Fleiri fréttir

Hægri stjórn sest að völdum í Færeyjum

Færeyingar hafa fengið nýja landsstjórn, hægri stjórn undir forystu Bárðar á Steig Nielsen, sem er nýr lögmaður Færeyja. Af sjö ráðherrum er aðeins ein kona.

Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra

Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kaup Michele Ballarin á WOW Air, ólga meðal lögreglumanna, mótmæli við húsakynni héraðssaksóknara og margt fleira verður til umfjöllunar í kvöldfréttum kvöldsins. Einnig verður rætt við Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, um klaustursmálið og sagt frá nýjum herflugvelli á Grænlandi.

Samþykktu að veita Bretum enn meiri frest

Nú þegar hefur útgöngu Breta verið frestað tvisvar sinnum áður og mun sú þriðja einungis standa breskum stjórnvöldum til boða að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Nýtt loftslagsráð tekið til starfa

Nýtt loftslagsráð kom saman í fyrsta sinn í gær en því er ætlað að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum á Íslandi.

Hitafundur um hallarekstur Sorpu: „Þetta eru mistök á mistök ofan“

Borgarfulltrúum var heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi þegar rætt var um hallarekstur Sorpu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi meirihlutann harðlega fyrir að ábyrgjast 990 milljóna króna lán til Sorpu án þess að hafa kallað eftir úttekt frá innri endurskoðun.

„Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“

Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda

Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael

Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31.

Ástandið á flakinu gerir rannsakendum erfitt fyrir

Ekki liggur fyrir hvers vegna lítil eins hreyfils flugvél brotlenti á Skálafellsöxl, nærri Móskarðshnjúkum um miðjan dag í gær. Rannsókn á tildrögum slyssins gæti tekið langan tíma.

Tíðablóð í auglýsingum í góðu lagi í Ástralíu

Opinber nefnd sem tekur kvartanir vegna auglýsinga í sjónvarpi í Ástralíu til skoðunar, segir fyrirtækið Asaleco Care, sem framleiðir dömubindi, ekki hafa brotið gegn reglum með því að sýna tíðablóð í sjónvarpi í fyrsta sinn.

Lífið víðast hvar erfiðara fyrir stelpur en stráka

Þrátt fyrir framfarir í menntun stúlkna eru möguleikar kvenna takmarkaðir vegna félagslegra viðhorfa, lagasetningar sem mismunar kynjunum og kynbundins ofbeldis, samkvæmt skýrslu Gates samtakanna. Það gildir einu hvar barn er fætt, ef barnið er stúlka er lífið erfiðara fyrir hana en stráka.

Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki

Fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin.

Með stera í leikfangakössum

Lögreglan á Suðurnesjum handtók nýverið erlenda konu sem stöðvuð var af tollvörðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Vilja rýmri opnunartíma

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu á fundi borgarstjórnar í gær til að opnunartími stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar yrði gerður sveigjanlegri til þess að létta á umferð á höfuðborgarsvæðinu.

Maoríar loka á kaftein Cook

Bæjaryfirvöld í Mangonui hafa bannað endurgerð skipsins Endeavour að koma í höfn í tilefni þess að 250 ár eru síðan skipherrann James Cook sigldi fyrstur Evrópumanna í kringum Nýja-Sjáland.

Lýstu áhyggjum af meðferð skattamála við þingfestingu

Jafnt sækjendur, verjendur og dómarar telja meðferð skattlagabrota ekki í lagi nú þegar þrír dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Fjórða málið er komið til efnismeðferðar í Strassborg. Þetta kom fram við þingfestingu máls í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn.

Sjá næstu 50 fréttir