Fleiri fréttir

Trump höfðar mál vegna skatt­skýrsl­u­lög­gjaf­ar

Donald Trump og Repúblikanaflokkurinn höfða nú mál gegn Kaliforníuríki eftir að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt.

Úrskurðir um varðhald standa

Lögmenn mannanna tveggja sem úrskurðaðir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald á laugardag vegna fíkniefnafundar á Seyðisfirði kærðu úrskurðina ekki áður en þriggja daga frestur til þess rann út í gær.

Spenna í Kasmír

Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Eyðslan minnkar höggið af fækkun ferðamanna í sumar

Ferðamönnum fækkaði um 17 prósent í júlí miðað við árið á undan. Framkvæmdastjóri SAF segir fækkunina skarpari en hann hefði viljað sjá. Sérfræðingur í greiningardeild Arion banka býst við að aukning í meðaleyðslu haldi áfram á næstunni. Verði það raunin mun það draga úr tekjutapi þjóðarbúsins.

Drykkjarsalur Sigurðar jarls talinn fundinn

Fornleifafræðingar telja sig hafa fundið drykkjarsal Orkneyja­jarlsins Sigurðar digra. Frá Sigurði og öðrum jörlum eyjanna er sagt í Orkneyingasögu sem varðveitt er í Flateyjarbók.

Ók á níu ára dreng og stakk af

Ökumaður stakk af eftir að hafa ekið á níu ára dreng í Hafnarfirði í gær. Drengurinn var á leið yfir gangbraut.

Dæmt í máli Kristins gegn HR

Í dag klukkan 14 verður kveðinn upp dómur í máli Kristins Sigurjónssonar gegn Háskólanum í Reykjavík. Kristinn starfaði sem lektor við tækni- og verkfræðideild skólans en var sagt upp störfum vegna ummæla hans um konur í lokuðum Facebook-hóp í október á síðasta ári.

Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg

Formaður Landssambands veiðifélaga telur ekki ólíklegt að fyrirhugaðar framkvæmdir Jims Ratcliffe gætu haft jákvæð áhrif í þeim ám sem framkvæmdirnar snúa að. Hins vegar geri þær lítið fyrir stofninn í heild sinni. Sveitarstjórnarrráðherra undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust.

Fyrir­gefur á­rásar­manninum sem myrti son hans

Á meðal þeirra sem létust í skotárásinni í verslun Walmart voru hjónin Jordan og Andre Anchondo sem voru, ásamt tveggja mánaða syni þeirra, að versla skólaföng fyrir börnin sín.

Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum

Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra.

Veita engar upplýsingar um smyglið

Rannsókn á máli tveggja erlendra karlmanna, sem á laugardag voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu, er enn á viðkvæmu stigi.

Hávaðaseggirnir lausir úr haldi

Þremenningunum, sem vistaðir voru í fangaklefa eftir aðgerð lögreglu og sérsveitar í Berjarima í Grafarvogi í nótt, hefur verið sleppt úr haldi.

Toni Morrison látin

Bandaríski Nóbelsverðlaunahafin og rithöfundurinn Toni Morrison er látin, 88 ára að aldri. Morrison lést í gær í faðmi fjölskyldu og vina.

„Yfirvöld koma fram við börnin eins og þau séu farangur en ekki manneskjur“

Þrjár fjölskyldur hælisleitenda leita nú réttar síns vegna þess sem þau telja ólöglega brottvísun þar sem verið sé að vísa börnum þeirra sem hafi fæðst hér úr landi. Elsta barnið er á fimmta ári. Talskona No Borders á Íslandi segir yfirvöld ekki koma fram við börnin eins og manneskjur heldur eins og þau séu farangur foreldrana.

Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum

Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð.

Sjálfstæðismenn safna undirskriftum gegn 3. orkupakkanum

Með framtakinu nýtir Jón Kári sér 6. grein skipulagsreglna flokksins sem kveður á um að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skuli boða til atkvæðagreiðslu ef að minnsta kosti fimm þúsund flokksbundnir félagar óska eftir því.

Grínið sett til hliðar til að krefjast aðgerða í byssumálum Bandaríkjanna

Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleyft að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi.

Spitfire-orustuflugvélin sneri við vegna veðurs

Breska Spitfire-orustuvélin, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, sneri við í morgun, ásamt fylgdarvél sinni, eftir að vélarnar voru búnar að vera um hálftíma á lofti frá Skotlandi á leið sinni til Íslands um Færeyjar.

Sjá næstu 50 fréttir