Bíða eftir ákvörðun formanna 19. júlí 2004 00:01 Allsherjarnefnd Alþingis bíður eftir að formenn stjórnarflokkanna ræði saman og komist að samkomulagi í fjölmiðlamálinu. Fundi allsherjarnefndar, sem boðað hafði verið til í morgun, var frestað þar til síðdegis í dag. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar eru afar ósáttir við að fundi allsherjarnefndar hafi verið frestað í morgun. Þeir höfðu krafist þess að nefndin kæmi saman á föstudaginn var, en þeirri beiðni var synjað og fundur boðaður þess í stað klukkan 10 í dag. Í gærkvöldi var fundi nefndarinnar frestað til klukkan fimm og stefna stjórnarflokkarnir að því að nota daginn til að ná lausn í málinu. Formenn stjórnarflokkanna hittust ekkert um helgina, enda hafa þeir ekki verið í bænum. Þeir koma báðir til höfuðborgarinnar í dag og munu ræðast við áður en allsherjarnefnd kemur saman síðdegis. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar og hvenær þeir hittast, en samkvæmt heimildum fréttastofu er búið að ákveða að allsherjarnefnd komi ekki saman nema þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi komið sér saman um afdrif fjölmiðlafrumvarpsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi vinnubrögð stjórnarliða harðlega í þættinum Íslandi í býtið í morgun og gaf þeim falleinkunn. Hann sagði að nú væri einn mánuður og 17 dagar liðnir síðan forsetinn tilkynnti ákvörðun sína. Hann telur að sá tími hafi verið illa nýttur. Til að mynda hafi allur júnímánuður farið í að ræða og undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu. Sólarhring áður en þing kom saman hafi þeirri undirbúningsvinnu verið hent og nýtt frumvarp kynnt. Þá hafi komið í ljós að ekki hafi verið samstaða innan ríkisstjórnar um það frumvarp. Steingrímur sagði að hann hefði aldrei vitað til þess, að ríkisstjórn landsins hefði vísvitandi reynt að fara á svig við stjórnarskránna. Ágreiningur stjórnarflokkanna felst í því að Sjálfstæðismenn vilja afgreiða frumvarpið því sem næst óbreytt, en innan Framsóknarflokksins er þess krafist að frumvarpið verði dregið til baka. Sjálfstæðismenn eru reiðubúnir að gera talsverðar breytingar á frumvarpinu, en þeim finnst afar óheppilegt að draga það til baka. Það sé stjórnarfrumvarp og sýni veikleika ríkisstjórnarinnar að bakka alfarið með slík mál. Allt þetta mál hefur reynt mjög á ríkisstjórnina og hefur myndast mikil óánægja í báðum flokkum með samstarfsflokkinn. Mörgum Framsóknarmönnum finnst sem Sjálfstæðismenn séu of stífir á sínu, en Sjálfstæðismönnum finnst sem Framsóknarmenn sveiflist um of eftir viðbrögðum annarra og jafnvel skoðanakönnunum. Það flækir svo málið enn frekar, að jafnvel þó að margir Framsóknarmenn vilji draga frumvarpið til baka, er það ekki sársaukalaust, því Halldór Ásgrímsson mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi þegar Davíð Oddsson var í Washington. Fréttir Innlent Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Allsherjarnefnd Alþingis bíður eftir að formenn stjórnarflokkanna ræði saman og komist að samkomulagi í fjölmiðlamálinu. Fundi allsherjarnefndar, sem boðað hafði verið til í morgun, var frestað þar til síðdegis í dag. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar eru afar ósáttir við að fundi allsherjarnefndar hafi verið frestað í morgun. Þeir höfðu krafist þess að nefndin kæmi saman á föstudaginn var, en þeirri beiðni var synjað og fundur boðaður þess í stað klukkan 10 í dag. Í gærkvöldi var fundi nefndarinnar frestað til klukkan fimm og stefna stjórnarflokkarnir að því að nota daginn til að ná lausn í málinu. Formenn stjórnarflokkanna hittust ekkert um helgina, enda hafa þeir ekki verið í bænum. Þeir koma báðir til höfuðborgarinnar í dag og munu ræðast við áður en allsherjarnefnd kemur saman síðdegis. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar og hvenær þeir hittast, en samkvæmt heimildum fréttastofu er búið að ákveða að allsherjarnefnd komi ekki saman nema þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi komið sér saman um afdrif fjölmiðlafrumvarpsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi vinnubrögð stjórnarliða harðlega í þættinum Íslandi í býtið í morgun og gaf þeim falleinkunn. Hann sagði að nú væri einn mánuður og 17 dagar liðnir síðan forsetinn tilkynnti ákvörðun sína. Hann telur að sá tími hafi verið illa nýttur. Til að mynda hafi allur júnímánuður farið í að ræða og undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu. Sólarhring áður en þing kom saman hafi þeirri undirbúningsvinnu verið hent og nýtt frumvarp kynnt. Þá hafi komið í ljós að ekki hafi verið samstaða innan ríkisstjórnar um það frumvarp. Steingrímur sagði að hann hefði aldrei vitað til þess, að ríkisstjórn landsins hefði vísvitandi reynt að fara á svig við stjórnarskránna. Ágreiningur stjórnarflokkanna felst í því að Sjálfstæðismenn vilja afgreiða frumvarpið því sem næst óbreytt, en innan Framsóknarflokksins er þess krafist að frumvarpið verði dregið til baka. Sjálfstæðismenn eru reiðubúnir að gera talsverðar breytingar á frumvarpinu, en þeim finnst afar óheppilegt að draga það til baka. Það sé stjórnarfrumvarp og sýni veikleika ríkisstjórnarinnar að bakka alfarið með slík mál. Allt þetta mál hefur reynt mjög á ríkisstjórnina og hefur myndast mikil óánægja í báðum flokkum með samstarfsflokkinn. Mörgum Framsóknarmönnum finnst sem Sjálfstæðismenn séu of stífir á sínu, en Sjálfstæðismönnum finnst sem Framsóknarmenn sveiflist um of eftir viðbrögðum annarra og jafnvel skoðanakönnunum. Það flækir svo málið enn frekar, að jafnvel þó að margir Framsóknarmenn vilji draga frumvarpið til baka, er það ekki sársaukalaust, því Halldór Ásgrímsson mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi þegar Davíð Oddsson var í Washington.
Fréttir Innlent Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira