Fleiri fréttir

Landsvirkjun þvingar ekki bændur

Landsvirkjun mótmælir því að fyrirtækið neyði bændur á Austurlandi til samninga þrátt fyrir að til standi að óska eftir eignarnámi á jörðum þeirra. Talsmaður fyrirtækisins segir eðlilega staðið að málum.

Mesta framþróun í áratug

Tillaga um að halda áfram vinnu í átt að samkomulagi um hvalveiðar í atvinnuskyni verður lögð fyrir Alþjóðahvalveiðiráðið á morgun. Formaður sendinefndar Íslands segir meiri framþróun í málinu síðustu tíu mánuði en áratuginn þar á undan.

Lögreglan hæfilega bjartsýn

Lögreglan er hæfilega bjartsýn á að leysa Stórholtsmálið innan skamms. Hún mun óska eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir fyrrverandi sambýlismanni Sri Rhamawati sem saknað hefur verið í tvær vikur. Niðurstöður úr DNA-rannsóknum liggja fyrir í þessari viku. 

Kafarar fengnir til leitar

Kafarar verða að öllum líkindum fengnir í dag til þess að leita að Sri Rahmawati, 33 ára gamalli konu sem saknað hefur verið í rúmar tvær vikur.

Næst flytji fatlaðir fíkniefni

Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, kveðst óttast að næstu burðardýr fíkniefnakónga verði fatlaðir og blindir. Hann segir smyglhringi nýta sér fjölbreytnina, þannig að ólíklegasta fólk hefur á sér fíkniefni í Leifsstöð.

Útvarpsstjóri gagnrýnir Skjá einn

Ég hygg að það verði að grípa í taumana," segir Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri um ákvörðun sjónvarpsstöðvarinnar Skjás eins að nota enskar lýsingar á leikjum ensku knattspyrnunnar í vetur. <font face="Helv"></font>

Stúlka datt af baki

Ung stúlka slasaðist er hún datt af hestbaki síðdegis í gær í Heydal í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi.

"Ég ætlaði ekki að drepa hann"

25 ára gömul kona sem stakk félaga sinn í kviðinn aðfararnótt laugardags segist ekki hafa ætlað að drepa vin sinn. "Ég ætlaði ekki að drepa hann. Vildi bara hefna mín. Ég læt ekki brjóta á mér höndina og brosi," segir konan í viðtali við DV í dag.

Halldór vill afturkalla frumvarpið

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hefur skýrt Davíð Oddssyni formanni Sjálfstæðisflokksins frá því að Framsóknarflokkurinn muni ekki sætta sig við annað en að fjölmiðlalögin verði dregin til baka. Fundi allsherjarnefndar sem hefjast átti klukkan 10 hefur verið frestað til klukkan 17. Búist er við að Halldór og Davíð fundi í dag.

Erfiðar aðstæður fæla fólk frá

Yfirmaður framkvæmda Impregilo við Kárahnjúka segir starfsmannaveltu mikla, óháð þjóðerni starfsmanna. Erfiðar aðstæður setja strik í reikninginn. Heldur færri Íslendingar starfa við gerð Kárahnjúkavirkjunar en upphaflega var áætlað.

Fyrsta áfanga tvöföldunar að ljúka

Umferð verður hleypt á fyrsta áfanga tvöfaldrar Reykjanesbrautar þann 29. júlí nk., fjórum mánuðum fyrr en áætlað var. Samkvæmt útboði áttu verktakar að ljúka fyrsta áfanganum þann 1. desember á þessu ári.

Gistihús fái ekki rekstrarleyfi

Framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda vill taka upp þá reglu að þau gistihús sem ekki uppfylli kröfur um brunavarnir fái ekki rekstrarleyfi. Þetta er mun harðari afstaða en sú sem Brunamálastofnun hefur. 

Kvartað yfir vef Morgunblaðsins

Fasteignabankinn Habil.is hefur kvartað við Samkeppnisstofnun yfir fasteignavef Morgunblaðsins og krefst þess að rekstur hans verði aðgreindur frá rekstri blaðsins.

Maður stunginn í samkvæmi

Kona er í haldi lögreglunnar eftir að hafa stungið mann í kviðinn í samkvæmi í húsi hennar í Barmahlíð í nótt. Konan hafði áður haft samband við lögregluna og óskað eftir aðstoð hennar við að koma þremur gestum út úr húsinu.

Erilsamt á Akureyri

Erilsamt var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt. Mikil umferð var í bænum og á leiðinni til Ólafsfjarðar og að sögn lögreglunnar voru tíu manns teknir fyrir of hraðan akstur. Þá kom upp eitt fíkniefnamál á Akureyri í nótt.

Stuðningur í Reykjavík norður

Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins og þingflokk í fjölmiðlamálinu.

Hafnar báðum tilboðunum

Hafnarnefnd Fjarðabyggðar hefur ákveðið að hafna báðum tilboðunum sem bárust í eftirlit með framkvæmdum við álvershöfn að Hrauni við Reyðarfjörð en bæði tilboðin voru langt yfir áætluðum kostnaði.

Engir fundir verið boðaðir

Engir formlegir fundir hafa verið boðaðir á meðal þingmanna framsóknarmanna og sjálfstæðismanna um helgina til að ræða fjölmiðlafrumvarpið. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir að nú sé kröftum eytt í það að leita sátta og að menn ræði mikið saman í síma.

Gekkst undir aðgerð

Maðurinn sem varð fyrir hnífsstungunni í Barmahlíð í nótt gekkst undir aðgerð í morgun. Að sögn vakthafandi læknis á skurðdeild er líðan mannsins eftir atvikum góð og er hann ekki lífshættulega slasaður.

Hárið á Akureyri

Söngleikurinn Hárið verður sýndur í Íþróttahöllinni á Akureyri í lok september. Sýningin er nú sem stendur flutt í Austurbæ í Reykjavík en Leikfélag Akureyrar hefur náð samkomulagi við aðstandendur sýningarinnar og knattspyrnudeild Þórs um að sýna hana einu sinni fyrir norðan. Íþróttahöllin á Akureyri tekur 1700 manns í sæti.

Brunavarnir skóla í slæmu ástandi

Brunavarnir í framhaldsskólum landsins eru í slæmu eða óviðunandi ástandi í tæplega 30 prósentum tilvika. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Brunamálastofnunar.

Yfir Hellisheiðina í hjólastólum

Tveir ungir menn, Arnar Klemensson og Alexander Harðarson, eru þessa stundina á leið til Reykjavíkur yfir Hellisheiðina í hjólastólum. Þeir lögðu af stað frá Hveragerði klukkan 9 í morgun og áætla að koma að Barnaspítala Hringsins um klukkan 15 í dag.

10 ára strákur í sjálfheldu

Tíu ára gamall strákur lenti í sjálfheldu í klettum fyrir ofan Ölfusborgir um hádegi í dag. Hjálparsveit skáta í Hveragerði var kölluð út kl.11:55 og brugðust björgunarsveitarmenn og lögregla skjótt við og voru komnir á staðinn nokkrum mínútum eftir útkall.

Milljarðatugir í húfi

Skilvirk starfsemi stofnana og útboð vissra þátta getur lækkað kostnað um fimmtán prósent og upp úr. Hérlendis gæti slíkt skilað allt að tuttugu milljörðum króna í sparnað segir formaður Verslunarráðs.

Dorritt á sjóskíðum

Setningarathöfn Siglingadaga á Ísafirði hófst klukkan 17 í gær með því að forsetafrúin Dorritt Moussaieff, verndari hátíðarinnar, fór á sjóskíðum í fylgd tveggja annarra sjóskíðakappa frá Suðurtanga og um Pollinn. Síðan mætti hún á Silfurtorg þar sem mannfjöldi fagnaði henni.

Húnaröstin seld til niðurrifs

Húnaröstin SF 550, eitt af skipum Skinneyjar Þinganess, hefur verið seld til niðurrifs og munu nýir eigendur sigla henni til Danmerkur þar sem skipið fer væntanlega í brotajárn. Húnaröstin var áður í eigu Borgeyjar og var mikið aflaskip en að lokinni loðnuvertíð árið 2001 var skipinu lagt. 

Þrjú slys í umdæmi Selfosslögreglu

Lögreglan á Selfossi hefur staðið í ströngu í dag en þrjú slys hafa orðið í umdæmi hennar í góðviðrinu. 16 ára piltur handleggsbrotnaði þegar hann flaug af hjóli sínu á mótorkrossbrautinni á Selfossi laust eftir hádegi í dag.

Bændum settir úrslitakostir

Landsvirkjun setur bændum úrslitakosti og þvingar þá til samninga, segir einn þeirra fimm bænda sem stendur frammi fyrir eignarnámi vegna rafmagnslína frá Kárahnjúkavirkjun. Hann segir þá ekkert fá fyrir að gefa eftir jarðir sínar.

Alltaf ljóst að afbrot var framið

Það hefði engu skilað að auglýsa strax eftir Sri Rahmawati þar sem ljóst var frá upphafi að afbrot hefði verið framið að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns. Rahmawati hefur verið saknað í tvær vikur. Fyrrverandi sambýlismaður hennar neitar enn sök.

Brunavörnum ábótavant

Eignatjón í bruna var helmingi minna í fyrra en þrjú ár á undan. Þrátt fyrir það er brunavörnum ábótavant á nærri helmingi gistiheimila og í um þriðjungi framhaldsskóla landsins.

Deilur um vegamót á Suðurlandi

Vegagerðin ætlar ekki að gera hringtorg við Landvegamót á Suðurlandi þrátt fyrir að það kosti jafnmikið og þær framkvæmdir sem þegar eru hafnar. Vegagerðin segir umferð ekki nógu mikla um hliðarvegina en verslunareigandi við gatnamótin hafnar því og segir hringtorg nauðsynlegt.

Skelfilegt óréttlæti

Einar Oddur Kristjánsson telur að veiðigjald sem lagt verður á sjávarútvegsfyrirtæki frá september verði greitt af verkafólki í fiskiðnaði sem hann segir skelfilegt óréttlæti. Sjávarútvegsráðherra segir gjaldið hóflegt.

Leitað á völdum stöðum

Leitað er að Sri Rahmawati, 33 ára gamalli konu sem saknað hefur í tæpar tvær vikur, á völdum stöðum aðallega norðan og austan við Reykjavík að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík.

Þriggja bíla árekstur

Þriggja bíla árekstur varð við Þrengslavegamót í Svínahrauni rétt eftir hádegið í gær. Einn bílanna hafnaði utan vegar og valt í kjölfarið.

Fjármálaráðherra greip inn í

Fjármálaráðherra greip inn í deilu tollayfirvalda og akstursíþróttamanna um tryggingafé vegna heimsbikarsins í torfæru um helgina. Þar af leiðandi var hætt við að aflýsa keppninni. Landssamband íslenskra akstursfélaga segir málið engu að síður til skammar. <font size="2"></font>

Ný stefna fyrir sama starfsmann

Það er mjög hvimleitt að þurfa að standa í þessum stöðugu innheimtumálum," segir Kristinn Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur.

Spá miklum hækkunum

Heilbrigðisráðuneytið fundar þessa dagana með lyfjahópi Félags íslenskra kaupmanna í þeim tilgangi að ná fram lækkunum á lyfjaverði. Ástæðan er útlit fyrir mikla hækkun á útgjöldum Tryggingastofnunar vegna lyfjakostnaðar milli áranna 2003 og 2004.

Þýskur Forrest Gump

Það telst afrek að hafa ferðast um heimsálfurnar sjö en Þjóðverjinn Stefan Schlett lét sér það ekki nægja. Hann ferðast um á tveimur jafnfljótum og segir mannskepnunni í blóð borið að hreyfa sig. 

Eignatjón minnkaði um helming

Fjárhagstjón vegna bruna hefur minnkað um helming milli ára. Athugun Brunamálastofnunar sýnir að ástand brunavarna á gistiheimilum er slæmt í 46 prósent tilvika og hefur staðið í stað frá árinu 1997.

Erfið ferð en gekk ljómandi vel

"Þetta var nokkuð erfið ferð en gekk alveg ljómandi vel," segir Arnar Klemensson en hann fór ásamt félaga sínum Alexander Harðarsyni yfir Hellisheiðina á hjólastól í gær. "Ferðin var farin til styrktar Barnaspítala Hringsins og tók tæpa átta klukkutíma fyrir okkur."

Þriggja bíla árekstur

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag. Enginn meiddist alvarlega þótt einn bílanna hafi oltið út af veginum.

Ný símanúmer Reykjavíkurlögreglu

<font face="Arial">Embætti lögreglustjórans í Reykjavík tekur frá og með morgundeginum, 19. júlí, í notkun ný símanúmer fyrir embættið.</font>

Stjórnarandstaðan krefst fundar

Stjórnarandstaðan krefst þess að allsherjarnefnd Alþingis komi aftur saman í dag en fundi nefndarinnar var óvænt slitið um hádegið í gær og hefur nýr fundur ekki verið boðaður fyrr en á mánudag.

Banaslys á Bíldudal

Banaslys varð á Bíldudal á sjöunda tímanum í gærkvöld. Ekið var á 14 stúlku á veginum rétt fyrir utan bæinn og er talið að hún hafi látist samstundis.

Þriggja bíla árekstur

Harður þriggja bíla árekstur varð á hringveginum um Langadal seint í gær. Svo virðist sem fólksbíl sem var á leið frá Blönduósi hafi verið ekið yfir á rangan vegarhelming og lenti hann á jeppa sem kom á móti. Jeppinn hafnaði þá á öðrum jeppa sem kastaðist út af veginum.

Sjá næstu 50 fréttir