Fleiri fréttir

Stjórnvöld reyna enn að ná sátt um bætur

Af hálfu stjórnvalda hefur verið lögð áhersla á að ríkið væri tilbúið að semja um sanngjarnar bætur til þeirra sem sýknaðir voru og aðstandenda þeirra sem fallnir eru frá og afla til þess viðeigandi lagaheimildar.

Hlé gert á leitinni í Þingvallavatni

Lögregla hefur ákveðið að gera hlé á formlegri leit að belgíska manninum sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum.

Endurheimti tengslin við ellefu ára son sinn á Laugaveginum: „Pabbi, ég elska þig“

Þegar Bandaríkjamaðurinn Jake Halpern var farinn að óttast að áhugi ellefu ára sonar hans á umgangast föður sinn væri farinn að dvína brá hann á það að ráð að styrkja tengslin með því að bjóða syninum að ganga með sér Laugaveginn. Úr varð ævintýraför þar sem feðgarnir styrktu tengslin sín á milli svo um munaði.

Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum

Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum.

Borgarstjóra blöskrar umræða um stam Seðlabankastjóra

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, getur ekki orða bundist yfir því hve margir leggja lykkju á leið sinni í umræðu um nýjan Seðlabankastjóra til að gera lítið úr þeirri staðreynd að hann stami.

Árskógarmálið heldur áfram fyrir dómi á morgun

Samningaviðræður Félags eldri borgara við annan kaupanda hafa ekki gengið eftir. Innsetningarmálið heldur því áfram og verður það þingfest á morgun. Lögmaður kaupandans efast um gildi kaupréttarákvæðis og segir félagið ekki í samningsstöðu.

Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna

Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna.

Stefnir íslenska ríkinu

Erla Bolladóttir hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu en hún krefst þess að niðurstaða endurupptökunefndar verði ógild.

Nærir sálina að hitta fólk

Borgarhönnun er límið á milli húsanna og fer fram í almannarýminu þar sem mannlífið er. Það er mikilvægt að hafa litla kjarna í hverfunum þar sem nágrannar mætast. Betri hönnun og skipulag getur stuðlað að betri heilsu og auknum lífsgæðum.

Bilaður bátur tekinn í tog við Húnaflóa

Þór, eitt varðskipta Landhelgisgæslunnar, sótti í morgun fiskibát á Húnaflóa. Var stýrisvél bátsins biluð og því hafði skipstjóri hans samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Ár og vötn þornað upp í sumar

Kleifarvatn hefur lækkað um einn metra frá því um miðjan maí og eru ár víðast hvar orðnar mjög vatnslitlar vegna lítillar úrkomu.

Skynsemi ráði siglingum

Í gær rákust tveir smábátar á við Langanes og þurftu björgunarskip að draga þá í land. Vont var í sjó og hvasst.

Danir pirraðir eftir að Trump hætti við

Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta.

Kauphegðunin breytist hratt

Formaður Neytendasamtakanna segir vanta rannsóknir á netverslun Íslendinga og vill stórefla neytendarannsóknir. Mikill fjöldi mála kemur á borð samtakanna vegna þjónustukaupa á netinu. Ný Evrópureglugerð mikil búbót fyrir þann sífellt stækkandi hóp sem kýs að versla á netinu.

Vilja láta taka niður steinvegg hvalaskoðunarfyrirtækis

Norðurþing krefst þess að eitt stærsta hvalaskoðunarfyrirtæki landsins taki niður hlaðinn vegg sem umlykur lóð þess við höfnina á Húsavík. Umræddur veggur sé ekki inni á lóð fyrirtækisins og ekki hafi fengist leyfi hjá sveitarfélaginu. Málið kom upp í fyrra og hafa samningaumleitanir farið út um þúfur.

Sjá næstu 50 fréttir