Máttarstólparnir fara 18. júlí 2004 00:01 "Fólkið á landsbyggðinni er að eldast," segir Sigurður Sigurðarson rekstrarráðgjafi. Sigurður tók saman aldursskiptingu á landsbyggðinni árin 1992 og 2002 og komst að þeirri niðurstöðu að fólksfækkunin á landsbyggðinni hefur að miklum hluta verið bundin við aldurshópana undir fertugu. "Þetta er aldurshópurinn sem hefur mestu tekjurnar, vinnur mest og leggur grunn að framtíðinni," segir Sigurður og bendir á að endurnýjun fari einnig fram í þessum aldurhópi. "Þetta eru máttarstólpar samfélagsins." Sigurður segir einnig ljóst að neyslumynstur þessa aldurshóps sé ólíkt neyslumynstri þeirra sem eldri eru. "Yngra fólk eyðir meiru í bíó og skemmtanir, hluti sem eldra fólkið telur óþarfa," segir Sigurður. "Þegar þetta fólk vantar í samfélagið minnkar neysla á dýrari vörum í kaupfélaginu eða versluninni á staðnum. Það hefur samdrátt í för með sér og þar af leiðandi greiða verslanirnar minna útsvar. Þá minnka tekjur sveitarfélagsins og þar af leiðandi einnig þeirrar starfsemi sem rekin er á staðnum, hvort sem um er að ræða blómabúð, rakara eða eitthvað annað. Þetta rekur sig hvað á annars horn." Sigurður segir þróunina því alvarlega fyrir samfélög landsbyggðarinnar. "Þetta þýðir að sveitarfélögin eiga ekki annarra kosta völ en að draga úr framkvæmdum og nota þær tekjur sem inn koma til þess að greiða skuldir. Sum sveitarfélög geta einungis greitt niður skuldir og séð um daglegan rekstur en engir peningar eru aflögu til þess að hefja framkvæmdir." Haldi þróunin áfram telur Sigurður að það muni enda með ósköpum. "Unga fólkið fer og fólkið í byggðinni eldist. Fólki hættir að fjölga og þegar íbúar verða mjög gamlir eru engir til að sjá um þá," segir Sigurður. Erfitt verði að standa undir hvers kyns þjónustu, hún leggist því af og hagkvæmni byggðarlagsins verði að engu. Sigurður telur að hvernig sem á málið sé litið horfi til vandræða nema gripið verði til sérstakra aðgerða. "Boltinn er hjá íbúum landsbyggðarinnar," segir Sigurður og bætir við að frumkvæði að uppbyggingu verði að koma þaðan. Mestu máli skipti að efla atvinnustarfsemi í byggðarlögum landsbyggðarinnar. "Það þarf að fá íslensk og erlend fyrirtæki til að byggja upp starfsemi á landsbyggðinni," segir Sigurður. "Þannig er hægt að efla landsbyggðina." Skuldirnar hverfa ekki "Fólksfækkun getur valdið sveitarfélögum á landsbyggðinni vandkvæðum," segir Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. "Skuldir sveitarfélaganna hverfa ekki en færri standa eftir til að greiða þær." "Ef íbúum fækkar verulega í sveitarfélagi meðan skuldirnar verða áfram þær sömu fer hlutfallslega stærri hluti af tekjum sveitarfélagsins til að greiða skuldirnar niður," segir Gunnlaugur. "Þá hefur fólksfækkunin í för með sér að færri borga í sameiginlega sjóði." Ýmis sveitarfélög úti á landi eiga í erfiðleikum af þessum völdum að sögn Gunnlaugs. "Þetta er sveitarfélögunum miserfitt en veldur mörgum sveitarfélögum erfiðleikum úti á landi þar sem fólki hefur fækkað." Gunnlaugur bendir þó á að miklu skipti hversu vel á veg sveitarfélagið sé komið við að byggja upp þá þjónustu sem sveitarfélaginu sé skylt að veita. Þannig sé sveitarfélag sem lokið hafi uppbyggingu í mun betri stöðu en jafnskuldsett sveitarfélag sem ekki hafi hafið verkið. Gunnlaugur segir að reynt sé að grípa til aðgerða áður en fjármál sveitarfélags fari í óefni. "Sveitarfélagið getur endurskoðað forgangsröðun verkefna og þannig haft stífara aðhald með rekstri og útgjöldum, auk þess að draga úr verkefnum sem ekki eru lögbundin," segir Gunnlaugur. "Þannig er verulega hægt að draga úr ýmsum kostnaðarliðum." Einnig er hægt að sameina sveitarfélög að sögn Gunnlaugs. "Hægt er að ná fram ákveðinni hagkvæmni með því að gera ekki á tveimur stöðum það sem nóg er að gera á einum," segir Gunnlaugur. Lokaúrræði er að sameina sveitarfélög með stuðningi eða niðurgreiðslu skulda úr jöfnunarsjóði að sögn Gunnlaugs. Einungis sé gripið til þess úrræðis geti sveitarfélag með engu móti staðið við skuldbindingar sínar. Gunnlaugur segir þó stöðuna sem betur fer á fæstum stöðum svo alvarlega. "Þetta þyngir þó á þar sem fólki hefur fækkað auk þess sem sveitarfélög eru mjög mismunandi skuldsett." Fréttir Innlent Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
"Fólkið á landsbyggðinni er að eldast," segir Sigurður Sigurðarson rekstrarráðgjafi. Sigurður tók saman aldursskiptingu á landsbyggðinni árin 1992 og 2002 og komst að þeirri niðurstöðu að fólksfækkunin á landsbyggðinni hefur að miklum hluta verið bundin við aldurshópana undir fertugu. "Þetta er aldurshópurinn sem hefur mestu tekjurnar, vinnur mest og leggur grunn að framtíðinni," segir Sigurður og bendir á að endurnýjun fari einnig fram í þessum aldurhópi. "Þetta eru máttarstólpar samfélagsins." Sigurður segir einnig ljóst að neyslumynstur þessa aldurshóps sé ólíkt neyslumynstri þeirra sem eldri eru. "Yngra fólk eyðir meiru í bíó og skemmtanir, hluti sem eldra fólkið telur óþarfa," segir Sigurður. "Þegar þetta fólk vantar í samfélagið minnkar neysla á dýrari vörum í kaupfélaginu eða versluninni á staðnum. Það hefur samdrátt í för með sér og þar af leiðandi greiða verslanirnar minna útsvar. Þá minnka tekjur sveitarfélagsins og þar af leiðandi einnig þeirrar starfsemi sem rekin er á staðnum, hvort sem um er að ræða blómabúð, rakara eða eitthvað annað. Þetta rekur sig hvað á annars horn." Sigurður segir þróunina því alvarlega fyrir samfélög landsbyggðarinnar. "Þetta þýðir að sveitarfélögin eiga ekki annarra kosta völ en að draga úr framkvæmdum og nota þær tekjur sem inn koma til þess að greiða skuldir. Sum sveitarfélög geta einungis greitt niður skuldir og séð um daglegan rekstur en engir peningar eru aflögu til þess að hefja framkvæmdir." Haldi þróunin áfram telur Sigurður að það muni enda með ósköpum. "Unga fólkið fer og fólkið í byggðinni eldist. Fólki hættir að fjölga og þegar íbúar verða mjög gamlir eru engir til að sjá um þá," segir Sigurður. Erfitt verði að standa undir hvers kyns þjónustu, hún leggist því af og hagkvæmni byggðarlagsins verði að engu. Sigurður telur að hvernig sem á málið sé litið horfi til vandræða nema gripið verði til sérstakra aðgerða. "Boltinn er hjá íbúum landsbyggðarinnar," segir Sigurður og bætir við að frumkvæði að uppbyggingu verði að koma þaðan. Mestu máli skipti að efla atvinnustarfsemi í byggðarlögum landsbyggðarinnar. "Það þarf að fá íslensk og erlend fyrirtæki til að byggja upp starfsemi á landsbyggðinni," segir Sigurður. "Þannig er hægt að efla landsbyggðina." Skuldirnar hverfa ekki "Fólksfækkun getur valdið sveitarfélögum á landsbyggðinni vandkvæðum," segir Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. "Skuldir sveitarfélaganna hverfa ekki en færri standa eftir til að greiða þær." "Ef íbúum fækkar verulega í sveitarfélagi meðan skuldirnar verða áfram þær sömu fer hlutfallslega stærri hluti af tekjum sveitarfélagsins til að greiða skuldirnar niður," segir Gunnlaugur. "Þá hefur fólksfækkunin í för með sér að færri borga í sameiginlega sjóði." Ýmis sveitarfélög úti á landi eiga í erfiðleikum af þessum völdum að sögn Gunnlaugs. "Þetta er sveitarfélögunum miserfitt en veldur mörgum sveitarfélögum erfiðleikum úti á landi þar sem fólki hefur fækkað." Gunnlaugur bendir þó á að miklu skipti hversu vel á veg sveitarfélagið sé komið við að byggja upp þá þjónustu sem sveitarfélaginu sé skylt að veita. Þannig sé sveitarfélag sem lokið hafi uppbyggingu í mun betri stöðu en jafnskuldsett sveitarfélag sem ekki hafi hafið verkið. Gunnlaugur segir að reynt sé að grípa til aðgerða áður en fjármál sveitarfélags fari í óefni. "Sveitarfélagið getur endurskoðað forgangsröðun verkefna og þannig haft stífara aðhald með rekstri og útgjöldum, auk þess að draga úr verkefnum sem ekki eru lögbundin," segir Gunnlaugur. "Þannig er verulega hægt að draga úr ýmsum kostnaðarliðum." Einnig er hægt að sameina sveitarfélög að sögn Gunnlaugs. "Hægt er að ná fram ákveðinni hagkvæmni með því að gera ekki á tveimur stöðum það sem nóg er að gera á einum," segir Gunnlaugur. Lokaúrræði er að sameina sveitarfélög með stuðningi eða niðurgreiðslu skulda úr jöfnunarsjóði að sögn Gunnlaugs. Einungis sé gripið til þess úrræðis geti sveitarfélag með engu móti staðið við skuldbindingar sínar. Gunnlaugur segir þó stöðuna sem betur fer á fæstum stöðum svo alvarlega. "Þetta þyngir þó á þar sem fólki hefur fækkað auk þess sem sveitarfélög eru mjög mismunandi skuldsett."
Fréttir Innlent Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði