Fleiri fréttir Þingmaður sýndi vopnabúrið á fundi um skotvopnalöggjöf Greg Steube, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana í Bandaríkjunum, sýndi vopnabúr sitt er hann þótt þátt í nefndarstörfum dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar í gær, þar sem frumvarp um hert aðgengi að skotvopnum og tengdum vörum var til umræðu. 3.6.2022 13:30 Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. 3.6.2022 13:20 ESB-ríki náðu losunarmarkmiði fyrir 2020 leikandi létt Losun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 34% árið 2020 miðað við árið 1990, mun meira en yfirlýst markmið þeirra um fimmtungssamdrátt á tímabilinu. Umhverfissamtök segja árangurinn aðeins sýna að markið hafi verið sett af lágt til að byrja með. 3.6.2022 12:25 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður stríðið í Úkraínu til umfjöllunar en í dag eru liðnir hundrað dagar síðan Rússar réðust inn í landið. 3.6.2022 11:34 Gamli Herjólfur kominn með framhaldslíf í Færeyjum Gamli Herjólfur, eða Herjólfur III er kominn til Færeyjar, þar sem ferjan verður aðallega nýtt sem vöruflutningaskip. 3.6.2022 11:27 Steingrímur J. leiðir „spretthóp“ Svandísar Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ákveðið að skipa þriggja manna „spretthóp“ sem skila skal ráðherra tillögum og valkostagreiningu vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður, mun leiða vinnu hópsins. 3.6.2022 11:16 Að minnsta kosti bið fram á haust eftir forgangsröðun jarðganga Það ætti að koma í ljós á næsta löggjafarþingi hvaða jarðgangakostum verður forgangsraðað. Þá mun þingið taka fyrir þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir árin 2023-2037 þar sem jarðgangakostum verður forgangsraðað 3.6.2022 11:10 Fær bætur fyrir að hafa verið skikkuð í sóttvarnarhús Kona sem skikkuð var í sóttkví í sóttvarnarhúsi við komuna til landsins á rétt á sextíu þúsund króna miskabótum vegna þess. Konan hafði ætlað sér að fara í sóttkví á heimili sínu við komuna til landsins. 3.6.2022 09:24 Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3.6.2022 09:15 Hryðjuverkamaðurinn í Buffalo lýsir yfir sakleysi Átján ára karlmaður sem skaut tíu blökkumenn til bana í stórmarkaði í Buffalo í síðasta mánuði lýsti yfir sakleysi sínu þegar ákæra á hendur honum fyrir haturshryðjuverk var tekin fyrir. Saksóknarinn lýsir sönnunargögnunum gegn honum sem yfirgnæfandi. 3.6.2022 08:41 Kallaði eftir banni gegn árásarskotvopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í gær eftir banni gegn árásarskotvopnum eftir röð skotárása í Bandaríkjunum. Forsetinn ávarpaði þjóðina og spurði meðal annars að því hversu mikið blóðbað Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að sætta sig við. 3.6.2022 07:55 Vaktin: „Við höfum varið Úkraínu í 100 daga. Við munum vinna sigur,“ segir Selenskí á 100. degi stríðsins Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti í morgun myndskeið sem er tekið á nákvæmlega sama stað og annað myndskeið var tekið fyrir 99 dögum, degi eftir að innrás Rússa hófst. Þá lét forsetinn þau fleygu orð falla að hann þyrfti ekki brottflutning frá Kænugarði, heldur vopn. Í myndskeiðinu frá því í dag sagði forsetinn „Við höfum varið Úkraínu í 100 daga. Við munum vinna sigur. Dýrð sé Úkraínu!“. 3.6.2022 07:37 Snjór og varasöm hálka á Öxnadalsheiði í nótt Nú er regnsvæði á leið yfir landið frá vestri til austurs og því rignir um tíma í dag í flestum landshlutum. Í kvöld kemur kalt loft úr vestri og fer hratt yfir. Á Öxnadalsheiði og eflaust víðar á fjallvegum norðanlands gerir seint í kvöld og nótt snjó eða krapa með varasamri hálku. 3.6.2022 07:30 Maður með hamar réðst á konu í Kópavogi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út upp úr miðnætti þegar tilkynnt var um að maður með hamar í hönd var sagður hafa ráðist að konu og kastað hamrinum í bíl hennar í Kópavogi. 3.6.2022 07:25 Nýr Land Rover Defender 130 kynntur Land Rover í Bretlandi kynnti á dögunum nýjan Defender, 130, sem er fjórða og nýjasta útgáfa bílsins á eftir Defender 90, Defender 110 og Defender Hard Top sem kynntir hafa verið frá því í júní 2020. Nýi Defender 130 er 34 sentimetrum lengri að aftan en Defender 110. Bíllinn verður frumsýndur hjá BL í haust. 3.6.2022 07:00 Leitaði uppi lækni vegna bakverkja og skaut hann Maður sem skaut skurðlækni sinn og þrjá aðra til bana í Tulsa í Bandaríkjunum í gærkvöldi, kenndi lækninum um sársauka sem hann fann fyrir eftir aðgerð á baki. Maðurinn keypti sér hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni AR-15 nokkrum klukkustundum fyrir ódæðið. 2.6.2022 23:31 Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. 2.6.2022 23:21 Betra fyrir andlega heilsu að borða nóg en að borða hollt Næringarfræðingur segir nýja rannsókn, sem Heilbrigðisvísindastofnun HÍ hefur tekið þátt í, benda til þess að heilbrigt mataræði geti hjálpað til við að draga úr þunglyndiseinkennum og þannig stuðlað að bættri geðheilsu. Meira máli skiptir þó að fólk borði nóg en að það borði hollt. 2.6.2022 23:02 Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2.6.2022 22:00 Fylgi VG ekki verið minna síðan 2013 Fylgi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur ekki verið minna síðan fyrir alþingiskosningarnar árið 2013. Ný könnun Þjóðarpúls Gallup sýnir að stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka. 2.6.2022 21:46 Fjölmiðlanefnd úrskurðar Mannlífi í vil í deilu við Róbert Wessman Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sólartúni ehf., fjölmiðlaveitu Mannlífs, hafi verið heimilt að synja beiðni Róberts Wessman um andsvör vegna umfjöllunar á vef Mannlífs í maí á þessu ári. 2.6.2022 20:59 Avenatti aftur dæmdur í fangelsi fyrir svik Michael Avenatti, sem hlaut frægð vestanhafs og víðar þegar hann var lögmaður klámleikkonunnar Stormy Daniels í máli hennar gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Hann sat þegar í fangelsi fyrir fjárkúgun gegn stórfyrirtækinu Nike. 2.6.2022 20:43 Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. 2.6.2022 20:26 Almar Guðmundsson nýr bæjarstjóri Garðabæjar Almar Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr bæjarstjóri Garðabæjar. Hann tekur við starfinu af Gunnari Einarssyni sem lætur af störfum eftir sautján ár sem bæjarstjóri. 2.6.2022 20:07 Alvarlegir gallar á rússneska hernum Rússneski herinn er ekki uppbyggður fyrir þau verkefni sem hann átti að leysa af hólmi í Úkraínu. Frá upphafi stríðsins hefur herinn átt í basli og frammistaða hans verið langt undir væntingunum, ef svo má að orði komast. 2.6.2022 19:32 Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2.6.2022 19:31 Ellefu nýjar verslanir og veitingastaðir opnaðir eftir nokkrar vikur Her iðnaðarmanna leggur þessa dagana lokahönd á nýtt torg í miðborginni. Þar taka ellefu nýir veitingastaðir og verslanir til starfa eftir um fimm vikur. 2.6.2022 19:21 Erna Kristín tekur við sem ráðuneytisstjóri mennta- og barnamálaráðuneytis Erna Kristín Blöndal, skrifstofustjóri, hefur verið skipuð í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og barnamálaráðuneytisins og tók við starfinu í dag. Hún tekur við af Páli Magnússyni, sem fer til starfa hjá fastanefnd Íslands í Genf og mun þar vinna á sviði málefna barna. 2.6.2022 18:44 Heppilegra að rjúfa það beina samhengi sem nú er á milli fasteignaverðs og skattlagningar Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir engin rök fyrir hækkun fasteignaskatta. Fjármálaráðherra telur núverandi fyrirkomulag innheimtu fasteignagjalda meingallað. 2.6.2022 18:31 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verð á bensíni hefur aldrei verið hærra og er fyrirséð að það hækki enn meira á næstu vikum. Bensínfyrirtæki eiga erfitt með að skýra gríðarlegan verðmun milli eigin stöðva, jafnvel stöðva sem liggja hlið við hlið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við formann Félags íslenskra bifreiðaeigenda í beinni útsendingu. 2.6.2022 17:57 Lögregla greip innbrotsþjófa glóðvolga Lögreglan á höfuborgarsvæðinu greip í morgunsárið tvo innbrotsþjófa glóðvolga og þeim stungið samstundis í steininn á meðan unnið var að rannsókn málsins. Þjófarnir höfðu komist inn í íbúð í fjölbýlishúsi í Reykjavík með því að klifra upp vinnupalla við húsið. 2.6.2022 17:45 Tólf handteknir í Lundúnum fyrir að mótmæla á valdaafmæli Elísabetar Tólf loftslagsaðgerðasinnar voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa valdið truflun á herskrúðgöngu í tilefni valdaafmælis Elísabetar drottningar. Aðgerðasinnarnir hlupu í veg fyrir hermennina í skrúðgöngunni áður en þeir voru handteknir. 2.6.2022 17:30 Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2.6.2022 16:50 Verkalýðsforingjar ekki hrifnir af óraunhæfum hugmyndum Simma Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar telja hugmyndir athafnamannsins Sigmars Vilhjálmssonar um jafnaðarkaup ekki vera raunhæfar. Langt sé í það að fólk samþykki slíkar breytingar. 2.6.2022 16:33 Heard ætlar að áfrýja Amber Heard ætlar að áfrýja dómi í máli Johnny Depp á hendur henni. Í gær var hún fundin sek um meiðyrði í garð hans og dæmd til að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum fimmtán milljónir dollara. 2.6.2022 15:51 Staðfesta grun um blóðþorra í Berufirði ISA-veiran sem veldur hinum banvæna sjúkdómi blóðþorra í laxi hefur nú verið greind í sjókvíum Fiskeldis Austfjarða í Berufirði. Grunur um tilvist veirunnar í firðinum vaknaði í lok maí. 2.6.2022 14:56 Blaðamenn DV og Fréttablaðsins brutu ekki siðareglur Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamaður DV, og Sigurjón Björn Torfason, blaðamaður Fréttablaðsins, brutu ekki siðareglur Blaðamannafélags Íslands með umfjöllun um meint ofbeldi innan Orkuveitu Húsavíkur. 2.6.2022 14:51 Marxistar fá ekki ókeypis lóð frá borginni Reykjavíkurborg var ekki skylt að úthluta Díamat, lífsskoðunarfélagi marxista, ókeypis lóð fyrir starfsemi sína. Félagið taldi að borgin hefði sett fordæmi með að úthluta nokkrum trúfélögum öðrum en þjóðkirkjunni lóðir án endurgjalds. 2.6.2022 14:45 Ekkert landris mælist lengur en óvissustig í gildi Verulega hefur dregið úr landrisi á svæðinu vestur af Þorbirni og ekkert landris mælst á GPS mælum síðustu þrjá til fjóra daga, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Eins hefur dregið verulega úr skjálftavirkni á svæðinu en óvissustig almannavarna er enn í gildi. 2.6.2022 14:42 Prestar innflytjenda segja ríkisstjórnina ætla að senda fólk á götuna Prestar innflytjenda og flóttafólks hjá Þjóðkirkjunni hafa sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn er varðar frumvarp til breytinga á útlendingalögum. Þar er frumvarpið harðlega gagnrýnt og talið að með því verði grundvallarbjargráð tekin frá flóttafólki og því hent á götuna. 2.6.2022 14:01 Inga segir Vinstri græn hafa svikið blóðmerarnar Inga Sæland fordæmir afstöðu vinstri grænna en tveir úr þeim flokki eru meðflutningsmenn hennar á frumvarpi þar sem lagt er til að bann verði lagt við blóðmerahaldi á Íslandi. 2.6.2022 13:45 Þórður Már og Sólveig Guðrún sýknuð af milljarðakröfu Þórður Már Jóhannesson og Sólveig Guðrún Pétursdóttir voru í dag sýknuð af 2,3 milljarða króna skaðabótakröfum félagsins Lyfjablóms ehf. Kröfurnar áttu rætur sínar að rekja til viðskipta frá árunum 2006 og 2007 en héraðsdómur taldi kröfurnar fallnar niður fyrir tómlætissakir þar sem ekki var hafist handa við málsókn fyrr en árið 2017. Lyfjablóm var dæmt til að greiða samtals tíu milljónir króna í málskostnað. 2.6.2022 13:27 Málefnasamningur undirritaður í Reykjanesbæ Framsókn, Samfylkingin og Bein leið hafa myndað meirihluta í Reykjanesbæ. Í dag var málefnasamningur milli flokkanna undirritaður fyrir utan Stapaskóla í Innri-Njarðvík. 2.6.2022 13:04 Z powodu stresu pielęgniarki rezygnują z pracy Wiele pielęgniarek z oddziału ratunkowego szpitala narzeka na długotrwały stres i przepracowanie, co doprowadza do tego, że decydują się na rezygnację z pracy. 2.6.2022 13:03 Enn langt í að niðurstaða fáist í hoppukastalaslysið á Akureyri Saksóknari hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra telur líklegt að óskað verði eftir dómkvöddum matsmanni til að meta hvernig hoppukastali, sem tókst á loft með hrikalegum afleiðingum á Akureyri í fyrrasumar, var festur. Rannsókn málsins er sögð á lokastigi. Eftir niðurstöðu matsmanns fer málið til ákærusviðs lögreglu sem mun gefa sér tíma til að meta hvort gefin verði út ákæra. 2.6.2022 12:13 Sjá næstu 50 fréttir
Þingmaður sýndi vopnabúrið á fundi um skotvopnalöggjöf Greg Steube, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana í Bandaríkjunum, sýndi vopnabúr sitt er hann þótt þátt í nefndarstörfum dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar í gær, þar sem frumvarp um hert aðgengi að skotvopnum og tengdum vörum var til umræðu. 3.6.2022 13:30
Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. 3.6.2022 13:20
ESB-ríki náðu losunarmarkmiði fyrir 2020 leikandi létt Losun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 34% árið 2020 miðað við árið 1990, mun meira en yfirlýst markmið þeirra um fimmtungssamdrátt á tímabilinu. Umhverfissamtök segja árangurinn aðeins sýna að markið hafi verið sett af lágt til að byrja með. 3.6.2022 12:25
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður stríðið í Úkraínu til umfjöllunar en í dag eru liðnir hundrað dagar síðan Rússar réðust inn í landið. 3.6.2022 11:34
Gamli Herjólfur kominn með framhaldslíf í Færeyjum Gamli Herjólfur, eða Herjólfur III er kominn til Færeyjar, þar sem ferjan verður aðallega nýtt sem vöruflutningaskip. 3.6.2022 11:27
Steingrímur J. leiðir „spretthóp“ Svandísar Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ákveðið að skipa þriggja manna „spretthóp“ sem skila skal ráðherra tillögum og valkostagreiningu vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður, mun leiða vinnu hópsins. 3.6.2022 11:16
Að minnsta kosti bið fram á haust eftir forgangsröðun jarðganga Það ætti að koma í ljós á næsta löggjafarþingi hvaða jarðgangakostum verður forgangsraðað. Þá mun þingið taka fyrir þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir árin 2023-2037 þar sem jarðgangakostum verður forgangsraðað 3.6.2022 11:10
Fær bætur fyrir að hafa verið skikkuð í sóttvarnarhús Kona sem skikkuð var í sóttkví í sóttvarnarhúsi við komuna til landsins á rétt á sextíu þúsund króna miskabótum vegna þess. Konan hafði ætlað sér að fara í sóttkví á heimili sínu við komuna til landsins. 3.6.2022 09:24
Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3.6.2022 09:15
Hryðjuverkamaðurinn í Buffalo lýsir yfir sakleysi Átján ára karlmaður sem skaut tíu blökkumenn til bana í stórmarkaði í Buffalo í síðasta mánuði lýsti yfir sakleysi sínu þegar ákæra á hendur honum fyrir haturshryðjuverk var tekin fyrir. Saksóknarinn lýsir sönnunargögnunum gegn honum sem yfirgnæfandi. 3.6.2022 08:41
Kallaði eftir banni gegn árásarskotvopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í gær eftir banni gegn árásarskotvopnum eftir röð skotárása í Bandaríkjunum. Forsetinn ávarpaði þjóðina og spurði meðal annars að því hversu mikið blóðbað Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að sætta sig við. 3.6.2022 07:55
Vaktin: „Við höfum varið Úkraínu í 100 daga. Við munum vinna sigur,“ segir Selenskí á 100. degi stríðsins Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti í morgun myndskeið sem er tekið á nákvæmlega sama stað og annað myndskeið var tekið fyrir 99 dögum, degi eftir að innrás Rússa hófst. Þá lét forsetinn þau fleygu orð falla að hann þyrfti ekki brottflutning frá Kænugarði, heldur vopn. Í myndskeiðinu frá því í dag sagði forsetinn „Við höfum varið Úkraínu í 100 daga. Við munum vinna sigur. Dýrð sé Úkraínu!“. 3.6.2022 07:37
Snjór og varasöm hálka á Öxnadalsheiði í nótt Nú er regnsvæði á leið yfir landið frá vestri til austurs og því rignir um tíma í dag í flestum landshlutum. Í kvöld kemur kalt loft úr vestri og fer hratt yfir. Á Öxnadalsheiði og eflaust víðar á fjallvegum norðanlands gerir seint í kvöld og nótt snjó eða krapa með varasamri hálku. 3.6.2022 07:30
Maður með hamar réðst á konu í Kópavogi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út upp úr miðnætti þegar tilkynnt var um að maður með hamar í hönd var sagður hafa ráðist að konu og kastað hamrinum í bíl hennar í Kópavogi. 3.6.2022 07:25
Nýr Land Rover Defender 130 kynntur Land Rover í Bretlandi kynnti á dögunum nýjan Defender, 130, sem er fjórða og nýjasta útgáfa bílsins á eftir Defender 90, Defender 110 og Defender Hard Top sem kynntir hafa verið frá því í júní 2020. Nýi Defender 130 er 34 sentimetrum lengri að aftan en Defender 110. Bíllinn verður frumsýndur hjá BL í haust. 3.6.2022 07:00
Leitaði uppi lækni vegna bakverkja og skaut hann Maður sem skaut skurðlækni sinn og þrjá aðra til bana í Tulsa í Bandaríkjunum í gærkvöldi, kenndi lækninum um sársauka sem hann fann fyrir eftir aðgerð á baki. Maðurinn keypti sér hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni AR-15 nokkrum klukkustundum fyrir ódæðið. 2.6.2022 23:31
Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. 2.6.2022 23:21
Betra fyrir andlega heilsu að borða nóg en að borða hollt Næringarfræðingur segir nýja rannsókn, sem Heilbrigðisvísindastofnun HÍ hefur tekið þátt í, benda til þess að heilbrigt mataræði geti hjálpað til við að draga úr þunglyndiseinkennum og þannig stuðlað að bættri geðheilsu. Meira máli skiptir þó að fólk borði nóg en að það borði hollt. 2.6.2022 23:02
Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2.6.2022 22:00
Fylgi VG ekki verið minna síðan 2013 Fylgi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur ekki verið minna síðan fyrir alþingiskosningarnar árið 2013. Ný könnun Þjóðarpúls Gallup sýnir að stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka. 2.6.2022 21:46
Fjölmiðlanefnd úrskurðar Mannlífi í vil í deilu við Róbert Wessman Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sólartúni ehf., fjölmiðlaveitu Mannlífs, hafi verið heimilt að synja beiðni Róberts Wessman um andsvör vegna umfjöllunar á vef Mannlífs í maí á þessu ári. 2.6.2022 20:59
Avenatti aftur dæmdur í fangelsi fyrir svik Michael Avenatti, sem hlaut frægð vestanhafs og víðar þegar hann var lögmaður klámleikkonunnar Stormy Daniels í máli hennar gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Hann sat þegar í fangelsi fyrir fjárkúgun gegn stórfyrirtækinu Nike. 2.6.2022 20:43
Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. 2.6.2022 20:26
Almar Guðmundsson nýr bæjarstjóri Garðabæjar Almar Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr bæjarstjóri Garðabæjar. Hann tekur við starfinu af Gunnari Einarssyni sem lætur af störfum eftir sautján ár sem bæjarstjóri. 2.6.2022 20:07
Alvarlegir gallar á rússneska hernum Rússneski herinn er ekki uppbyggður fyrir þau verkefni sem hann átti að leysa af hólmi í Úkraínu. Frá upphafi stríðsins hefur herinn átt í basli og frammistaða hans verið langt undir væntingunum, ef svo má að orði komast. 2.6.2022 19:32
Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2.6.2022 19:31
Ellefu nýjar verslanir og veitingastaðir opnaðir eftir nokkrar vikur Her iðnaðarmanna leggur þessa dagana lokahönd á nýtt torg í miðborginni. Þar taka ellefu nýir veitingastaðir og verslanir til starfa eftir um fimm vikur. 2.6.2022 19:21
Erna Kristín tekur við sem ráðuneytisstjóri mennta- og barnamálaráðuneytis Erna Kristín Blöndal, skrifstofustjóri, hefur verið skipuð í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og barnamálaráðuneytisins og tók við starfinu í dag. Hún tekur við af Páli Magnússyni, sem fer til starfa hjá fastanefnd Íslands í Genf og mun þar vinna á sviði málefna barna. 2.6.2022 18:44
Heppilegra að rjúfa það beina samhengi sem nú er á milli fasteignaverðs og skattlagningar Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir engin rök fyrir hækkun fasteignaskatta. Fjármálaráðherra telur núverandi fyrirkomulag innheimtu fasteignagjalda meingallað. 2.6.2022 18:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verð á bensíni hefur aldrei verið hærra og er fyrirséð að það hækki enn meira á næstu vikum. Bensínfyrirtæki eiga erfitt með að skýra gríðarlegan verðmun milli eigin stöðva, jafnvel stöðva sem liggja hlið við hlið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við formann Félags íslenskra bifreiðaeigenda í beinni útsendingu. 2.6.2022 17:57
Lögregla greip innbrotsþjófa glóðvolga Lögreglan á höfuborgarsvæðinu greip í morgunsárið tvo innbrotsþjófa glóðvolga og þeim stungið samstundis í steininn á meðan unnið var að rannsókn málsins. Þjófarnir höfðu komist inn í íbúð í fjölbýlishúsi í Reykjavík með því að klifra upp vinnupalla við húsið. 2.6.2022 17:45
Tólf handteknir í Lundúnum fyrir að mótmæla á valdaafmæli Elísabetar Tólf loftslagsaðgerðasinnar voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa valdið truflun á herskrúðgöngu í tilefni valdaafmælis Elísabetar drottningar. Aðgerðasinnarnir hlupu í veg fyrir hermennina í skrúðgöngunni áður en þeir voru handteknir. 2.6.2022 17:30
Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2.6.2022 16:50
Verkalýðsforingjar ekki hrifnir af óraunhæfum hugmyndum Simma Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar telja hugmyndir athafnamannsins Sigmars Vilhjálmssonar um jafnaðarkaup ekki vera raunhæfar. Langt sé í það að fólk samþykki slíkar breytingar. 2.6.2022 16:33
Heard ætlar að áfrýja Amber Heard ætlar að áfrýja dómi í máli Johnny Depp á hendur henni. Í gær var hún fundin sek um meiðyrði í garð hans og dæmd til að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum fimmtán milljónir dollara. 2.6.2022 15:51
Staðfesta grun um blóðþorra í Berufirði ISA-veiran sem veldur hinum banvæna sjúkdómi blóðþorra í laxi hefur nú verið greind í sjókvíum Fiskeldis Austfjarða í Berufirði. Grunur um tilvist veirunnar í firðinum vaknaði í lok maí. 2.6.2022 14:56
Blaðamenn DV og Fréttablaðsins brutu ekki siðareglur Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamaður DV, og Sigurjón Björn Torfason, blaðamaður Fréttablaðsins, brutu ekki siðareglur Blaðamannafélags Íslands með umfjöllun um meint ofbeldi innan Orkuveitu Húsavíkur. 2.6.2022 14:51
Marxistar fá ekki ókeypis lóð frá borginni Reykjavíkurborg var ekki skylt að úthluta Díamat, lífsskoðunarfélagi marxista, ókeypis lóð fyrir starfsemi sína. Félagið taldi að borgin hefði sett fordæmi með að úthluta nokkrum trúfélögum öðrum en þjóðkirkjunni lóðir án endurgjalds. 2.6.2022 14:45
Ekkert landris mælist lengur en óvissustig í gildi Verulega hefur dregið úr landrisi á svæðinu vestur af Þorbirni og ekkert landris mælst á GPS mælum síðustu þrjá til fjóra daga, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Eins hefur dregið verulega úr skjálftavirkni á svæðinu en óvissustig almannavarna er enn í gildi. 2.6.2022 14:42
Prestar innflytjenda segja ríkisstjórnina ætla að senda fólk á götuna Prestar innflytjenda og flóttafólks hjá Þjóðkirkjunni hafa sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn er varðar frumvarp til breytinga á útlendingalögum. Þar er frumvarpið harðlega gagnrýnt og talið að með því verði grundvallarbjargráð tekin frá flóttafólki og því hent á götuna. 2.6.2022 14:01
Inga segir Vinstri græn hafa svikið blóðmerarnar Inga Sæland fordæmir afstöðu vinstri grænna en tveir úr þeim flokki eru meðflutningsmenn hennar á frumvarpi þar sem lagt er til að bann verði lagt við blóðmerahaldi á Íslandi. 2.6.2022 13:45
Þórður Már og Sólveig Guðrún sýknuð af milljarðakröfu Þórður Már Jóhannesson og Sólveig Guðrún Pétursdóttir voru í dag sýknuð af 2,3 milljarða króna skaðabótakröfum félagsins Lyfjablóms ehf. Kröfurnar áttu rætur sínar að rekja til viðskipta frá árunum 2006 og 2007 en héraðsdómur taldi kröfurnar fallnar niður fyrir tómlætissakir þar sem ekki var hafist handa við málsókn fyrr en árið 2017. Lyfjablóm var dæmt til að greiða samtals tíu milljónir króna í málskostnað. 2.6.2022 13:27
Málefnasamningur undirritaður í Reykjanesbæ Framsókn, Samfylkingin og Bein leið hafa myndað meirihluta í Reykjanesbæ. Í dag var málefnasamningur milli flokkanna undirritaður fyrir utan Stapaskóla í Innri-Njarðvík. 2.6.2022 13:04
Z powodu stresu pielęgniarki rezygnują z pracy Wiele pielęgniarek z oddziału ratunkowego szpitala narzeka na długotrwały stres i przepracowanie, co doprowadza do tego, że decydują się na rezygnację z pracy. 2.6.2022 13:03
Enn langt í að niðurstaða fáist í hoppukastalaslysið á Akureyri Saksóknari hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra telur líklegt að óskað verði eftir dómkvöddum matsmanni til að meta hvernig hoppukastali, sem tókst á loft með hrikalegum afleiðingum á Akureyri í fyrrasumar, var festur. Rannsókn málsins er sögð á lokastigi. Eftir niðurstöðu matsmanns fer málið til ákærusviðs lögreglu sem mun gefa sér tíma til að meta hvort gefin verði út ákæra. 2.6.2022 12:13