Fleiri fréttir 24 milljónir hafa nú smitast á Indlandi Heildarfjöldi þeirra sem smitast hafa af kórónuveirunni á Indlandi er nú komin yfir 24 milljónir. Fjögur þúsund manns dóu á síðasta sólarhring og rúmlega 343 þúsund greindust með veiruna. 14.5.2021 08:08 Friðjón í framboð Friðjón Friðjónsson, eigandi KOM, hefur tilkynnt að hann sækist eftir fjórða sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer dagana 4, og 5. júní næstkomandi. 14.5.2021 07:52 Mega beita valdi til að flytja þungaða konu á sjúkrahús Breskur dómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að sérþjálfuðum heilbrigðisstarfsmönnum sé heimilt að beita hóflegu valdi til að koma þungaðri konu á sjúkrahús ef hún neitar. 14.5.2021 07:45 Austlægar áttir og gengur á með skúrum eða slydduéljum Enn liggur víðáttumikið hæðasvæði yfir Grænlandi og Íslandi, en dýpkandi lægð, langt suður í hafi þokast austur. Austlægar áttir leika því um landið og gengur á með skúrum eða slydduéljum, síst þó fyrir norðan. 14.5.2021 07:25 Ísraelsher bætir í árásirnar á Gaza Ísraelsher bætti í árásir sínar á Gaza svæðið í nótt og palestínskir vígamenn hafa einnig haldið áfram eldflaugaskothríð sinni yfir til Ísraels frá Gaza en nú hefur þessi átakahrina staðið í fimm daga. 14.5.2021 07:05 Ford mun frumsýna F-150 Lightning í maí Ford hefur tilkynnt að rafdrifinn F-150 þann 19. maí. Bíllinn mun bera nafnið F-150 Lightning (Elding) eins og orðrómurinn hafði verið á kreiki um. Það vísar til sport-pallbíls sem var framleiddur árið 1993. 14.5.2021 07:01 Hófu í nótt gerð varnargarða við gosstöðvarnar Stór jarðýta hófst handa við það í nótt að ryðja upp varnargörðum við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. 14.5.2021 06:53 Sigríður Andersen sækist eftir öðru sæti: „Frelsi gegn helsi“ Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að hún sækist eftir öðru sætinu í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Hún er nú fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. 14.5.2021 06:45 Lögregla tvisvar kölluð að Landspítala vegna vandræða Lögregla var tvívegis kölluð út í gærkvöldi og nótt vegna einstaklinga sem voru til vandræða á Landspítala. Í fyrra skiptið að Hringbraut og í seinna skiptið í Fossvog. 14.5.2021 06:24 Tveir úr myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk Magnús Sigurbjörnsson og Pálmar Ragnarsson segjast ýmist hafa eða mjög líklega hafa farið yfir mörk kvenna í lífi sínu. Magnús og Pálmar voru á meðal þeirra sem stigu fram í myndbandinu „Ég trúi“ sem birt var í gær til stuðnings þolendum ofbeldis. 13.5.2021 23:47 Versta brekkan orðin breiður göngustígur Aðalgönguleiðin að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli, svokölluð A-leið, er núna orðin mun greiðfærari og hættuminni en áður. Leiðin var lokuð í gær meðan unnið var að framkvæmdum en opnuð á ný í gærkvöldi. 13.5.2021 22:44 Bætt aðgengi kom sér vel við björgun slasaðrar konu Sjúkraflutningamenn og björgunarsveitarfólk komu konu til aðstoðar sem slasaðist á gossvæðinu við Fagradalsfjall á tíunda tímanum í kvöld. Bætt aðgengi varð til þess að hægt var að koma konunni til aðstoðar á skömmum tíma. 13.5.2021 21:55 Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum. 13.5.2021 21:21 Sósíalistaflokkurinn vill ofbeldiseftirlit Sósíalistaflokkurinn samþykkti í dag á sameiginlegum fundi framkvæmda- og málefnastjórna flokksins að leggja til svokallað ofbeldiseftirlit, sem yrði eitt af stefnumálum flokksins í kosningum til Alþingis í haust. Eftirlitið myndi rannsaka vinnustaði, skóla og opinbera staði og hafa heimildir til þess að svipta staði starfsleyfi. 13.5.2021 20:42 Hefði getað farið mjög illa á Smiðshöfða Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu sagðist telja að mjög illa hefði getað farið ef eldur hefði kviknað í iðnaðarhúsnæði þar sem eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob lét smíða búseturými. Eigandinn er ákærður fyrir að stefna heilsu og lífi starfsmanna sem bjuggu í húsnæðinu í augljósan háska. 13.5.2021 20:05 Fullbólusettir þurfa ekki að bera grímu Samkvæmt nýjum tilmælum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) munu fullbólusettir ekki þurfa að bera grímu þegar tvær vikur eru liðnar frá seinni sprautu nema við mjög sérstakar aðstæður. Grímunotkun utandyra verður ekki skylda eftir bólusetningu og slakað verður á fjarlægðarmörkum. 13.5.2021 19:54 Fylfullar hryssur geta frestað köstun Svo undarlega sem það kann að hljóma þá hafa fylfullar hryssur þann hæfileika að geta frestað köstun vegna kuldatíðar eins og vorið í vor hefur verið. Það kom þó ekki í veg fyrir að hryssan Gleði, sem Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra á kastaði hestfolaldi í vikunni. 13.5.2021 19:31 Sóttu slasaðan ferðamann á Esjuna Slökkvilið og björgunarsveitarfólk var kallað að Esju í dag til þess að aðstoða þýskan ferðamann sem hafði slasast. Að sögn varðstjóra hafði ferðamaðurinn verið að dást að Esjunni þegar grjót féll niður og á ökkla ferðamannsins. 13.5.2021 19:14 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ekkert lát er á hörðum átökum Ísraela og Palestínumanna á Gasa og hafa tugir látist í loftárásum síðustu daga og hundruð særst. 13.5.2021 18:16 „Ekki ólíklegt að það bætist eitthvað við af smitum“ Þrír greindust með veiruna á Sauðárkróki í gær en allir voru í sóttkví. Þrettán eru í einangrun í bænum en 256 eru í sóttkví. 13.5.2021 18:01 Vonast til að fara langt með að klára undirliggjandi sjúkdóma og forgangshópa í næstu viku Búist er við að bólusetningum fólks með undirliggjandi sjúkdóma verði lokið hér á landi í næstu viku. 13.5.2021 18:00 Töluvert tjón eftir að eldur kom upp við Haðarstíg Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds í heimahúsi við Haðarstíg í miðbæ Reykjavíkur. 13.5.2021 17:59 Gömul og ný tré urðu eldinum í Heiðmörk að bráð Birki og stafafura sem hafði verið gróðursett voru á stórum hluta þess lands sem brann í gróðureldinum í Heiðmörk í síðustu viku. Gamall birkiskógur varð eldinum, sem er talinn hafa raskað smádýra- og fuglalífi, einnig að bráð. 13.5.2021 16:34 Telja varnargarða ekki mega bíða lengi Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir áhyggjuefni ef hrauntaumur rennur niður í Nátthaga og heldur þaðan áfram í átt að Suðurstrandarvegi. Bæjarráð Grindavíkur ályktaði í síðustu viku um það að gera þyrfti allt sem mögulegt væri til þess að hefta framrás hraunsins niður í Nátthaga og hefur nú þegar verið ráðist í hönnun á þess til gerðum mannvirkjum. 13.5.2021 16:00 Færðu Hörpu nýjan flygil og listaverk í tilefni afmælisins Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg færðu tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu nýjan konsertflygil og útilistaverkið Vindhörpu í tilefni af tíu ára afmæli hússins í dag. Samanlagður kostnaður við gjafirnar er metinn 55 milljónir króna. 13.5.2021 15:25 „Villandi“ heilsíðuauglýsing í Mogga ekki á vegum Lyfjastofnunar Nafnlaus heilsíðuauglýsing sem birtist fyrir mistök í Morgunblaðinu í morgun þar sem óskað var eftir tilkynningum um aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni er ekki á vegum Lyfjastofnunar. Forstjóri stofnunarinnar segir auglýsinguna villandi. Auglýsandinn segist ekki hafa haft samráð við Lyfjastofnun og vill ekki svara hvernig hann fjármagnaði kaupin. 13.5.2021 14:33 Áætla að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika Áætlað er að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika á Íslandi. Vísbendingar eru um að fólk líti tryggingasvik ekki eins alvarlegum augum og önnur fjármunabrot, samkvæmt nýlegri könnun samtaka fjármálafyrirtækja. 13.5.2021 13:28 Þrjú greindust með veiruna á Sauðárkróki Þrjú greindust með kórónuveirusmit á Sauðárkróki í gær og eru nú þrettán í einangrun í bænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra. 13.5.2021 13:22 Fá boltavelli í stað gamals og ónýts húss Framkvæmdir eru hafnar á lóð Vesturbæjarskóla, þar sem leggja á fótbolta- og körfuboltavöll í sumar. 13.5.2021 13:01 Bókuðu á víxl um stjórnarskrárverk í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Fulltrúar meiri- og minnihlutans í borgarstjórn Hafnarfjarðarbæjar skiptust á bókunum í gær um umdeilt listaverk sem tengist kröfu um nýja stjórnarskrá sem var fjarlægt af vegg menningarhússins Hafnarborgar á dögunum. Minnihlutinn vildi biðja listamenn afsökunar en bæjarstjóri telur að skerpa þurfi verklagsreglur. 13.5.2021 12:45 „Ísrael er ekki að verja sig, þeir eru að ráðast á annað fólk“ Fyrrum stjórnarmaður í félaginu Ísland-Palestína segir stöðuna á Gasa-svæðinu ekki koma fólki í opna skjöldu þar sem Ísrael ráðist yfirleitt til atlögu í hvert skipti sem Palestínumenn minni á sig. Ekki sé hægt að tala um átök milli herja, heldur mun frekar árás Ísraela á minnimáttar. 13.5.2021 12:42 Indverska afbrigðið lúti sömu lögmálum og önnur afbrigði veirunnar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er vongóður um að Íslendingum muni takast vel við að hemja indverska afbrigði kórónuveirunnar. Máli sínu til stuðnings bendir hann á árangur Íslendinga við að hemja breska afbrigði veirunnar sem hefur greinst víða hér á landi. 13.5.2021 12:06 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á kórónuveirufarladrinum og ræðum við Kára Stefánnsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir Íslendinga mun betur í stakk búna til að takast á við indverska afbrigði kórónuveirunnar en Indverjar. 13.5.2021 11:46 Możliwe kolejne zmiany na granicy i nowa wersja aplikacji śledzącej Główny epidemiolog uważa, że obecnie obowiązujące środki są wystarczające przeciwko rozprzestrzenianiu się indyjskiego wariantu Covid-19 w Islandii. 13.5.2021 11:30 Birgir stefnir á efstu sætin í Reykjavík Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, býður sig fram í annað til þriðja sæti í prófkjöri flokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö. Hann hefur setið á Alþingi fyrir flokkinn í tæp tuttugu ár. 13.5.2021 11:21 Ferðaþjónustan leggur línurnar fyrir kosningarnar Samtök ferðaþjónustunnar hafa sett fram aðgerðir til að hraða viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Er það innlegg samtakanna fyrir komandi kosningabaráttu en framkvæmdastjórinn segir að fylgst verði með því hvernig flokkarnir taki tillögurnar. 13.5.2021 11:15 Fimm smitaðir en allir í sóttkví Allir þeir fimm einstaklingar sem greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunna í gær voru í sóttkví. Einhver smitanna tengjast hópsýkingu í Skagafirði en öll tengjast þau fyrri smitum samkvæmt upplýsingum almannavarna. 13.5.2021 10:53 2500 tymczasowych miejsc pracy dla studentów Minister Spraw Społecznych ogłosił w tym tygodniu, że Urząd Pracy stworzył tego lata 2500 miejsc pracy dla studentów w ramach Kampanii - Rozpocznij pracę. 13.5.2021 10:49 Göngumenn létust á Everest-fjalli Tveir fjallgöngumenn örmögnuðust og létust á Everest-fjalli í gær. Þetta eru fyrstu dauðsföllin á fjallinu á göngutímabilinu í vor. Metfjöldi göngumanna hefur fengið leyfi til að klífa fjallið á þessu tímabili. 13.5.2021 09:50 83 hafa fallið á Gasa og herinn undirbýr frekari árásir Enn standa yfir átök á Gasa-ströndinni og hafa árásir ísraelska hersins og Hamas gengið á víxl. Ísraelsher er nú í viðbragðsstöðu við landamæri Gasasvæðisins og undirbýr frekari aðgerðir. 13.5.2021 09:47 Vilja að saksóknarar svari fyrir meintan leka Lögmenn þriggja fyrrum lögregluþjóna í Minneapolis, sem hafa verið ákærðir í tengslum við dauða George Floyd, vilja að saksóknarar í málinu svari eiðsvarnir fyrir það hvort þeir beri ábyrgð á upplýsingaleka til fjölmiðla. 13.5.2021 07:51 Svalt í veðri en áfram hætta á gróðureldum Ekki er von á miklum veðurbreytingum næstu daga þar sem öflug hæð yfir Grænlandi teygir sig til suðausturs yfir Ísland. Spáð er hægum austlægum vindum eða hafgolu næstu daga og skúrir eða él víða um land. 13.5.2021 07:27 Grunaður um akstur undir áhrifum og laug til um nafn Rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af ökumanni í miðbæ Reykjavíkur vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Eftir að ökumaðurinn hafði verið stöðvaður reyndi hann að villa um fyrir lögreglumönnum og segja rangt til nafns. 13.5.2021 07:18 Fisvélar sveimuðu yfir höfuðborgarsvæðinu Fjöldi fisvéla sveif yfir höfuðborgarsvæðinu í þyrpingu á ellefta tímanum í kvöld en um var ræða hópflug á vegum Fisfélags Reykjavíkur. 12.5.2021 23:37 Prestur efndi til herferðar þegar yfirvöld beygðu sig fyrir herskáum kattaeigendum „Þegar kettirnir eru komnir í búrin sem ég er að ná fuglunum í til að merkja og sleppa þá er eiginlega komið nóg. Þá er mælirinn fullur.“ 12.5.2021 23:14 Sjá næstu 50 fréttir
24 milljónir hafa nú smitast á Indlandi Heildarfjöldi þeirra sem smitast hafa af kórónuveirunni á Indlandi er nú komin yfir 24 milljónir. Fjögur þúsund manns dóu á síðasta sólarhring og rúmlega 343 þúsund greindust með veiruna. 14.5.2021 08:08
Friðjón í framboð Friðjón Friðjónsson, eigandi KOM, hefur tilkynnt að hann sækist eftir fjórða sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer dagana 4, og 5. júní næstkomandi. 14.5.2021 07:52
Mega beita valdi til að flytja þungaða konu á sjúkrahús Breskur dómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að sérþjálfuðum heilbrigðisstarfsmönnum sé heimilt að beita hóflegu valdi til að koma þungaðri konu á sjúkrahús ef hún neitar. 14.5.2021 07:45
Austlægar áttir og gengur á með skúrum eða slydduéljum Enn liggur víðáttumikið hæðasvæði yfir Grænlandi og Íslandi, en dýpkandi lægð, langt suður í hafi þokast austur. Austlægar áttir leika því um landið og gengur á með skúrum eða slydduéljum, síst þó fyrir norðan. 14.5.2021 07:25
Ísraelsher bætir í árásirnar á Gaza Ísraelsher bætti í árásir sínar á Gaza svæðið í nótt og palestínskir vígamenn hafa einnig haldið áfram eldflaugaskothríð sinni yfir til Ísraels frá Gaza en nú hefur þessi átakahrina staðið í fimm daga. 14.5.2021 07:05
Ford mun frumsýna F-150 Lightning í maí Ford hefur tilkynnt að rafdrifinn F-150 þann 19. maí. Bíllinn mun bera nafnið F-150 Lightning (Elding) eins og orðrómurinn hafði verið á kreiki um. Það vísar til sport-pallbíls sem var framleiddur árið 1993. 14.5.2021 07:01
Hófu í nótt gerð varnargarða við gosstöðvarnar Stór jarðýta hófst handa við það í nótt að ryðja upp varnargörðum við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. 14.5.2021 06:53
Sigríður Andersen sækist eftir öðru sæti: „Frelsi gegn helsi“ Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að hún sækist eftir öðru sætinu í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Hún er nú fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. 14.5.2021 06:45
Lögregla tvisvar kölluð að Landspítala vegna vandræða Lögregla var tvívegis kölluð út í gærkvöldi og nótt vegna einstaklinga sem voru til vandræða á Landspítala. Í fyrra skiptið að Hringbraut og í seinna skiptið í Fossvog. 14.5.2021 06:24
Tveir úr myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk Magnús Sigurbjörnsson og Pálmar Ragnarsson segjast ýmist hafa eða mjög líklega hafa farið yfir mörk kvenna í lífi sínu. Magnús og Pálmar voru á meðal þeirra sem stigu fram í myndbandinu „Ég trúi“ sem birt var í gær til stuðnings þolendum ofbeldis. 13.5.2021 23:47
Versta brekkan orðin breiður göngustígur Aðalgönguleiðin að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli, svokölluð A-leið, er núna orðin mun greiðfærari og hættuminni en áður. Leiðin var lokuð í gær meðan unnið var að framkvæmdum en opnuð á ný í gærkvöldi. 13.5.2021 22:44
Bætt aðgengi kom sér vel við björgun slasaðrar konu Sjúkraflutningamenn og björgunarsveitarfólk komu konu til aðstoðar sem slasaðist á gossvæðinu við Fagradalsfjall á tíunda tímanum í kvöld. Bætt aðgengi varð til þess að hægt var að koma konunni til aðstoðar á skömmum tíma. 13.5.2021 21:55
Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum. 13.5.2021 21:21
Sósíalistaflokkurinn vill ofbeldiseftirlit Sósíalistaflokkurinn samþykkti í dag á sameiginlegum fundi framkvæmda- og málefnastjórna flokksins að leggja til svokallað ofbeldiseftirlit, sem yrði eitt af stefnumálum flokksins í kosningum til Alþingis í haust. Eftirlitið myndi rannsaka vinnustaði, skóla og opinbera staði og hafa heimildir til þess að svipta staði starfsleyfi. 13.5.2021 20:42
Hefði getað farið mjög illa á Smiðshöfða Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu sagðist telja að mjög illa hefði getað farið ef eldur hefði kviknað í iðnaðarhúsnæði þar sem eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob lét smíða búseturými. Eigandinn er ákærður fyrir að stefna heilsu og lífi starfsmanna sem bjuggu í húsnæðinu í augljósan háska. 13.5.2021 20:05
Fullbólusettir þurfa ekki að bera grímu Samkvæmt nýjum tilmælum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) munu fullbólusettir ekki þurfa að bera grímu þegar tvær vikur eru liðnar frá seinni sprautu nema við mjög sérstakar aðstæður. Grímunotkun utandyra verður ekki skylda eftir bólusetningu og slakað verður á fjarlægðarmörkum. 13.5.2021 19:54
Fylfullar hryssur geta frestað köstun Svo undarlega sem það kann að hljóma þá hafa fylfullar hryssur þann hæfileika að geta frestað köstun vegna kuldatíðar eins og vorið í vor hefur verið. Það kom þó ekki í veg fyrir að hryssan Gleði, sem Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra á kastaði hestfolaldi í vikunni. 13.5.2021 19:31
Sóttu slasaðan ferðamann á Esjuna Slökkvilið og björgunarsveitarfólk var kallað að Esju í dag til þess að aðstoða þýskan ferðamann sem hafði slasast. Að sögn varðstjóra hafði ferðamaðurinn verið að dást að Esjunni þegar grjót féll niður og á ökkla ferðamannsins. 13.5.2021 19:14
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ekkert lát er á hörðum átökum Ísraela og Palestínumanna á Gasa og hafa tugir látist í loftárásum síðustu daga og hundruð særst. 13.5.2021 18:16
„Ekki ólíklegt að það bætist eitthvað við af smitum“ Þrír greindust með veiruna á Sauðárkróki í gær en allir voru í sóttkví. Þrettán eru í einangrun í bænum en 256 eru í sóttkví. 13.5.2021 18:01
Vonast til að fara langt með að klára undirliggjandi sjúkdóma og forgangshópa í næstu viku Búist er við að bólusetningum fólks með undirliggjandi sjúkdóma verði lokið hér á landi í næstu viku. 13.5.2021 18:00
Töluvert tjón eftir að eldur kom upp við Haðarstíg Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds í heimahúsi við Haðarstíg í miðbæ Reykjavíkur. 13.5.2021 17:59
Gömul og ný tré urðu eldinum í Heiðmörk að bráð Birki og stafafura sem hafði verið gróðursett voru á stórum hluta þess lands sem brann í gróðureldinum í Heiðmörk í síðustu viku. Gamall birkiskógur varð eldinum, sem er talinn hafa raskað smádýra- og fuglalífi, einnig að bráð. 13.5.2021 16:34
Telja varnargarða ekki mega bíða lengi Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir áhyggjuefni ef hrauntaumur rennur niður í Nátthaga og heldur þaðan áfram í átt að Suðurstrandarvegi. Bæjarráð Grindavíkur ályktaði í síðustu viku um það að gera þyrfti allt sem mögulegt væri til þess að hefta framrás hraunsins niður í Nátthaga og hefur nú þegar verið ráðist í hönnun á þess til gerðum mannvirkjum. 13.5.2021 16:00
Færðu Hörpu nýjan flygil og listaverk í tilefni afmælisins Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg færðu tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu nýjan konsertflygil og útilistaverkið Vindhörpu í tilefni af tíu ára afmæli hússins í dag. Samanlagður kostnaður við gjafirnar er metinn 55 milljónir króna. 13.5.2021 15:25
„Villandi“ heilsíðuauglýsing í Mogga ekki á vegum Lyfjastofnunar Nafnlaus heilsíðuauglýsing sem birtist fyrir mistök í Morgunblaðinu í morgun þar sem óskað var eftir tilkynningum um aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni er ekki á vegum Lyfjastofnunar. Forstjóri stofnunarinnar segir auglýsinguna villandi. Auglýsandinn segist ekki hafa haft samráð við Lyfjastofnun og vill ekki svara hvernig hann fjármagnaði kaupin. 13.5.2021 14:33
Áætla að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika Áætlað er að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika á Íslandi. Vísbendingar eru um að fólk líti tryggingasvik ekki eins alvarlegum augum og önnur fjármunabrot, samkvæmt nýlegri könnun samtaka fjármálafyrirtækja. 13.5.2021 13:28
Þrjú greindust með veiruna á Sauðárkróki Þrjú greindust með kórónuveirusmit á Sauðárkróki í gær og eru nú þrettán í einangrun í bænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra. 13.5.2021 13:22
Fá boltavelli í stað gamals og ónýts húss Framkvæmdir eru hafnar á lóð Vesturbæjarskóla, þar sem leggja á fótbolta- og körfuboltavöll í sumar. 13.5.2021 13:01
Bókuðu á víxl um stjórnarskrárverk í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Fulltrúar meiri- og minnihlutans í borgarstjórn Hafnarfjarðarbæjar skiptust á bókunum í gær um umdeilt listaverk sem tengist kröfu um nýja stjórnarskrá sem var fjarlægt af vegg menningarhússins Hafnarborgar á dögunum. Minnihlutinn vildi biðja listamenn afsökunar en bæjarstjóri telur að skerpa þurfi verklagsreglur. 13.5.2021 12:45
„Ísrael er ekki að verja sig, þeir eru að ráðast á annað fólk“ Fyrrum stjórnarmaður í félaginu Ísland-Palestína segir stöðuna á Gasa-svæðinu ekki koma fólki í opna skjöldu þar sem Ísrael ráðist yfirleitt til atlögu í hvert skipti sem Palestínumenn minni á sig. Ekki sé hægt að tala um átök milli herja, heldur mun frekar árás Ísraela á minnimáttar. 13.5.2021 12:42
Indverska afbrigðið lúti sömu lögmálum og önnur afbrigði veirunnar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er vongóður um að Íslendingum muni takast vel við að hemja indverska afbrigði kórónuveirunnar. Máli sínu til stuðnings bendir hann á árangur Íslendinga við að hemja breska afbrigði veirunnar sem hefur greinst víða hér á landi. 13.5.2021 12:06
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á kórónuveirufarladrinum og ræðum við Kára Stefánnsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir Íslendinga mun betur í stakk búna til að takast á við indverska afbrigði kórónuveirunnar en Indverjar. 13.5.2021 11:46
Możliwe kolejne zmiany na granicy i nowa wersja aplikacji śledzącej Główny epidemiolog uważa, że obecnie obowiązujące środki są wystarczające przeciwko rozprzestrzenianiu się indyjskiego wariantu Covid-19 w Islandii. 13.5.2021 11:30
Birgir stefnir á efstu sætin í Reykjavík Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, býður sig fram í annað til þriðja sæti í prófkjöri flokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö. Hann hefur setið á Alþingi fyrir flokkinn í tæp tuttugu ár. 13.5.2021 11:21
Ferðaþjónustan leggur línurnar fyrir kosningarnar Samtök ferðaþjónustunnar hafa sett fram aðgerðir til að hraða viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Er það innlegg samtakanna fyrir komandi kosningabaráttu en framkvæmdastjórinn segir að fylgst verði með því hvernig flokkarnir taki tillögurnar. 13.5.2021 11:15
Fimm smitaðir en allir í sóttkví Allir þeir fimm einstaklingar sem greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunna í gær voru í sóttkví. Einhver smitanna tengjast hópsýkingu í Skagafirði en öll tengjast þau fyrri smitum samkvæmt upplýsingum almannavarna. 13.5.2021 10:53
2500 tymczasowych miejsc pracy dla studentów Minister Spraw Społecznych ogłosił w tym tygodniu, że Urząd Pracy stworzył tego lata 2500 miejsc pracy dla studentów w ramach Kampanii - Rozpocznij pracę. 13.5.2021 10:49
Göngumenn létust á Everest-fjalli Tveir fjallgöngumenn örmögnuðust og létust á Everest-fjalli í gær. Þetta eru fyrstu dauðsföllin á fjallinu á göngutímabilinu í vor. Metfjöldi göngumanna hefur fengið leyfi til að klífa fjallið á þessu tímabili. 13.5.2021 09:50
83 hafa fallið á Gasa og herinn undirbýr frekari árásir Enn standa yfir átök á Gasa-ströndinni og hafa árásir ísraelska hersins og Hamas gengið á víxl. Ísraelsher er nú í viðbragðsstöðu við landamæri Gasasvæðisins og undirbýr frekari aðgerðir. 13.5.2021 09:47
Vilja að saksóknarar svari fyrir meintan leka Lögmenn þriggja fyrrum lögregluþjóna í Minneapolis, sem hafa verið ákærðir í tengslum við dauða George Floyd, vilja að saksóknarar í málinu svari eiðsvarnir fyrir það hvort þeir beri ábyrgð á upplýsingaleka til fjölmiðla. 13.5.2021 07:51
Svalt í veðri en áfram hætta á gróðureldum Ekki er von á miklum veðurbreytingum næstu daga þar sem öflug hæð yfir Grænlandi teygir sig til suðausturs yfir Ísland. Spáð er hægum austlægum vindum eða hafgolu næstu daga og skúrir eða él víða um land. 13.5.2021 07:27
Grunaður um akstur undir áhrifum og laug til um nafn Rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af ökumanni í miðbæ Reykjavíkur vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Eftir að ökumaðurinn hafði verið stöðvaður reyndi hann að villa um fyrir lögreglumönnum og segja rangt til nafns. 13.5.2021 07:18
Fisvélar sveimuðu yfir höfuðborgarsvæðinu Fjöldi fisvéla sveif yfir höfuðborgarsvæðinu í þyrpingu á ellefta tímanum í kvöld en um var ræða hópflug á vegum Fisfélags Reykjavíkur. 12.5.2021 23:37
Prestur efndi til herferðar þegar yfirvöld beygðu sig fyrir herskáum kattaeigendum „Þegar kettirnir eru komnir í búrin sem ég er að ná fuglunum í til að merkja og sleppa þá er eiginlega komið nóg. Þá er mælirinn fullur.“ 12.5.2021 23:14