Fleiri fréttir

Hefja aðgerðir gegn matarsóun

Eru verkefnin liður í aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og verða þau í umsjón Umhverfisstofnunar.

Varði doktorsritgerð sína 78 ára gömul

Flaggað var fyrir utan Háskóla Íslands í dag þegar Björk Guðjónsdóttir varði doktorsritgerð sína í mannfræði. Björk er fædd 1941 og því 78 ára gömul.

Hóta árásum á víxl

Spennan á milli Írans og Bandaríkjanna heldur áfram að aukast. Utanríkisráðherra Írans hótar stríði, geri Bandaríkjamenn eða Sádi-Arabar árás.

Stefna Land­spítalanum vegna and­láts barns

Þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson hafa stefnt Landspítalanum til greiðslu miska- og skaðabóta vegna alvarlegra mistaka starfsfólks á fæðingardeild spítalans í ársbyrjun 2015.

Afhenda skólatöskur meðfram matargjöf

Costco færði Fjölskylduhjálp Íslands 175 skólatöskur í vikunni sem til stendur að úthluta með mataraðstoð í Breiðholti og Reykjanesbæ í næstu viku. Skólatöskurnar eiga eftir að koma sér vel fyrir efnalitlar fjölskyldur segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálpinni.

Skaftárhlaup sem hófst fyrir þremur dögum er enn í gangi þó lítið sé

Náttúruvársérfræðingur sagði að í samtölum sínum við landverði í Hólaskjóli hafi komið fram að Skaftá sé óvenjulega gruggug en hvort mikill aur hafi borist niður liggur ekki fyrir. Skaftárhlaup sem hóst fyrir þremur dögum er enn í gangi. Ekki er hægt að segja til um hvort hlaupið hafi náð hámarki sínu, en það sé mjög lítið.

„Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran

Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði.

Flugbíllinn sem aldrei kom

Fjórar til fimm ferðir eru farnar á dag á íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Umferðin er að þyngjast verulega og nauðsynlegt er að draga úr umferð. Rafhjól og önnur tæki knúin litlum mótor eru næsta byltingin í samgöngum. Sala hefur aukist mjög og er aukningin miklu meiri en í sölu á hefðbundnum reiðhjólum.

Grunsemdirnar vöknuðu við fyrsta tölvupóst

Kára Ingason grunaði strax að ekki væri allt með felldu þegar hann fékk niðurstöður úr inntökuprófi í læknadeild Háskóla Íslands, sem gáfu til kynna lakari frammistöðu en hann hafði búist við. Grunsemdir Kára reyndust á rökum reistar – hann fann að endingu reiknivilluna umtöluðu sem fleytti fimm nýnemum inn í deildina.

Sinnir ekki lögbundnum skyldum vegna manneklu

Landsnet bíður enn eftir því að Skipulagsstofnun skili áliti sínu vegna Hólasandslínu 3 en Landsnet, sem áformar uppbyggingu raforkukerfisins á þessu svæði, lagði inn skýrslu til Skipulagsstofnunar um verkefnið síðastliðið vor.

Stjórnarmyndun í Ísrael verður erfið

Báðir stóru flokkarnir töpuðu fylgi í kosningum í Ísrael á þriðjudag. Helsta fyrirstaða stjórnarmyndunar virðist vera forsætisráðherrann sjálfur. Avigdor Lieberman, leiðtogi sigurflokksins Yisrael Beitenu, hefur alla ásana á hendi.

Stöðugri stjórn yfir Sorpu í stað óstjórnar

Reykjavíkurborg ábyrgist lán upp á nærri milljarð vegna mistaka hjá Sorpu. Stjórnarformaður segir ástæðulaust að skipa neyðarstjórn yfir fyrirtækið. Mikilvægt sé að tryggja að stjórnarmenn sitji lengur en eitt kjörtímabil.

Gefa ráðherra kost á að leggja til breytingar á áfengislöggjöf

Svo kann að fara að ekkert þingmannamál um smásölu áfengis verði lagt fram á komandi þingvetri en fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um heimild til netkaupa á áfengi kann að hafa áhrif. Áætlað er að leggja frumvarpið fram á vorþingi. Ekki liggur fyrir hvort slíkt frumvarp fæst samþykkt í ríkisstjórn.

Meiðyrðamál Manna í vinnu tekin fyrir

Eiríkur Jónsson baðst einn afsökunar vegna ummæla eða fréttar í tengslum við starfsmannaleigu sem var sökuð um misnotkun á starfsmönnum. Hópur verkalýðsforingja fékk kröfubréf. Tvö meiðyrðamál tekin fyrir á morgun.

Rigning um allt land næstu daga

Gefin hefur verið út gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa en mögulegt er að slík viðvörun verði einnig gefin út fyrir norðanvert landið, Breiðafjörð og Vestfirði.

Sjá næstu 50 fréttir