnina með aðgerðaáætlun í undirbúningi.

Íþróttafélögin fá 176 milljónir

Akureyrarbær mun styrkja nokkur íþróttafélag í bænum um 176,5 milljónir á næstu fjórum árum. Fyrir helgi voru undirritaðir samningar þar að lútandi í anddyri sundlaugar Akureyrar þar sem viðstaddir voru fulltrúar íþróttafélaganna sem styrkt verða ásamt fulltrúum Akureyrarbæjar.

Neikvæð þróun

"Almennt séð finnst mér þetta vera neikvæð þróun," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. "Það verður auðvitað erfitt að halda landinu í byggð ef yngra fólkið flyst þaðan."

Margar ástæður að baki

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur fá önnur úrræði við fólksfækkun en að skapa almenn skilyrði fyrir atvinnurekstur í hverju einstöku sveitarfélagi. </font />

Einmanalegt og drungalegt á vetrum

"Fólk fer burt til þess að fara í framhaldsskóla og hefur kannski ekkert mikið að sækja til þess að fara til baka," segir Guðmundur Vignir Þórðarson. Guðmundur er tæplega þrítugur og flutti á höfuðborgarsvæðið frá Hólmavík fyrir rúmlega tíu árum þegar hann hóf framhaldsskólanám.

Bílvelta á Hellisheiði í morgun

Fólksbifreið valt út af veginum í Hveradalabrekku á Hellisheiði um klukkan hálfsjö í morgun. Að sögn lögreglu virðist sem ökumaðurinn, eldri karlmaður, hafi misst stjórn á bifreiðinni og endaði hún á hvolfi utan vegar.

Niðurstöður áratugsvinnu

Formaður Alþjóða hvalveiðiráðsins leggur til að hvalveiðar í atvinnuskyni verði leyfðar á nýjan leik eftir tæplega tveggja áratuga hvalveiðibann á ársfundi ráðsins sem hefst í Sorrento á Ítalíu á morgun. Stefán Ásmundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar í Alþjóða hvalveiðiráðinu, segir tillögurnar í raun vera niðurstöðu áratugsvinnu.

Baldur stofnar hreyfingu

Baldur Ágústsson, sem freistaði þess að verða forseti íslensku þjóðarinnar fyrir tæpum mánuði, hefur stofnað hreyfingu einstaklinga sem vilja bæta íslenskt samfélag. Hann segist hafa fundið mikinn hljómgrunn á meðal fólks um baráttumál sín í kosningabaráttunni, t.a.m. skuldasöfnun ungmenna, aðbúnað aldraðra, fátækt og fíkniefnavandann.

Haraldur heimsbikarmeistari

Haraldur Pétursson varð heimsbikarmeistari í torfæruakstri í gær en hann sigraði með glæsibrag í keppni sem fram fór við Stapafell á Reykjanesi. Haraldur er með fullt hús stiga í keppninni og enginn getur náð honum að stigum þegar fjórða og síðasta umferð heimsbikarsins fer fram á Hellu.

Dregið í opnunarleik Vísis

Búið er að draga úr skráningum sem bárust í opnunarleik Vísis sem efnt var til vegna opnunar nýs og glæsilegs vefs, www.visir.is 16. júní síðastliðinn. Samtals skráðu sig rúmlega 11.000 manns og voru fimm heppnir þátttakendur dregnir út.

Sprengihleðsla í veiðarfærunum

Sprengihleðsla úr bresku tundurdufli síðan í seinni heimsstyrjöldinni kom upp með veiðarfærum togarans Brettings í gær þar sem hann var að veiðum í Rósagarðinum út af Suðausturlandi. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar héldu þegar austur og nálægt miðnætti kom togarinn til Fáskrúðsfjarðar.

Eilíf barátta

Iðnaðarráðherra segir eilífa baráttu að verjast því að ungt fólk flytji búferlum af landsbyggðinni. Þingmaður Samfylkingar gagnrýnir stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi í byggðamálum. Bæði eru þó sammála um að baráttan sé hvergi nærri töpuð.</font /></strong /><b><font face="Helv" color="#008080"></font></b>

Breskur ráðherra til landsins

Dr. Denis MacShane, Evrópumálaráðherra Bretlands, mun flytja opinn fyrirlestur sem ber yfirskriftina „Hin nýja Stjórnarskrá Evrópu - Álitamál og áhrif á EES löndin“ í Norræna húsinu nk. fimmtudag.. Auk þess mun  hann ræða stuttlega varnarmálastefnu Evrópusambandsins, stöðu smærri Evrópulanda innan og utan ESB og hugsanlega aðild Íslands og Noregs að sambandinu.

Bílvelta í Ísafjarðardjúpi

Bílvelta varð í Ísafjarðardjúpi í nótt og er talið að ökumaður hafi misst stjórn á bifreiðinni í lausamöl. Þrennt var í bílnum og sakaði engan að sögn lögreglu.

Fella lögin úr gildi

Framsóknarmenn sjá þá einu lausn í fjölmiðlamálinu að fella lögin úr gildi. Allsherjarnefnd kemur saman til fundar klukkan tíu í fyrramálið.

Missti stjórn á bifreið

Umferðaróhapp varð við Fornahvamm í gærmorgun. Ökumaður bifreiðar missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann fór út af vegi og lenti í Norðurá.

Sundgarpur í borginni

Rétt fyrir sjö í gærmorgun var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um mann sem hafði hent sér í sjóinn við Reykjavíkurhöfn.

Vatn lak milli hæða

Tveir vatnslekar voru tilkynntir til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um hálf átta leytið í gærmorgun.

Sjá næstu 50 fréttir