Fleiri fréttir

Langt komin í yfir­ferð á flestum málum og horfa til þriðju­dags

Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar munu halda meirihlutaviðræðum áfram um helgina. Oddviti Framsóknar segir yfirferð á flestum málaflokkum langt komna og góður samhljómur sé um stóru málin. Meirihlutasamstarf sé þó ekki í höfn fyrr en að öllu ferlinu loknu.

Stjórn Ís­lensku óperunnar hefur greitt Þóru

Óperusöngkonan Þóra Einarsdóttir segist ekkert hafa heyrt frá stjórn Íslensku óperunnar vegna dóms Landsréttar í máli þeirra. Stjórnin sagði í tilkynningu í gær að búið væri að greiða henni vangoldin laun og ræða við fulltrúa söngvara um framtíðina.

Sá fimmti fannst látinn eftir lestarslys í Þýskalandi

Viðbragðsaðilar fundu í dag líkamsleifar í braki lestar sem fór af teinunum í suðurhluta Þýskalands í gær. Það er því ljóst að minnst fimm létust í slysinu, en ekki fjórir eins og áður var talið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Atvinnurekandi segir vert að skoða hvort lækka eigi launabil milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu. Slík nálgun á næstu kjarasamninga myndi koma í veg fyrir hækkandi vöruverð. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekkert vit í slíkum hugmyndum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einn lést þegar hrað­lest fór af teinunum í Suður-Kína

Lestarstjóri lést og átta aðrir slösuðust þegar hraðlest fór af teinunum á leiðinni til Rongjiang-sýslu í Guizhou-héraði í Suður-Kína. Lestin klessti á aurskriðu sem hafði fallið á teinana með þeim afleiðingum að hún fór af teinunum.

Myrtar fyrir að vilja skilja við eiginmenn sína

Tvær ungar konur, búsettar í Barcelona á Spáni, voru myrtar í heimalandi sínu Pakistan, þegar þær neituðu að taka eiginmenn sína með heim til Spánar. Þær voru þvingaðar til að giftast frændum sínum fyrir nokkrum árum. Málið hefur beint sjónum Spánverja að þvinguðum hjónaböndum.

Mikil fækkun búa ógnar dreifðri byggð

Búum í landbúnaðargreinum hefur fækkað um 375 á landinu frá árinu 2008 til 2020. Formaður bændasamtakanna hefur áhyggjur af fækkun búa sem hann segir stoð dreifðari byggða.

Álag vegna fjarkennslu skuli greitt á hættustundu

Félagsdómur felldi á þriðjudag dóm í tvíþættu máli Félags grunnskólakennara gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fallist var á kröfu félagsins um 50 prósent fjarkennsluálag en kröfu um yfirvinnugreiðslu vegna tilfærslu á vinnutíma kennara innan sömu vinnuviku, á tímum hæsta neyðarstigs almannavarna, var hafnað.

Vaktin: Hundruðir flýja Slóvíansk daglega

Hundruðir manna flýja borgina Slóvíansk í austur Úkraínu daglega og tölur brottfluttra hafa næstum tvöfaldast í þessari viku. Loftárás sem drap þrjár manneskjur í borginni á þriðjudag hefur valdið þessum aukna fólksflótta, segir Vadym Lyakh, yfirmaður herstjórnar í Slóvíansk.

Sólríkt víðast hvar á landinu í dag

Fínasta veður er í kortunum í dag og sólríkt víða á landinu. Vestan og norðvestan 3-8 í dag og léttir víða til, en 5-10 og lítilsháttar væta á Norðausturlandi fyrir hádegi. Hiti frá 6 stigum við norðurströndina, upp í 16 stig á Suðausturlandi.

Þrumuský yfir leigjendum

Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir leigjendur hafa þungar áhyggjur af stöðunni á leigumarkaði en allt bendir nú til að leiga hækki enn og aftur og nú rösklega. Guðmundur Hrafn segir ekkert borð fyrir báru og verið sé að trappa upp umræðu til að réttlæta slíkar hækkanir.

Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála

Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi.

Há­vaxnar undra­verur og bað­strönd í mið­bænum

Fimmtíu tonnum af sandi hefur verið komið fyrir inni í Listasafni Reykjavíkur þar sem tugir sóla sig á manngerðri baðströnd. Hávaxnar undraverur skálmuðu um miðbæinn í dag í tilefni af opnun listahátíðar.

Þjófar höfðu á brott mikið magn af bílskoðunarmiðum

Þjófar höfðu á brott mikið magn skoðunarmiða af skoðunarstöð á höfuðborgarstæðinu síðdegis í dag. Lögregla segir að sé fólk staðið að því að vera með ranga skoðunarmiða á skráningarmerkjum ökutækja sinna fái þeir kæru vegna brota á hegningarlögum í verðlaun.

Ís­lenska óperan hyggst ekki á­frýja dómi Lands­réttar

Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. 

Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar

Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði.

Anton Máni kjörinn formaður SÍK

Anton Máni Svansson frá Join Motion Pictures var í gær kjörinn formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, á aðalfundi félagsins. Hilmar Sigurðsson frá Sagafilm var kjörinn gjaldkeri og Inga Lind Karlsdóttir frá Skot Produtions meðstjórnandi.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra þvertekur fyrir að ófriður sé á stjórnarheimilinu þrátt fyrir ágreining tveggja ráðherra sinna. Formaður Framsóknarflokksins stendur með sínum ráðherra en vill ekki að rifist sé í gegn um fjölmiðla. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fjóla er nýr bæjarstjóri í Árborg

Fjóla Kristinsdóttir er nýr bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar en hún verður fyrstu tvö ár kjörtímabilsins bæjarstjóri, eða þegar Bragi Bjarnason tekur við og klárar kjörtímabilið. Bragi var í fyrsta sæti á D-listanum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí og Fjóla í öðru sæti. Bragi verður formaður bæjarráðs fyrstu tvö árin og svo tekur Fjóla við tvö síðustu árin.

Fævý, Adele og Hlýja en enginn Senjor

Fævý, Stinne, Hlýja og Adele eru meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á seinasta fundi mannanafnanefndar og færð á mannanafnaskrá. Nöfnin Ísjak og Senjor hlutu þó ekki náð fyrir augum nefndarinnar.

Sam­tök iðnaðarins kæra aug­lýsingar Nova

Samtök iðnaðarins (SI) hafa kært auglýsingastofuna Brandenburg til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) vegna auglýsinga Nova þar sem uppspunnið Stéttarfélag innbrotsþjófa kemur við sögu. Telja SI að auglýsingastofan hafi með þeim brotið fjölmargar siðareglur SÍA.

„Ópíumvampírur“ ferðast til Spánar í leit að auðveldri vímu

Ferðamenn koma víðsvegar að úr Evrópu að árbökkum Tagus-ár á Íberíuskaga til að stelast í morfínríkan safa ópíumvalmúans. Afurðir plöntunnar eru notaðar til framleiðslu sterkra verkjalyfja en ferðamennirnir verka þær ólöglega í vímuskyni og hafa fyrir vikið hlotið heitið „ópíumvampírur“. Þessi hættulegi túrismi er liður í mikillu aukningu á neyslu ópíums og ópíum-afleiddra efna í heiminum.

Handtaka höfuðpaur í einu stærsta skattsvikamáli Danmerkur

Breskur auðkýfingur sem er talinn um að vera höfuðpaurinn í einu stærstu skattsvikamáli í sögu Danmerkur var handtekinn í Dúbaí í dag. Hann og aðrir eru sakaðir um að hafa svikið hátt í þrettán milljarða danskra króna út úr ríkissjóði.

Kæru Miðflokksins vegna meints ágalla á kjörseðlum hafnað

Úrskurðarnefnd kosningamála hafnaði kröfu Miðflokksins í Garðabæ um ógildingu sveitarstjórnarkosninganna þar vegna ágalla sem flokkurinn taldi á kjörseðlum. Frágangur kjörseðla hafi verið innan svigrúms sem yfirkjörstjórnir hafa um útlit þeirra.

Sjá næstu 50 fréttir